62 bílar og smá minningargrein.

Svona bitlingar eru ekki alveg að sýna almennum borgurum að hér ríki kreppa. Ekki heldur 27 bílar. Hvernig stendur á því að þeir sem hæst hafa kaupið fá bíla upp í hendurnar á meðan að borgarar landsins eru að missa sína. Er ekki eitthvað skakkt við þessa mynd?

Hvað ætli margir á Íslandi hafi 25.000 kall á tíminn? Fastráðnir eða sem verktakar? Og fái greitt úr ríkissjóði. Hefur ekkert breyst?

Indland heillar! 5* ekkert minna, takk fyrir takk. 

..............................

Hann pabbi minn hefði átt afmæli í dag. Fæddur 20.02.22, þegar hann varð áttræður var hægt að lesa ártalið eins afturábak og áfram. Vitur sagði mér að það gerist eingöngu með löngu millibili, man ekki lengur hversu löngu. Hann pabbi gamli var krati og var kominn af ennþá lengra til vinstri fólki. Og morðingja en það er önnur Ella.

Hann trúði á að hér væri hægt að byggja upp samfélag sem allir fengu notið sín. Öll börnin hans 8 hafa menntað sig og gert það bara nokkuð gott og sumir mjög svo gott. Held ekki að margir geti státað af sig af slíku.

Ætla nú ekki að segja að hann hafi verið gallalaus maður eins og oft vill brenna við þegar við minnumst þeirra sem farnir eru. En hann var heiðarlegur og duglegur og ætlaðist til að börnin hans væru það líka. Hann var sérstaklega vel liðinn sem yfirmaður og allir þeir sem unnu undir hans stjórn hafa gott eitt að segja um hann. Orðstír deyr aldrei.

Mikið svakalega er ég fegin að hann þarf ekki að upplifa þessa tíma. Og þurfti aldrei að fara á elliheimili né lenda í hreppaflutningum. 

Takk fyrir allt og allt pabbi minn. Minningin um þig lifir með okkur börnunum þínum og öllum tæplega 90 afkomendum.  Blessuð sé minning þín.

 

 


mbl.is Lúxusbílar staðgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þið ykkar sem ég þekki til eru allavega frábær.  Að horfa á myndir af þessum sjálftökumönnum sem eru í skilanefndunum vekur með mér viðbjóð. Þeir eru engu betri en fjárglæframennirnir, enda eru flestir þeirra yfirmenn gömlu bankana.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.2.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk stelpur, þú ert sko ekki ein um það Imba. að rannsaka sjálfa sig! toppurinn á vitleysunni. 

Þið eruð líka frábærar báðar tvær.

Rut Sumarliðadóttir, 20.2.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Barnabarnið mitt á afmæli 20.02. reyndar ekki 1922 en á góðu ári hann varð 2ja ára núna síðast.  Og hann er alltaf kátur og hress.

Til hamingju með þá báða....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.2.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk stelpur, Sóldís þú værir orðin ansi öldruð ef hann hefði fæðst 1922!

Silla, hann var sprækur sem lækur hann gamli minn, reykingar já, enda lést hann af lungnakrabba eins og pabbi hans líka og svo reykir ég! þetta er náttúrulega ekki í lagi. En hann hætti á 80 ára afmælisdaginn sinn. Sagði engum frá og talaði aldrei um það.  Hætti bara, engin hjálparmeðul. Lýsir honum vel.

Rut Sumarliðadóttir, 21.2.2009 kl. 12:18

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Alltaf gott að eiga góðar minningar um foreldra. Til hamingju með karlinn.

Ólöf de Bont, 22.2.2009 kl. 14:15

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Pabbi þinn var frábær og ekki er mamma þín síðri, mér þykir alltaf vænt um þau síðan ég var heimilisrotta þar (ég held sumarið 69)  Mamma mín varð 83 21 febr, hress og kát í Miðhúsum enþá.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.2.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk stelpur,

Dúna, sú gamla er ekki sem verst, hún býr hérna í sömu götu og ég svo við erum í miklu sambandi.

Rut Sumarliðadóttir, 23.2.2009 kl. 13:36

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Sorgleg staðreynd að á meðan sukkliðið sem er búið að setja þjóðina nánast á hausinn.

það sukklið sem hefur verið með alla okkar peninga á milli handanna. 

Og allt

Það sem  foreldrar okkar lögðu  á sig. 

Pabbi þinn og aðrir horfnir ættingjar væru ekki stoltir af þessum mönnum.

En við vitum að í upphafi skal endir skoða.

 Óska þér góðan dag. 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 24.2.2009 kl. 10:48

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

AR guði sé lof að þetta fólk þarf ekki að horfa upp á landið sem það byggði upp, farið á hausinn og að drukkna í spillingu og ógeði. Eða lenda í hreppaflutningum.

Rut Sumarliðadóttir, 24.2.2009 kl. 13:08

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín til hamingju með hann pabba þinn bæði í dag og alla daga aftur í tímann. Hann var alltaf kátur, man aldrei eftir því að hann hafi æst sig ekki einu sinni við bridge borðið, en í þeim bransa kynntist ég honum best.
tek undir með þér í því að guði sé lof fyrir að þeir þurfa ekki að taka þátt í þessu rugli, en horfa á það gera þeir alveg örugglega, eða heldur þú það ekki.
Mikið er gott að mamma þín er svona nálægt þér berðu henni kveðju frá mér.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 13:54

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Milla, bridgið átti hug hans allan enda mikill reikningshaus. Veit ekki með þetta hvort farna fólkið geti fylgst með, það hefur enginn komið til baka og sagt frá. Er á leið til gömlu minnar, skila kveðjunnir. Ljós til þín líka.

Rut Sumarliðadóttir, 24.2.2009 kl. 14:03

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.2.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.