Ný vekjaraklukka, vantar nafn..

Var ađ fá nýja vekjaraklukku á fjórum fótum. Hann er bastarđur. Var ađ hugsa um ađ kalla hann Starkađur bastarđur en ţađ er nú frekar óţjált.LoL Komnar nokkrar tillögur um nafn, eitt af ţeim er Skundi, auđvitađ eftir barnabókinni Emil og Skundi. Valdís dóttir mín og hennar familía tók ađ sér ađ keyra í Biskupstungur og ná í hann og síđan kom ég til Rvk. til ađ ná í hvutta. Hún hringdi ţegar hún var komin á stađinn ţví hún ćtlađi ađ velja fyrir mig. "Mamma, ţađ er einn hérna sem er alveg eins og Skundi, manstu ekki eftir bókakápunni á Emil og Skundi"?  Móđir hennar var alveg blönk á ţessa bókakápu. Treysti hennar innsći í jobbiđ.

 En bara Snati?

Ţetta litla skinn er svo fallegur og međ selsaugu. Blendingur af border collie, irish setter og slatti af hinu og ţessu međ. Alger bastarđur. Og ótrúlega fallegur. Hann er mikiđ fyrir franska kossa, ţađ er ekki gagnkvćmt amk. ekki ţegar húsdýrin eiga í hlut. Ég hef haldiđ miklar rćđur yfir fólki sem " sefur hjá heimilisdýrunum og hvađ ţađ sé ósmekklegt", verđ nú ađ éta ţađ ofan í mig ţví viđ sváfum bćđi mjög vel, í rúminu mínu. Hann er hins vegar greinilega meiri morgunhani en ég B-manneskjan, svo hér var fariđ á fćtur kl. 6:30 í morgun, óguđlegur tími. Mér finnst fínt ađ vakna rólega svona um níuleitiđ og skrönglast fram í morgunkaffi og taka tvo tíma í fréttalestur og bloggheimsóknir en Skundi er ekki sammála. Hann vill leika. Frown

Ţess vegna sit ég hér og blogga í morgunsáriđ og leita eftir nafni. Sagđi ég annars Skundi áđan, ćtli ţađ festist? Eitthverjar betri tillögur en Starkađur bastarđur? Endilega ađ láta vita ef ykkur dettur eitthvađ í hug.

Rutlaskutla hundamamma. Og alger plebbi. Og sefur hjá húsdýrunum. Og verđur ađ éta ofan í sig áđurnefnda sleggjudóma. Ţađ viđurkennist hér međ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

hoho, litli bróđir strax farin ađ halda fyrir ţér vöku? jćja, hann hefur bara veriđ svona úthvíldur viđ ađ lúlla upp í hjá ţér.

annars er ég líka alveg ástfangin af honum skunda. eđa ekki skunda.  hann brćddi hjarta mitt međ fyrsta augnaráđinu sem hann kastađi í áttina til mín. ég kem í heimsókn á eftir, ég ţoli ekki ađ vera ekki međ ykkur.

védís (IP-tala skráđ) 15.12.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott hjá ţér ađ fá ţér hvolp en Nína verđur varla hrifin. Hún er skíthrćdd viđ hundinn minn enda er hann stór og myndarlegur. Passađu ţig bara ađ kenna hundinum strax hver er foringin (ţú en ekki hundurinn) annars gengur hann á lagiđ.

Ágćtt ađ hunsa hann til níu ţá lćrir hann ađ láta ţig í friđi fram ađ ţeim tíma.

Til hamingju međ hundinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.12.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Védís smákona, cordon bleu í kvölmatinn međ Hornafjarđarkartöflum og bestu sósu í bćnum, a la mamma.

Hann bróđir ţinn er ekki eins morgunsvćfur og mamman.

Rut Sumarliđadóttir, 15.12.2008 kl. 08:40

4 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Bíbí, Nína var einmitt hjá mér í gćt ásamt sínum heittelskađa eđa ekki heittelskađa.

Takk fyrir tipsiđ, reyndi ađ setja hann fram úr rúminu og koma honum í skilning um ađ í ţessu herbergi sefur mađur bara, enginn leikur en hann var ekki sammála. Er búin ađ lesa á netinu um ţjálfun, getur viđ ekki tekiđ fleiri í svona "hundaţjálfun"? Hemmhemm...

Rut Sumarliđadóttir, 15.12.2008 kl. 08:43

5 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Hall, ţađ er fallegt nafn, ţú líka Dóra mín.

Rut Sumarliđadóttir, 15.12.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju međ voffan ţinn, hundar eru yndisleg dýr. Kćrleikur til ykkar

Kristín Gunnarsdóttir, 15.12.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Takk Kristín og sömuleiđis.

Rut Sumarliđadóttir, 15.12.2008 kl. 16:06

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lýsingin hljómar ćđislega.....hef alltaf veriđ veik fyrir Irish Setter, sérstaklega litnum

Vona ađ ţiđ verđiđ perluvinir

Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Takk Sigrún, hann er yndislegur, svartur međ hvítu ívafi. Get ekki lengur sagt ađ ég taki ekki ţátt í svart/hvítu tískunni....

Rut Sumarliđadóttir, 16.12.2008 kl. 11:15

10 Smámynd: Gulli litli

Ég átti einusinni hund sem hét Useless........(Júsless). Hann var blanda af letidýri og skúnki ...held ég.....neinei.

Gulli litli, 16.12.2008 kl. 18:10

11 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Haha, held ađ minn sé líka međ svona letidýrsívafi..

Rut Sumarliđadóttir, 16.12.2008 kl. 19:46

12 Smámynd: Rut Sumarliđadóttir

Haha, hann er enn ađ pissa á gólfin, kemur beint úr sveitinni ţar sem hann gekk inn og út sjálfur, ţetta kemur međ smá ţolinmćđi.

Rut Sumarliđadóttir, 16.12.2008 kl. 23:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband