Palin var valin...

Mikið held ég að það sé vont að vera forsetaframbjóðandi rebúpiblikana í BNA. Þetta útspil hans að velja konu sem varaforsetaefni var að mínu viti til að tryggja sér atkvæði kvenna og trúarnöttara. En bíðum nú við...

Í ljós kemur að dóttir konunnar 17 ára gömul er ófrísk! Hélt nú bara að þetta trúaða fólk gerði ekki dodo fyrr en eftir hjónaband. En þau ætla að giftast svo það er allt í lagi. Held að barnsfaðirinn sé jafngamall.

Síðan er eitthvað mál í gangi um brú sem gleypti fullt að grænum seðlum og ég kann ekki frekari deili á.

Nú hefur komið upp á borðið að verið er að rannsaka hvort fyrrverandi mágur (fyrrverandi? má þetta fólk skilja?) frúarinnar hafi verið rekinn úr starfi. Í kjölfarið á skilnaðinum við systur hennar. Tilviljun?

Hún er viss um að mengun sé ekki af mannavöldum.

Frúin ku líka hafa rekið fólk hægri, vinstri, sem henni líkaði ekki við og skipað vini í störfin þeirra. Ætli hún hafi komi til Íslands og lært við skör meistaranna hér? Ætli það sé ekki farið að fara um ellismellinn í ameríkunni.

En ég er svoddan kvikindi að það hlær í mér púkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er nú ekkert grín ef þessi kona verður varaforseti

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 12:41

2 identicon

Hin kristnu gildi í usa í kynferðismálum hefur kostað þá það að mest er um þunganir táningsstúlkna, mest um kynsjúkdóma... það er allt í steik vegna Sússa.

Það ganga reyndar sögur af því að nýjasta barn hennar Palin sé ekki hennar, heldur hafi hún feikað dæmið og dóttir hennar eigi barnið.

Enginn náttúrulegur maður getur fylgt yfirnáttúrulegum reglum án þess að bíða stóran skaða af.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hólmdís; svo sammála

Doctor; svo sammála

Ætla annars að dvelja hérna í sandkassanum og hía á liðið.

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Gulli litli

Kvekendi geturu verið...

Gulli litli, 15.9.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þessi á hægri öxlinni er í stuði....

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 13:46

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kanar eiga skilið hvaða vitleysu sem þeir kjósa yfir sig.....

En það er uggvænlegt að hlusta á hana tala um stríð á forsendum trúarbragða. ÞAÐ MÁ ALDREI BLANDA SAMAN TRÚARBRÖGÐUM OG PÓLITÍK.

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 15:38

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haraldur, sammála að það á ekki  að blanda saman trúmálum og pólitík. Ef McCain kemst til valda og drepst úr elli þá tekur þessi kona við.

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 17:14

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og nú hlær mín kun..!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.9.2008 kl. 21:49

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

ta

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.9.2008 kl. 21:50

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband