19.3.2009 | 13:11
Takk.
Stýrivextir lækkaðir í 17% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.3.2009 | 13:18
Nú er ég hissa ( eða Grandalaus).
Svei mér þá ef að það er ekki líf í verkablýshreyfingunni, litlu félögin mótmæla siðlausu framferði eigenda Granda. Það eina sem heyrðist hins vegar í formanni ASÍ var að hann var voða hissa! Ég er mest hissa á að hann sé hissa!
Það leiðréttir ekki frestun á launahækkunum að vera hissa Gylfi Arnbjörnsson. Launafólk sem er ekki með milljón á mánuði getur ekki endalaust tekið á sig launaskerðingu, því ég þykist vita að fólkið sem vinnu við fiskvinnslu hjá Granda sé ekki með slík laun.
Það þarf ekki að reyna að höfða til samvisku þeirra sem þiggja arðinn því það er augljóst að þau hafa ekki slíka. Enginn þokkalega innréttaður maður gæti tekið við slíkum arði og sofið á nóttinni. Vitandi það að arðurinn kemur frá þessu fólki sem skóp hann.
Mikið fagna ég því að það er enn fólk sem ekki er alveg í vasa atvinnurekenda. Því ég hef haldið því fram að hreyfingin væri steindauð fyrir löngu síðan. Tek það hér með til baka. Það leynist líf þarna. Komið fagnandi.
Mjúku sætin eru svæfandi, ofurlaun eru svæfandi, hvernig væri að árangurstengja launin hjá toppunum og sjá hvort það vakni ekki einhver. Nei, segi nú svona. Hvernig geta menn með ofurlaun sett sig í spor þeirra sem þeir vinna fyrir, sem þiggja einungis brot fyrir sitt strit? Held að bilið sé orðið allt of stórt á milli toppanna og verkamanna. Ég er ekki að tala um að fólk með mikla ábyrgð sé ekki launuð slíkt störf en fyrr má nú rota en dauðrota.
Er ekki kominn tími til að skoða vel styttingu vinnuvikunnar í þessu árferði sem hér ríkir? Þó fyrr hefði verið. Nágrannaþjóðir okkar hafa gert það fyrir margt löngu síðan. Og eru þó langtum betur launuð en við hér á klakanum.
Vil þakka þessu fólki sem er að rísa upp og mótmæla þessu. Vona að fleiri sjái sóma sinn í að sitja ekki hljóðlega á meðan verkafólk er að taka á sig launaskerðingu hjá fyrirtækjum sem samkvæmt arðgreiðslum er ekki svo ill sett eftir allt saman.
Ég er alveg að fara að syngja Nallan. Nei, segi nú svona. Koma svo!
Vill rifta samkomulagi um frestun samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.3.2009 | 14:09
Er ekki kominn tími til að tengja?
Æi greyið Sigmundur, AGS hugnast ekki hugmynd Sigmundar og það er auðvitað vegna þess að sjóðurinn er í vasa ríkisstjórnarinnar. Það kemur auðvitað ekki til greina að þetta sé arfavitlaus hugmynd, er það?
Bara svona ef Sigmundur vissi það ekki þá er fólk hér á landi sem þarf ekki slíka aðstoð. Það er eitt að eignast húsnæði og annað að byggja glæsivillur sem ég prívat og persónulega er ekki til í að borga fyrir. Það væri að bera í bakkafullan lækinn.
Þessi hugmynd um flatan niðurskurð er algerlega út úr kú. Hefði haldi að formaðurinn væri búinn að átta sig á því að þessi hugmynd fellur í grýttan jarðveg og það ekki bara hjá AGS. Auðvitað er fólk misvel eða ill sett núna eins og á öðrum tímum. Það hlýtur að þurfa að taka tillit til tekna og hámarka upphæð afskrifta. Að minnsta kosti finnst mér komið nóg af því sem þjóðin þarf að borga í sukk og svínarí svo ekki bætist við að greiða niður glæsivillur fyrir fólk sem hefur nóg milli handanna.
Sigmundur mætti gjarnar leggja eyrun við og hlusta á raddir fólksins því það er að heyra að meginþorri almennings sé sammála AGS. Er ekki kominn tími til að tengja?
Þjónkun IMF við stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2009 | 14:25
..Ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju, með saltfisk í hjartastað...
Svo mælti Steinn Steinarr fyrir margt löngu síðan. Það er ekki að sjá að mikið hafi breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan skáldið reit þessi orð.
Lítið sést til stuðnings Sjálfgræðgisflokksins við öll góð mál á þingi, eins og Geir lofaði, burtséð frá því að þau séu í stjórnarandstöðu. Ekki það ég hafi haldið niðri í mér andanum. Okkur berast myndir af skellihlæjandi þingmönnum við málþóf á meðan landið brennur.
"Stétt með stétt" er kosningaslagorð Guðlaugs Þórs, þetta væri fyndið ef það væri ekki grátlegt. Það er enn fólk sem kaupir þetta. Samkvæmt könnunum fær flokkurinn enn um 30% fylgi. Hvað er þetta með blindu fólks á tengingu hrunsins og þeirra sem sátu í stjórn undanfarna áratugi? Það er víst rétt, að þeir sem halda áfram að kjósa þá sem halda á svipunni, séu ekki mikið að hugsa um stjórnmál eins og HHG sagði í frægu viðtali. Græða á daginn og grilla á kvöldin er svo sannarlega rétt lýsing á fylgismönnum flokksins.
Ekkert varð úr blysför að heimili JS. Guði sé lof og dýrð. Konan er búin að frábiðja sér formennsku er það ekki nóg? Svona persónudýrkun er bara ekki í lagi í mínum kokkabókum. Þó ég hafi allt gott um JS að segja.
Ég fagna mjög aðkomu Joly að rannsókn á bankahruninu. Það þarf utanaðkomandi til að gera slíkt vegna tengsla og krosstengsla í okkar litla þjóðfélagi. Á ekki að fjölga fólki við þessa rannsókn? Samkvæmt henni þarf 20-30 manns í þetta verk. Koma svo, við eyðum örugglega pening í verri verkefni en það.
Bæjarstjóri Ísafjarðar vill að öll laun lækki niður í 500.000- kall. Þó það nú væri í þessu óæri sem hér ríkir. Ofurlaun og bitlingar ættu að tilheyra fortíðinni.
Ekki líst mér á tillögu Framasóknar um flatan niðurskurð á skuldir. Það þurfa ekki allir á slíku að halda. Hér er enn fólk sem hefur það bara gott. Hér þarf að setja þak, launaþak eða hámark niðurfellingar eða bæði. Þar erum við AGS sammála.
Annars er það helst af mér að frétta að ég hef legið alla vikuna í flensu. Er að reyna að drullast á lappir og gera eitthvað af viti. Eins og ofanritaða upptalningu. Það mætti halda að ég þyrfti að halda utanum register á því sem hefur verið að gerast.
Hún dóttla mín ætlar að eyða helginni með mömmu. Hlakka svo til að fá hana, gefa henni gott að borða a la mamma og knúsa hana. Hún á það nú líka til að kúra í mömmubóli þá hún sé rétt skriðin á þrítugsaldurinn.
Góða helgi elskurnar mínar allar saman. Já, og áfram Ísland!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2009 | 18:34
Góðan bata Ingibjörg.
Minn gamli foringi er að fara frá og held ég að það sé vel fyrir flokkinn, ekki bara vegna veikinda heldur og þess sem á undan er gengið. Mjög skynsamleg ákvörðun.
Góðan bata Ingibjörg og takk fyrir þín störf, sérstaklega í þágu kvenna. Það á vel við að þakka þér þín störf í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar hefur þú staðið vaktina með miklum sóma. Gangi þér allt í haginn.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.3.2009 | 15:46
Til hamingju konur.
Til hamingju konur með daginn.
Konur prýða lista flokkanna sem aldrei fyrr í mínu minni. Mikið erum við konur búnar að bíða lengi eftir því að við séum metnar til jafns við karla. Ekki það að takmarkinu sé alveg náð sbr. nýlega könnun á launum karla og kvenna á Íslandi. Þar komu konur á landsbyggðinni sérstaklega illa út og þar ríkir enn gífurlegur munur á launum karla og kvenna.
Konur af minni kynslóð (68 kynslóðinni ef einhver velkist í vafa) áttu ekki margar fyrirmyndir af konum sem við gátum samsamað okkar við þegar við ólumst upp. Á þeim tíma voru kynjahlutverkin skýr: konur sáu um börn og heimili og karlar voru fyrirvinnur. Með örfáum undantekningum eins og t.d. ljósmæður og hjúkkur ( eins gott að masterinn í hjúkrunarfræðum systir mín sjái ekki þetta orð hemmhemm, þó ég noti það óspart til að stríða henni ).Er ekki að gera lítið úr þeirra störfum á einn eða neinn hátt eins og allir vita sem til mín þekkja. En störf kvenna voru að öll jöfnu við umönnun og ekki hafa margir karlar gengið í þeirra spor. Óeigingjörn störf kvenna í svokölluðum mjúkum málum s.s. í hjúkrun, uppeldi og kennslu eru til fyrirmyndar og því miður allt of illa metin.
Þó var hún móðuramma mín mikið til fyrirvinna heimilisins þar sem afi gamli gekk ekki heill til skógar. Hann prjónaði líka sem var ekki algengt í þá daga amk. ekki svo ég vit. Einn bróðir minn saumaði út og hafði gaman af.
Man eftir skólaskemmtun þar sem nokkrir nemendur stóðu fyrir skemmtiatriðum og sungu lítið lag. Mitt lag gekk út á að ég ætlaði mér að eiga fullt af börnum og skúra og skeina fyrir lífstíð. Ekki gekk það nú eftir. Þó ég sé vissulega enn að skúra, engir rassar að skeina í bili þar sem barnabörnin eru komin á legg. Sú yngri er ekki enn farin af stað í barneignum enda stefnir hún á nám í lögfræði í haust.
Það hefur margt áunnist á þessari rúm hálfu öld sem ég hef dregið lífsandann en betur má ef duga skal samkvæmt áðurnefndir könnun.
Áfram konur, okkar tími mun koma. Til hamingju með daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2009 | 12:37
Hvað skal kjósa?
Það er að styttast í kosningar og bloggið ber þess merki. Menn ( og konur auðvitað, því konur eru líka menn ) opna bloggsíður og mæra sinn flokk og sjálfa sig í leiðinni.
Er ég ein um að vera hundleið á pólitík? Atvinnuleysið eykst og meira að segja meira en AGS gerði ráð fyrir. Ekki lækka stýrivextir fyrir það. En munu gera það fljótlega. Hvað er það langur tími? Á meðan við bíðum tapast heimili og atvinnutækifæri. Hvers vegna er ekki gripið til vaxtalækkunar eins og umheimurinn hefur gert? Erum við enn og aftur svona spes að önnur lögmál gildi hér en annars staðar?
ISg ætlar ekki að víkja. Frekar en aðrir sem eru búnir að gera upp á bak. Mikið svakalega er illt að horfa á eftir þessar áður frábæru konu, fara í sömu hjólför og örgustu íhaldsmenn og hanga á þingsetu eins og hundur á roði. Hennar tími er liðinn að mínu viti. Það þarf ný andlit í framvarðasveit Samfó.
Ég þarf varla að minnast á Sjálgræðgis- og Framasóknarflokkana. Fýluna leggur langa leið af rotnum stoðum og innmúrun í hin og þessi fyrirtæki og banka og olíufélög og kvótakerfið og.............
Eru frjálslyndir ekki enn að minnka? Jón farinn í fýlu og er memm með gömlum félögum. Kiddi sleggja farinn eina ferðina enn.
Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa í vor. En ég skila aldrei auðu. Það er svo mikið ábyrgðarleysi og þeir stóru fitna mest af því. Vil ekki leggja í þann pott.
Vinstri grænir eru meira spennandi en nokkru sinnum áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.2.2009 | 20:44
Enginn heima?
Gæti kollvarpað fjármálalífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.2.2009 | 13:58
Eigna- og skuldaregister.
Jæja, það kom að því að Doddi verði rekinn úr Svörtuloftum. Það hefur verið mikið sjónarspil í gangi undanfarið um hversu mikið hann reyndi að vara við því að allt væri á leið til fjandans, bréf send, á réttum pappír og frá réttum stað, mikið um fundarhöld sem erfitt er að henda reiður á. En semsagt, nú fer hann loksins karlinn.
Áddni tekur upp hreðjaklípur (átti hann þær ekki fyrir?) og getur nú stundað hrossakaup eins og honum er einum lagið. Sumir setja upp eigna og skuldatal á síður sínar amk. þær sem lúta að heimilishaldi viðkomandi. Mikið svakalega væri gaman að skyggnast inn í bókhald sumra.
Bara tveir eftir í Frjálslynda, minn gamli félagi Grétar Mar og hver var aftur hinn?
Mitt eigna og skuldaregister er þannig vaxið að ég á ekki krónu lengur, allt sem ég hef unnið fyrir og sparað og klipið af til magra ára er fuðrað upp á verðbólgu, vaxta og verðbótabálinu. Langt fyrir neðan núllið. Þá vitið þið það. Þó ég seldi íbúðina fengi ég ekki upp í skuldirnar sem núna hvíla á eigninni. Eins og flestir aðrir landsmenn. Ættjarðarfjötrar hétu þetta ástand einhvertíma.
Annars hefur gigtin verið að drepa mig undanfarið þeas. á meðan frostið varði. Hef varla komist upp og niður þessar þrjár tröppur sem ég þarf að ganga til að komast inn og út. Veit að allir hafa beðið í ofvæni eftir skýringu á því hvað ég hef verið slöpp á blogginu. Staulast um eins og Grasagudda eða Jobbagunna sem við sandgerðingar þekktum sem börn.
Aðalástæðan er engu að síður aðallega sú að það væri að bera í bakkafullan lækinn að kommenta á það sem er að gerast á landinu bláa (bleika?). Það sjá aðrir um að hamra járnin svona rétt fyrir kosningar.
Talandi um kosningar þá var bloggvinkona mín að stinga upp á að við skiluðum kjörseðlum með áritunninni "Utanþingsstjórn" en engu Xi. Amk. veit ég ekki í dag hvert xið mitt fer ef það fer þá nokkuð. Nema auðvitað að hvorki Sjálfgræðgis né Framapotaraflokkarnir fá það hjá mér. Xið sko.
Jæja, nú er ég að verða klámfengin, best að fara að liðka stirða liðina og bóna geðið. Adios amigos.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2009 | 13:33
62 bílar og smá minningargrein.
Svona bitlingar eru ekki alveg að sýna almennum borgurum að hér ríki kreppa. Ekki heldur 27 bílar. Hvernig stendur á því að þeir sem hæst hafa kaupið fá bíla upp í hendurnar á meðan að borgarar landsins eru að missa sína. Er ekki eitthvað skakkt við þessa mynd?
Hvað ætli margir á Íslandi hafi 25.000 kall á tíminn? Fastráðnir eða sem verktakar? Og fái greitt úr ríkissjóði. Hefur ekkert breyst?
Indland heillar! 5* ekkert minna, takk fyrir takk.
..............................
Hann pabbi minn hefði átt afmæli í dag. Fæddur 20.02.22, þegar hann varð áttræður var hægt að lesa ártalið eins afturábak og áfram. Vitur sagði mér að það gerist eingöngu með löngu millibili, man ekki lengur hversu löngu. Hann pabbi gamli var krati og var kominn af ennþá lengra til vinstri fólki. Og morðingja en það er önnur Ella.
Hann trúði á að hér væri hægt að byggja upp samfélag sem allir fengu notið sín. Öll börnin hans 8 hafa menntað sig og gert það bara nokkuð gott og sumir mjög svo gott. Held ekki að margir geti státað af sig af slíku.
Ætla nú ekki að segja að hann hafi verið gallalaus maður eins og oft vill brenna við þegar við minnumst þeirra sem farnir eru. En hann var heiðarlegur og duglegur og ætlaðist til að börnin hans væru það líka. Hann var sérstaklega vel liðinn sem yfirmaður og allir þeir sem unnu undir hans stjórn hafa gott eitt að segja um hann. Orðstír deyr aldrei.
Mikið svakalega er ég fegin að hann þarf ekki að upplifa þessa tíma. Og þurfti aldrei að fara á elliheimili né lenda í hreppaflutningum.
Takk fyrir allt og allt pabbi minn. Minningin um þig lifir með okkur börnunum þínum og öllum tæplega 90 afkomendum. Blessuð sé minning þín.
Lúxusbílar staðgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar