Ógeðsblogg

Ég er með ógeð á Íslandi. Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Færi ég til útlanda (já, glætan) segðist ég vera Færeyingur enda Færeyinga í miklu uppáhaldi hjá mér. Vil ekki að nokkur maður viti að ég er sprottin úr sama ranni og fólkið sem stjórnar landinu mínu, n.b. í minni og margra annarra óþökk. Og allur umheimurinn híar á  okkur og skilur ekkert í því að enginn hefur verið handtekinn, engar eignir frystar og sama fólk situr ennþá??? Það er ekki ástæða til að vera stoltur af uppruna sínum um þessar mundir. Við erum molbúar og á svipuðu róli og Afríkuríki þegar kemur að pólitík.

Félagshyggjufólkið, flest hvert, er orðið argasta íhald, blaðamenn keyptir og seldir, hvítt er svart.

Tvítug dóttir mín spurði mig fyrir síðustu kosningar:"Mamma, hvað á ég að kjósa? Ég veit að þú ert svona félagshyggjumanneskja, á ég að kjósa Samfylkinguna?" Og ég auðvitað í einfeldni minni sagði henni að auðvitað ætti hún að lesa stefnuskrá flokkanna og finna út frá því hvað henni hugnaðist best. Nú þarf ég að éta það ofan í mig að stefnuskrá er svona plagg til að veifa fyrir kosningar og gleyma svo eftir það. Lexia fyrir unga fólkið í landinu.

Það líður vart dagur á aðventunni öðru vísi en að ósköpin dynji yfir okkur. Ég er kominn með upp í kok af ógeðsdrykknum sem mér er gert að dreypa á daglega. Ég trúi öllu eða engu. En það er kannski einmitt tilgangurinn; að rugla okkur svo alvarlega í ríminu að við vitum ekki lengur hvað er hvað. Tölur um skuldir og kökuskiptingar eru svo stjarnfræðilegar að það er ómögulegt að setja þær í samhengi við venjulegan veruleika.  Og eiga allar eftir að versna þegar stór hluti þjóðarinnar flýr land og við þessar fáu hræður sem eftir verðum þurfum að borða stærri hluta að ógeðskökunni.

Mér er lífsins ómögulegt að fara í jólastellingar og svífa um eldhúsið með svuntuna framan á mér og jólaglampann í augum eins og ég geri nú að öllu jöfnu. Óöryggið, vonleysið og óvissan hefur rænt þessari gleði frá mörgum fjölskyldum, held meira að segja að stjórnin hafi komist í jólagardínurnar mínar og rænt þeim líka því þær eru ófinnanlegar. Þær hafa verið síkkaðar og styttar og guð má vita hvað í gegnum tíðina og margar íbúðir en eru semsagt farnar núna. Eins og afborganir, útborgun og vinnan í íbúðinni minni.

Ef þið eigið svona jólapillu þá sendið hana snarlega. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á þig kona...ég veit að það dugar skammt, en það besta sem ég get veitt í stöðunni

Sigrún Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, takk og knús á þig Sigrún mín, veist þú nokkuð um jólagardínurnar? Eru þínar heilar eða aðeins búið að narta í jaðrana?

Rut Sumarliðadóttir, 17.12.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara yndisleg, það var komið smá gat á gardínurnar mínar, tok eftir því .þegar ég setti þær upp nuna í des, það skildi þó aldrey vera að þeir hafi komist í þær. Þeir fara nu yfir öll landamæri til að gera fólki ílt og þessar gardínur eru frá því í fyrra, sjáðu til. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ef Íslendingar vilja -eða neyðast til að- villa á sér heimildir í útlöndum, mæli ég alltaf með því að þeir þykist vera Finnar.

Passar langbest við hreim, útlit og drykkjusiði

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 17:27

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

P.S. Ekki spyrja mig um jólagardínur.  Hef aldrei átt slíkar, ekki frekar en ég "strekki dúka í sama númeri" !

(Man ekki einhver eftir auglýsingunni frá spákonunni á Kleppsveginum, sem "strekkti dúka í sama númeri" um leið og hún spáði fyrir um "meðalháa menn með millibrúnt ár, á bílum í svona einhverjum millilit".   Sú var öflug !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Kristín og kærleikur til þín í Danaveldi.

Hildur Helga ég er sammála með Finnana, oft haldið að ég væri slíkur. Nei, ég strekki ekki dúka heldur hehe, en man eftir þessari auglýsingu sem þú vitnar í. Ég ætti kannski að fara að spá í spil og bolla til að drýgja tekjurnar.

Rut Sumarliðadóttir, 17.12.2008 kl. 18:17

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hví ekki ?  Erum við ekki allar að bíða eftir millibrúna manninum ?

(Það voru reyndar tvær spákonur í sama stigagangi á Kleppsveginum -og heldur kalt á milli hæða.  Hvor um sig hélt því fram að hin kynni ekkert að spá -né strekkja dúka).

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 22:03

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Voru þær í pólitík?

Millibrúni maðurinn er kominn, og farinn.

Rut Sumarliðadóttir, 17.12.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bara allan regnbogann, upp og niður og  út á hlið.

Rut Sumarliðadóttir, 18.12.2008 kl. 00:00

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er víst reyndin ekkert að marka stefnuskránna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:03

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já segðu, reyndu að kenna unga fólkinu að taka mark á pólitíkusum þegar þeir gefa kosningaloforð, held að öll ungmenni landsins viti að á því er ekki að treysta.

´Dóra, flott þá koma þær til mín fyrir jól, verð í stuði á aðfangadag.

Rut Sumarliðadóttir, 18.12.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband