3.6.2009 | 13:19
Dottin á fésið.
Er alveg dottin á fésið, var á "námskeiði" hjá dóttur minni um helgina, kann orðið að setja inn myndir og skoða hjá öðrum. Svona geta bara bráðskýrar manneskjur eins og ég!!
Nenni ekki lengur að blogga um hvað er að gerast á landinu bláa. Enda alveg sama hvað við segjum og gerum, sitjum alltaf uppi með skellinn. Hætt að kjósa þangað til ég get kosið fólk en ekki flokka. Er til viðtals á fésinu. Hafið það gott elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.5.2009 | 14:02
Að borga eða borga ekki, það er spurningin.
Það er mikið rætt um það þessa dagana hvort beita eigi eina vopninu sem hinn almenni íslendingur á eftir; að borga ekki af lánum sínum. Held að flestir geri sér grein fyrir því að verði af því þá hrynur kerfið okkar, þarf ekki hagfræðimenntun til, ef ekkert kemur inn er ekki úr neinu að spila.
Okkur er boðið uppá frystingu, lengingu og annað í þeim dúr sem smá plástur. En það leysir engan vanda, frestar honum bara. Er sjálf að sækja um frystingu sem er gott eitt og sér en þegar henni lýkur verða afborganirnar hærri og til lengri tíma svo þá verð ég aftur komin í sömu spor og ég var í ef ekki verri. Ætli ég verði ekki komin hátt á tíræðisaldur til að klára dæmið. Það er einhver fúi í þessari skjaldborg.
Hvar er leiðréttingin okkar á "lánunum" sem við tókum? Ég vil afþakka alla ölmusu takk fyrir, ég vil leiðréttingu á stuldinum. Ég vil endilega fá aftur það sem af mér var tekið og ég vann hörðum höndum fyrir. Vil ekki fyrir náð og miskunn lengja í hengingarólinni sem auðvitað að lokum herðir að hálsinum og slekkur öll ljós.
Mér finnst það gleymast í umræðunni að það kemur að því að fólk borgar ekki, kannski ekki vegna borgaralegrar óhlýðni heldur einfaldlega vegna þess að það gengur fyrir að fæða sig og sína. Það er ekki spurning í mínum huga hvað er fremst í forgangsröðinni. Þetta er staðan sem allt of margir eru í núna. Fólk er fast í fátæktargildru. Það þarf heldur enga sérstaka hagfræðiþekkingu til að sjá þetta. Jafnvel svona meðaljóna eins og ég skilur þetta.
Í guðs og allra góðra vætta nafni, þið sem við vorum að kjósa til valda, vaknið og áttið ykkur á stöðunni. Við getum ekki borgað lengur, þið verðið að fara að fatta dæmið. Það duga engir plástrar á ástandið. Það ætti að vera forgangsmál ykkar allra að eyða öllu púðri í að finna leið til að leiðrétta óréttlætið sem við lifum við. ESB má setja í frost í einhvern X tíma. Það er ekki mál nr. 1 fyrir íslendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
23.4.2009 | 13:51
Gleðilegt sumar.
Gleðilegt sumar elskurnar mína! ekki það að það sé mjög sumarlegt hérna á Reykjanesskaganum, rigning og rok, aldrei þessu vant. Og snjóaði í nótt. Það ku vera forboði um gott sumar að vetur og sumar frjósi saman. Vonum að satt reynist.
Korter í kosningar, mikið svakalega er ég orðin spennt fyrir útkomunni. Er annars orðin svooooooooo leið á pólitík og spillingu og aðgerðarleysi að það hálfa væri nóg. Eins og sést á bloggleti minni. Kannski það lagist með hækkandi sól og vonandi betri ástandi hjá þjóðinni.
Ef ég fæ enn einn bæklinginn með brosandi frambjóðendum inn um lúguna held ég bara hreinlega að ég æli. Fer beint í ruslið. Segi eins og Davíð að það hefði mátt spara þessi yndisfögru tré mín vegna.
En..... gleðilegt sumar, ekki veitir af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.4.2009 | 13:57
Jasper, Kasper og Jónatan.
Eruð þið ekki að fíflast í mér! Krufning á Torbjörn Egner er einmitt það sem þjóðin þarf á að halda! Á þetta að hala inn atkvæði?
Ef þetta á að auka virðingu fyrir störfum Alþingis er ég hrædd um fólk vaði í villu og svíma. Á fólkið í landinu að setja traust sitt á ykkur? Það veitti ekki af nokkrum Soffíum á ykkur til að taka til hendinni eftir ræningjana og þá sem lögðu blessun sína yfir rányrkjuna. Bókstaflega.
Þessi skrif eru í boði borgara sem er ekki alveg að kaupa það að slíkt sé boðlegt.
Áfram Soffía frænka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.4.2009 | 14:49
Gleðilega páska.
Gleðilega páska elskhugar mínir til sjávar og sveita, nei, nei, gleðilega páska öll. Hafið það sem best um helgina og ekki eta á ykkur gat eftir föstuna. Eru ekki allir annars búnir af fasta fyrir páska?
Ég er svona Emma (Rutla) öfugsnúna og ætla að fasta eftir páska. Alltaf svo óþekk. Nei í alvöru þá ætla ég af fasta í 10 daga og bara drekka ýmsa góða vökva er að leita að uppskrift af slíkri föstu. Ef einhver á slíkt í fórum sínum væri það vel þegið.
Gleðilega páska og hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
4.4.2009 | 13:13
Dúddelídúddelídæ.
Það er komið svo illa fyrir mér að ég læðist að tölvunni á morgnana og bíð eftir hryllingi dagsins á síðum blaðanna. Hvað skyldi það vera í dag eða slepp ég í þetta skipti? Hvenær kemur aftur dagur þar sem það er hægt að drekka morgunkaffið án þess að fá æluna í kokið? Trúa því að lóan sé í alvöru komin og bráðum komi vor. Ég var ekki spurð álits þegar við vorum skráð sem hamingjusamasta þjóð heimsins. Augljóslega.
Það eru þó einstaka atvik sem lýsa upp daginn. Eitt slíkt er Árni eyjapeyi. Hann dúddelíast í pontu Alþingis og tekur lagið fyrir þjóðina. Það er auðvitað gert til þess að virðing fyrir hinu hávirðulega Alþingi aukist hjá landsmönnum.
Ég veit ekki með ykkur en virðing mín fyrir þessari stofnun er í miklum lægðum þessa dagana. Ekki tókst Árna að að hækka þröskuldinn né félögum hans í Flokknum. Þar kemur hver kjafturinn í pontu á eftir hinum og þvælir og þrasar um eitt mesta hagsmunamál íslendinga; breytingar á stjórnarskránni. Allir eru voða foj yfir að vera ekki spurðir álits. Að stjórnin ætli þessu máli í gegn með eða án samþykkis Flokksins er auðvitað helber dónaskapur við stjórnarandstöðuna. Öðruvísi mér áður brá. Mikið svakalega kann Flokkurinn illa að vera í stjónarandstöðu.
Mætti ekki fá Dodda til að vera með smá uppistand? Árni tekur lagið og Doddi segir brandara um einhvern sjúkdóm og allir klappa lof í lófa? Það gæti hugsanlega dregið þjóðina að sjónvarpinu til að horfa á háæruvert Alþingi. Og auðvitað aukið virðingu fyrir því í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.3.2009 | 20:44
Jésú bróðir besti.
Davíð og Jesú voru ranglæti beittir. Allir voru voða vondir við þá sko. Að lokum voru þeir krossfestir, Jesú á krossinum og Davíð með sleifum og pottum sem vinstri stjórnin sigaði á hann.
Eini munurinn á Davíð og Jesú er sá að Davíð talar um verkamannflokksmann af lítilsvirðingu. Jesú bauð hins vegar alls konar minni máttar til sín. Allir sem þjóna Davíð er hins vegar í heldri manna flokki og ekki í neinum skítaverkamannaflokki.
Þessi vinstri stjórn er svo að ráða einhverja útlendinga til starfa, það kann ekki góðri lukku að stýra. Við íslendingar erum miklu betri í þessum málum eins og dæmin sanna.
Svo leynast líka vondir menn í flokki Davíðs sem eru að koma með tillögur sem eru arfavitlausar. Þeir áttu auðvitað að fá blessun foringjans áður en þeir felldu yndisfögur tré til að dreifa þessum skrifum.
Þessi skrif eru í boði Sjálgræðgisflokksins sem vill ekki missa auðlindirnar úr höndum sér.
Víkingar með Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.3.2009 | 12:26
Enginn fitnar af fögrum orðum.
Mátti til að deila þessum málshætt með ykkur svona í yfirstandandi kosningaráróðri.
Við dóttla tókum smá forskot á sæluna og ég verslanði tvö svona pínku ponsu páskaegg (hvað eru mörg p í því) aðallega til að fá málshættina. Ég hef sérstakt dálæti á málsháttum og finnst þeir hitta naglann á höfuðið í flestum tilfellum. Þessi leyndist í mínu eggi.
Dóttla fékk ást er öllum hlutum kærari.
Svei mér þá ef þetta er ekki Íslandi í dag í hnotskurn. Ekki skurði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2009 | 12:13
Umskurn
Hvernig skurn skyldi það vera? Svolítið erfitt að byrja á því að pilla skurn í burtu áður en hafist er handa eða svoleiðis. Nema prentvillupúkinn hafi komist í málið. En eflaust er málið léttara ef kanar eiga í hlut því væntanlega eru flestir þeirra umskornir. Ekkert falið undir forhúðinni. Get ekki hugsað þá hugsun til enda að sitja uppi með sár og skurði eftir svona skurn.
Góða helgi elskurnar mínar, ef þetta er ekki til að kynda undir brosi fyrir helgina þá veit ég ekki hvað.
Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.3.2009 | 13:40
Neyðarlegt framlag!!
Nú eru sjálgræðgis búnir að skila 300.000 spírum sem Neyðarlínan styrkti flokkinn um árið 2007. Og samfó frá Íslandspósti. Enn hafa sjálfgræðgis ekki skilað framlagi Geira dónakarls á Goldfinger. Væntanlega stoltir að hafa fengið styrk hjá svoleiðis manni sem hefur tekjur sínar af sölu á kvennakroppum, með dansi sko. Engu öðru!! Enda besti vinur Gunnars Birgis eins og myndir af þeim félögum sanna.
Ojbarasta og ullabjakk.
Annars er ég að hugsa um að kaupa Netbankann. Fá lánað hjá Netbankanum fyrir Netbankanum með veði í Netbankanum. Ef ég get ekki borgað þá takið þið þetta á ykkur elskurnar mínar. Munar engu héðan af.
money, money...........
http://www.youtube.com/watch?v=P8ybnrIzwYg
Skilar framlagi Neyðarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar