Færsluflokkur: Bloggar
3.1.2009 | 11:49
Kommonistadrullusokkur!
Já, halló Hafnarfjörður, ætlar þú að reka okkur heim fasistadrullusokkur? Ekki víkur þú þó þú vinnir í ríkisstofnun sem hefur tekið fullan þátt í að setja þjóðina á hausinn. Líttu þér nær félagi.
Er kannski málið að það er farið að senda fólk inn í mótmælendahópinn til að skapa sundrung. Það skyldi þó aldrei vera. Þá er hægt að kalla okkur skríl ekki satt.
Drullaðu þér sjálfur heim, hvað ert þú og þínir samstarfsmenn ekki búnir að skemma. Farið hefur fé betra.
Kommonistadrullusokkakerlingin.
Mótmælendum ógnað á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.1.2009 | 10:10
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, guði sé lof og dýrð..eða hausinn af sagði spaðadrottningin!
2009. Hvað skyldi það ár bera í skauti sér. Eftir mærðarræðu forsætisráðherra um að axla ábyrgð ( vinsæll frasi ) og hertar reglur og eftirlit með fjármálamörkuðum, axlar samt enginn ábyrgð og allir sitja enn, Geir hvar á að byrja? Nú vil ég sjá þig og þína ganga fram og standa við orðin og byrja í ykkar heimaranni. Þar sem þú ætlar greinilega að sitja " í meðvindi sem mótvindi" eins og það hét í ræðunni. Eða eitthvað álíka gáfulegt um það að þú víkjir ekki sjálfur, æðsti ráðamaður þjóðarinnar, sem berð mesta ábyrgð sem slíkur.
Sjálfsagt full vongóð um að orð mín nái eyrum Geirs eða hans meðreiðarsveina. Eða það sé yfirhöfuð hlustað á venjulegan borgara sem er löngu búinn að fá nóg af orðum og vill sjá hausa fjúka og óhæft fólk látið fara.
Engin áramótaheit þetta árið enda ekki nokkur leið að vita hvað það ber í skauti sér. Verð ég orðin heimililaus betlarakerling áður en árið er á enda? Áramótaheit um að hætta að reykja eða fara í líkamsrækt eru bara svo lítilsgild miðað við stærð vandans sem við þurfum að takast á við.
Við íslendingar erum engir aumingjar og seinþreytt til vandræða þegar það kemur að því að mótmæla stjórnvöldum. Við höfum látið allt of mikið yfir okkur ganga undanfarin ár með því að greiða óheyrilega háa vexti og verðbætur (séríslenskt fyrribæri, af hverju skyldi það vera?) sem hafa gert útráðsarvíkingunum og þeirra pótentátum kleyft að safna auði sem er tekinn úr okkar buddum og settur í einkaþotur, skútur og fyrirtæki í útlandinu sem örfáir fá arðinn af. Nú held ég að við séum búin að fá nóg og látum ekki bjóða okkur þetta lengur.
Gott og gleðilegt nýtt byltingarár! Megi sem flesti hausar fjúka á árinu.
P.s. þetta er full nafn samkvæmt Þjóðskrá, á enga alnöfnu. Bara svo það sé á hreinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
31.12.2008 | 11:09
Rödd barnanna en ekki fólksins?
Vona að hver einasti maður sem kemur að stjórn Íslands lesi þessa frétt. Hvernig farið þið annars að því að horfast í augu við sjálf ykkur? Ekki tetur af samvisku?
Kannski ná raddir barnanna inn fyrir hrokamúrinn hjá ykkur því greinilega gera raddir okkar fullorna fólksins það ekki. Hvernig verður ykkar minnst í sögubókunum sem börn framtíðarinnar eiga eftir að lesa í skólum landsins ef einhver á eftir að þora að eiga börn í framtíðinni? Verða ykkar afkomendur stoltir af verkum ykkar?
Hvern langar annars til að fæða börn í heim þar sem þau útskrifast af fæðingardeildinni ( þangað sem fólk tekur með sér nesti) með milljóna skuld í farteskinu. Börnin okkar fá sko skellinn af spillingu og sérhagsmunapoti ykkar, hvað ætli margar fjölskyldur leysist upp á nýju ári þegar heimilin fara undir hamarinn og það fer að hrikta í stoðum hjónabanda?
Ef þetta eru ekki raddir þjóðarinnar má ég hundur heita. Nú eða tík.
Börnin full af kvíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.12.2008 | 13:13
Blessuð jólin
Jæja, þá eru blessuð jólin komin og farin, þó almanakið segi annað finnst mér jólin vera búin eftir annan. Svo er auðvitað áramótin eftir en samkvæmt mínu dagatali er það allt önnur ella en jólin. Maður þarf að fá að hafa smá sérvisku.
Jólin voru yndisleg í faðmi fjölskyldu og nýjustu viðbótinni honum Snata. Önnur óvænt gleði var bónorð sem dóttir mín fékk ásamt trúlofunarhring. Svo það verður brúðkaup á árinu. Mér tókst næstum því að gleyma ástandinu á landinu mínu svona rétt á meðan. Er ekki til í að láta taka burt gleðina yfir því að eiga tíma með ástvinum sínum þó mér virðist að það sé einmitt takmark þeirra sem völdin hafa að ræna okkur öllu því sem hægt er. Gleðina fá þeir ekki.
Annars endaði annar í jólum í ælupest hjá frúnni svo seinni hluti annars var haldinn í rúminu en við því er ekkert að gera. Komin á lappir aftur og ekki seinna vænna þar sem familían heldur jólaball í dag, komum saman um 60 manns. Við erum svo heppin að eiga músikanta í familíunni svo það verður dansað og sungið. Segi nú stundum að 10% af Íslandi séu komin út að foreldrum mínum en þau eiga um 90 afkomendur. Okei, ég er slök í reikningi.
Mitt framlag til jólaballsins er að baka vestfirskar hveitikökur til að eta með ketinu svo ég má ekki vera að þessu, þarf að fara að steikja. Set inn myndir þegar við komum heim, því þetta verður vel skjalfest jólaball.
Gleðilega rest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.12.2008 | 12:24
Gleðileg jól
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla elskurnar mínar stórar og smáar.
Hér er jólakort fyrir pólistiska rétthugsun. Aldrei frí............
http://www.youtube.com/watch?v=0wC-oKYPHT8
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.12.2008 | 10:28
Jólagleði?
Jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur stendur nú yfir. Sendingar út á land eru farnar og fólk af höfuðborgarsvæðinu fær úthlutað í húsnæði Straums í Borgartúni 25. 44% aukning hefur orðið í umsóknum um aðstoð, um 2300 fjölskyldur um allt land fá aðstoð nú en voru 1597 í fyrra. Varlega áætlað má reikna með 2,5 einstaklingum á bak við hverja umsókn sem þýðir að 5.750 einstaklingar njóti aðstoðar, að því er segir í tilkynningu.
Ráðamenn Íslands, verða gleðileg jól hjá ykkur?
Sífellt fleiri leita aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.12.2008 | 10:36
Einn...
Tryggvi hættur í Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2008 | 13:05
Ógeðsblogg
Ég er með ógeð á Íslandi. Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Færi ég til útlanda (já, glætan) segðist ég vera Færeyingur enda Færeyinga í miklu uppáhaldi hjá mér. Vil ekki að nokkur maður viti að ég er sprottin úr sama ranni og fólkið sem stjórnar landinu mínu, n.b. í minni og margra annarra óþökk. Og allur umheimurinn híar á okkur og skilur ekkert í því að enginn hefur verið handtekinn, engar eignir frystar og sama fólk situr ennþá??? Það er ekki ástæða til að vera stoltur af uppruna sínum um þessar mundir. Við erum molbúar og á svipuðu róli og Afríkuríki þegar kemur að pólitík.
Félagshyggjufólkið, flest hvert, er orðið argasta íhald, blaðamenn keyptir og seldir, hvítt er svart.
Tvítug dóttir mín spurði mig fyrir síðustu kosningar:"Mamma, hvað á ég að kjósa? Ég veit að þú ert svona félagshyggjumanneskja, á ég að kjósa Samfylkinguna?" Og ég auðvitað í einfeldni minni sagði henni að auðvitað ætti hún að lesa stefnuskrá flokkanna og finna út frá því hvað henni hugnaðist best. Nú þarf ég að éta það ofan í mig að stefnuskrá er svona plagg til að veifa fyrir kosningar og gleyma svo eftir það. Lexia fyrir unga fólkið í landinu.
Það líður vart dagur á aðventunni öðru vísi en að ósköpin dynji yfir okkur. Ég er kominn með upp í kok af ógeðsdrykknum sem mér er gert að dreypa á daglega. Ég trúi öllu eða engu. En það er kannski einmitt tilgangurinn; að rugla okkur svo alvarlega í ríminu að við vitum ekki lengur hvað er hvað. Tölur um skuldir og kökuskiptingar eru svo stjarnfræðilegar að það er ómögulegt að setja þær í samhengi við venjulegan veruleika. Og eiga allar eftir að versna þegar stór hluti þjóðarinnar flýr land og við þessar fáu hræður sem eftir verðum þurfum að borða stærri hluta að ógeðskökunni.
Mér er lífsins ómögulegt að fara í jólastellingar og svífa um eldhúsið með svuntuna framan á mér og jólaglampann í augum eins og ég geri nú að öllu jöfnu. Óöryggið, vonleysið og óvissan hefur rænt þessari gleði frá mörgum fjölskyldum, held meira að segja að stjórnin hafi komist í jólagardínurnar mínar og rænt þeim líka því þær eru ófinnanlegar. Þær hafa verið síkkaðar og styttar og guð má vita hvað í gegnum tíðina og margar íbúðir en eru semsagt farnar núna. Eins og afborganir, útborgun og vinnan í íbúðinni minni.
Ef þið eigið svona jólapillu þá sendið hana snarlega. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.12.2008 | 07:55
Ný vekjaraklukka, vantar nafn..
Var að fá nýja vekjaraklukku á fjórum fótum. Hann er bastarður. Var að hugsa um að kalla hann Starkaður bastarður en það er nú frekar óþjált. Komnar nokkrar tillögur um nafn, eitt af þeim er Skundi, auðvitað eftir barnabókinni Emil og Skundi. Valdís dóttir mín og hennar familía tók að sér að keyra í Biskupstungur og ná í hann og síðan kom ég til Rvk. til að ná í hvutta. Hún hringdi þegar hún var komin á staðinn því hún ætlaði að velja fyrir mig. "Mamma, það er einn hérna sem er alveg eins og Skundi, manstu ekki eftir bókakápunni á Emil og Skundi"? Móðir hennar var alveg blönk á þessa bókakápu. Treysti hennar innsæi í jobbið.
En bara Snati?
Þetta litla skinn er svo fallegur og með selsaugu. Blendingur af border collie, irish setter og slatti af hinu og þessu með. Alger bastarður. Og ótrúlega fallegur. Hann er mikið fyrir franska kossa, það er ekki gagnkvæmt amk. ekki þegar húsdýrin eiga í hlut. Ég hef haldið miklar ræður yfir fólki sem " sefur hjá heimilisdýrunum og hvað það sé ósmekklegt", verð nú að éta það ofan í mig því við sváfum bæði mjög vel, í rúminu mínu. Hann er hins vegar greinilega meiri morgunhani en ég B-manneskjan, svo hér var farið á fætur kl. 6:30 í morgun, óguðlegur tími. Mér finnst fínt að vakna rólega svona um níuleitið og skrönglast fram í morgunkaffi og taka tvo tíma í fréttalestur og bloggheimsóknir en Skundi er ekki sammála. Hann vill leika.
Þess vegna sit ég hér og blogga í morgunsárið og leita eftir nafni. Sagði ég annars Skundi áðan, ætli það festist? Eitthverjar betri tillögur en Starkaður bastarður? Endilega að láta vita ef ykkur dettur eitthvað í hug.
Rutlaskutla hundamamma. Og alger plebbi. Og sefur hjá húsdýrunum. Og verður að éta ofan í sig áðurnefnda sleggjudóma. Það viðurkennist hér með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.12.2008 | 12:31
10% af hvaða upphæð?
Forstjórar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa verið með 20-30 milljónir króna í árslaun. Hæstu launin fékk Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tæpar 30 milljónir króna, eða um 2,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Gildis, Árni Guðmundsson, var með 21,5 milljónir króna en 10% lækkun á því nemur rúmum 2 milljónum.
Á þetta að gleðja okkur hin? Hvaða dúsa er þetta? Lækkunin nemur rúmum árslaunum öryrkja. Þau eru uþb. 1. 700.000-. Eftir standa ofurlaun þrátt fyrir það.
Skammist ykkar.
Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar