Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Eruð þið ekki að grínast í mér?

Verði ykkur að góðu. Þarf ekki að telja aftur, hvað var í sjónvarpinu það kvöldið?
mbl.is Gunnar Páll fékk þorra atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The devil made me do it?/ Litla gula hænan?

Og hvað, komu svo geimverurnar og millifærðu? Eða kannski strumparnir?

Hvers konar hálfvitar heldur maðurinn að við séum? Kannski ekki skrítið eins lengi og þessir menn fengu að leika sér með fjöregg þjóðarinnar.

Þetta er erfitt þegar bréf detta svona alveg óvart í hendur annarra en þeirra sem áttu að fá þau.

Þvílíkt sjónarspil.

 


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynhneigð Jóhönnu meira fréttaefni en það að hún verður fyrsti kvenforsætisráðherra?

Ég á ekki fjandans fokking orð yfir frétt á Vísi.is.

Það er byrjað á því að tala um að hún verði fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann og svo seinna í fréttinni að hún verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann.

Hver andskotann hefur það með málið að gera. Andskotans fokking homofóbía er þetta (eða getur maður sagt það um konur?) Ég er svo rasandi að ég á ekki orð. Hvaða máli skiptir hvern hún elskar prívat og persónulega og deilir lífi sínu með?

Hefðum við átt að taka það fyrst fram að Hörður Torfason er hommi og svo að hann hefur unnið óeigingjarnt starf í marga mánuði?

Ég hef ekki bölvað svona mikið síðan ég var unglingur. Lái mér það hver sem vill

 

 


Fráskilin fyrrverandi stjórn.

Ekki fengum við utanþingsstjórn. Því miður.

Góð samlíking hjá ISG. Please, please ekki fara í bendileikinn, við erum búin að fá nóg að sandkassaleikjum.

Nú viljum við sjá að stærstu glæpamenn íslandssögunnar verði hnepptir í bönd og eigur frystar og teknar upp í skuldir. Erlenda rannsakendur takk, sem eru ekki frændur og frænkur og gera svo eitthvað þegar það er búið að lesa móðurborðin. Við viljum sjá stjórnarskrárbreytingar í þá veru að hér verði hinn almenni borgari í fyrirrúmi en ekki flokkar, vinir og vandamenn. 

Við viljum sjá afnám verðtryggingar. Við viljum hátekjuskatt og þrepaskipt skattakerfi, þeir sem eiga mest borga mest. Við viljum sjá breytingar á kvótakerfinu. Auðlindirnar séu okkar allra sama hvaða nafni þær nefnast. Við eigum öll þetta land, naglfesta það.

Við viljum sjá afnám hluta að skuldum okkar vegna húsnæðiskaupa áður en þjóðin fer á götuna.

Það verður vel fylgst með störfum nýrrar ríkistjórnar, það þarf enginn að velkjast í vafa um það. Eða ekki verkum.

Við erum þjóðin, valdið er okkar. Eins og það á að vera. Það höfum við séð undanfarnar vikur og mánuði.

Áfram nýja Ísland.


Til hamingju Ísland, húrra, húrra, húrra, húrra.

Til hamingju Ísland. Húrfalt ferra eða ferfalt húrra!!! Skiptir ekki máli, okkar tími er kominn!
mbl.is Geir til Bessastaða klukkan 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagur til mæðu.

Jæja, elskurnar mínar, eru ekki allir í stuði?

Geir Harði og Árni Dýri komnir á lista yfir menn sem eiga sök á efnahagshruni heimsins og verstu bankamenn samtímans. Það var nú varla á það bætandi. Skyldi Jarpur hafa haft rétt fyrir sér? Eru þetta hryðjuverkamenn?  Enn sitja þeir samt þessi dánumenn. Eða hitt þá heldur.

Doddi fékk ekki frið til að fagna árinu með samstarfsfólki sínu vegna mótmæla fyrir utan. Fagna hverju? Að vera yfirmenn hrunsins? Eflaust etið og drukkið á okkar kostnað.  Bumbusláttur mótmælenda sá fyrir því. Enn situr hann.

ISG stjórnar landinu af sjúkrabeði, enginn getur komið í hennar stað. Enn situr hún.

Stjórnin reynir að klóra í bakkann og lafa fram að  kosningum þrátt fyrir kröftug mótmæli þjóðarinnar. Einn sagt af sér allt of seint. Og stjórn seðló fer ekki fyrr en 1. mars, góður tími til að tæta. Enn situr yfirmaðurinn og hótar okkur endurkomu í pólitík.

Er fólkið ekki að fara að skilja það að það fær ekki frið frá okkur fyrr en stjórnin fer frá? Og segir af sér. Það treystir ykkur ekki nokkur sála sem sér í gegnum blekkingarvefinn, hvort sem hann er veikindi, ein og ein afsögn og tilkynningar um að gefa ekki kost á sér aftur. Vanhæf ríkisstjórn.

Ekki lýst mér á að stofna til samstarfs með Framsókn, þó yngt hafi verið upp í framvarðasveitinni. Eru allir með gullfiskaminni? Framsókn var fullur þátttakandi í fjármálasukkinu, eru allir búnir að gleyma því? Ætla ekki einu sinni að fara út í kvótakerfið, gæluverkefni Framsóknar, sem hefur drepið niður byggðirnar úti á landi. Sett öll verðmæti hafsins á örfáar hendur þmt. fyrrverandi formanns. Og barnabæturnar? Börn hættu að vera börn eftir 16 ára aldur þó alls annars staðar væru þau börn til 18 ára aldurs. Eigum við nokkuð að nefna Kárahnjúka líka? 

Flokkakerfið er úr sér gengið fyrir löngu síðan. Við þurfum miklu meiri breytingar en uppstokkun á framboðslistum.  Setjum hæft fólk með menntun og reynslu af þeim málaflokkum sem það vinnur við. Hæft fólk sem ekki er að hygla neinum flokki. 

Áfram nýja Ísland. Komdu fagnandi.

 

 


Veikindi og pólitik í sæng saman?

Það liggur við að ég þori ekki að tala um veikindi og pólitík í sömu andrá. Held að ansi margir séu að missa sig í hluti sem ekki komi umræddri tík nokkuð við. En það er nú kannski einmitt tilgangurinn að missum sýn á það sem skiptir máli: Burt með ríkisstjórnina og utanþingsstjórn fram að kosningum hvenær svo sem þær verða.

Enn hefur enginn axlað ábyrgð, engar eignir frystar upp í skuldir, enginn sagt af sér þrátt fyrir að í ljós hefur komið að báðir skipperarnir eru fárveikir. Okkur er stjórnað af tveim fárveikum einsktaklingum á lyfjum. Er ekki kominn tími til að þeir stígi úr brúnni?

Óska þeim báðum góðs bata og fjölskyldum þeirra styrks í veikindunum. Það er kominn tími á að heilbrigt fólk fylli í skörðin ekki veitir af fullum styrk í verkefnin sem eru framundan. 

12.000-13.000 manns eru atvinnulausir í dag. Það á eftir að versna ef spár ganga eftir. Fólk er að missa heimili sín og eigur, sparnaðurinn uppétinn í græðgisvöxtum og verðbótum sem eru að sliga nánast hvern mann. Hver króna sem fólk hefur lagt í húsnæði er horfin eins og dögg fyrir sólu.

Halló gott fólk, missum ekki sjónar á því sem skiptir raunverulegu máli, ekki láta svona argaþras letja ykkur til að mótmæla þangað til við fáum aftur lýðræðið í okkar hendur. 

Mætum í dag á Austurvöll merkt appelsínugulum klæðum. Ekkert ofbeldi takk. 

Áfram nýja Ísland.


Appelsinugula byltingin.

Nú eru hlutirnir að gerast. Það heyrðist loksins í okkur fólkinu í landinu. Með pottum og sleifum a la Oliver Twist.

Rekum út maddömmuna sem stjórnar stjórnarheimilinu. Hún sveltir okkur og kallar okkur skríl og afneitar tilveru okkar. Segir okkur að herða sultarólina enn frekar. Nei, takk.

 Við viljum afsögn stjórnarinnar ekki seinna en strax.


Enn meira um mótmæli.

Nú er táragasi beitt á mótmælendur eins og í alvöru stríði. Hvað er í gangi hér eiginlega. Það er til einföld leið að stoppa þetta. Stjórnin segir af sér og málið er dautt. Ég skrifa ekki undir ofbeldi hvort sem það er framið af lögreglu né mótmælendum. Það eru svartir sauðir í öllum hópum, bæði lögreglu og hjá mótmælendum.

 Harðari viðbrögð lögreglu kalla einfaldlega á harðari mótmæli. Orsök og afleiðing. Er þetta eitthvað flókið?

Íslendingar eru beittir ofbeldi af hálfu stjórnvalda á hverjum degi. Ofbeldið felst í skuldaklafa, atvinnumissi, eignamissi og þjóðin orðin ærulaus og venjulegir borgarar í námi og búsettir erlendis fá að súpa seyðið af verkum eða öllu heldur ekki verkum stjórnarinnar. Vonleysi, depurð og reiði fólksins er ofur eðlileg að mínu viti.

Haldi ráðamenn að svona aðgerðir verði til að þagga niður í fólki þá vaða þeir í villu og svíma. Þetta er eins og olía á eld.

Bara svo það sé alveg á hreinu þá fordæmi ég framkomu mótmælenda sem fréttin segir frá. Það er fínt að mæta með potta og sleifa og framkalla hávaða og trufla störf þessarar ónýtu stjórnar. Þar deg ég mörkin. 


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli, mótmæli..........

Lögreglan handleggsbraut mann sem var að nota sinn lýðræðislega rétt: að mótmæla. Gera yfirmenn lögreglu sér ekki grein fyrir því að svona framferði er eins og bensín á eld? Lærðuð þið það ekki í aðferðafræðinni ykkar? Eru stuðbyssurnar sem BB er svo hrifinn af næsta stig? Unglingar teknir og þeim haldið í bílakjallara án þess að foreldrar þeirra séu látnir vita. Ein móðir sá mynd af dóttur sinni og komst þannig að því að henni var haldið af lögreglu. Er þetta það sem koma skal? Þarf lögreglan ekki líka að fara að lögum? Við eigum rétt samkvæmt stjórnarskrá á að mótmæla, veit BB þetta ekki?

Þið, sem ennþá sofið og eigið eftir að borga milljónirnar, talið um skrílslæti og að þetta sé ekki gert í ykkar nafni, megið fá millurnar sem falla á mig og mína. Ekki málið. Værsogú. Og stjórnina í eftirrétt.

Taka með sér sundgleraugu til mótmæla og senda myndir á fréttastofur erlendis og segja frá því hvernig dómsvaldið fer fram á Íslandi. Auglýsa framferðið.

Þið öll sem stóðuð vaktina í gær, takk fyrir mig. Ég er ykkur þakklát og  þið eruð mín þjóð.

Áfram nýja Ísland.


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband