Andlaus og fattlaus

Þetta er greinilega einn af þessum dögum. Þið vitið, þegar það kviknar ekki á einni einustu peru í seríunni. En það er nú skýring á því.

 

Eins og ég skrifaði um í síðasta bloggi hefur mamma verið veik og í aðgerð. Góðu fréttirnar eru þær að hún var vel vakandi í morgun og flutt af gjörgæslu. Seigt í gömlu minni. Förum svo á fund með lækninum á mánudag um hvernig áframhaldið verður.

Veikindi í fjölskyldunni valda eðlilega því að maður er doldið á skjön við taktinn í lífinu. Finnst pústrar um hitt og þetta í heiminum einhvern veginn svo fjarlægir þegar ástvinur manns er veikur. En það stendu nú til bóta ef ég þekki mig rétt. Verð farin að rífa kjaft upp úr helginni spái ég.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bestu bataóskir til mömmu þinnar Rut mín.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk ljúfurinn.

Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vonandi gengur mömmu þinni vel og þér sjálfri að ná þér á strik.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sóldís. Svo gott að fá kveðjur þegar svona stendur á.

Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 14:17

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

...aftur verður undurblíð,

eftir helgardaga!?

bk. til þín og þinnar mútter!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.9.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Vonandi Magnús, eins og mín náttúra segir til þá er ég undurblíð og mjög svo settleg kona!

Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki amalegt það, þið eruð reyndar upp til hópa yndislegar kvinnurnar og já allar fallegar og ómissandi, hver á sinn hátt!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband