Í biðsal dauðans

hún mamma mín er búin að vera veik og á sjúkrahúsi síðustu daga. Nú er komið í ljós að hún er veikari en við héldum. Gamla konan er með æxli í ristlinum og á að fara í aðgerð í dag. Svo núna er bara að bíða og vona það besta.

Það eru 50/50 líkur á þetta gangi allt vel. Og eðlilega jafn miklar líkur á svo verði ekki. En án aðgerðar lifir hún ekki svo það er ekkert annað að gera í stöðunni.

Hún mútta mín er sko enginn aukvisi, sterk kona sem hefur ekki hátt um sínar skoðanir öndvert við undirritaða. Kvartar ekki konan sú. Hún er á níræðisaldri og hefur því fengið tækifæri til að lifa sínu lífi öfugt við þá sem falla frá snemma. Býr enn ein og getur séð um sig sjálf með smá aðstoð og hefur ekki þurft að fara inn á stofnun sem ég er óumræðanlega þakklát fyrir.

Svo nú er bara að biðja ykkur að senda bænir eða bara góðar hugsanir til hennar og vona það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi gengur allt vel!!!
Mér sýnist að hún mútta þín sé hörkutól, það getur bara verið bónus.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sendi bænir og góðar hugsanir yfir hafið!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.9.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla, þú þekkir kerlu.

Doctor og Helga Guðrún, kærar þakkir.

Rut Sumarliðadóttir, 17.9.2008 kl. 12:34

4 Smámynd: Gulli litli

Baráttukveðjur..

Gulli litli, 17.9.2008 kl. 12:37

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er alltaf erfitt að takast á við það, þegar foreldrar manns missa heilsuna, jafnvel þótt að það sé þegar fólk almennt er farið að þrá hvíldina.  Ég vona svo sannarlega að mamma ykkar eigi marga góða daga eftir og hægt verði að hjálpa henni.

En heyrðu, ég þekki þrjú ykkar, eruð þið öll lík pabba ykkar?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.9.2008 kl. 14:45

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gulli og Imba; kærar þakkir. Já, sitt á hvorn háttinn, Solla er kvenkynsmynd af pabba, kíktu á hana Valdísi mína. Miklu líkari Sollu en mér. frekur karlinn.

Rut Sumarliðadóttir, 17.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.