8.1.2009 | 12:35
Að sitja í meðvindi og mótvindi.
Ný íslensk orðabók:
Að segja ekki af sér=sitja í meðvindi og mótvindi.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfi=hreppaflutningar gamlingjanna og klípa meira af ellistyrknum en nú þegar er gert. Ekki gleyma öryrkjum sem þurfa að leita lækninga fram yfir þá heilsubetri.
Táknræn launakækkun hátekjufólks=við verndum þá ríku á kostnað þeirra fátæku.
Slítum ekki stjórnmálasambandi við morðinga=bara ef hinir gera það líka. Þorum ekki ein.
Þið eruð ekki þjóðin=ég bý hér ein.
Fjármáleftirlit=ekki meiri pening þangað, eflum sérsveitir til að berja á mótmælendum. Það á eftir að tæta smá meira.
Bankamenn=fjölnota fólk fyrir og eftir hrun.
Ég á ekki fleiri orð í bili. Framhald í næsta bloggi.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður að halda áfram að setja saman orðabókina. Mér sýnist vera rök í þessu.
Ólöf de Bont, 8.1.2009 kl. 19:22
Jája, framhald í næstu viku.....
Rut Sumarliðadóttir, 8.1.2009 kl. 19:48
Vid verdum ad standa saman; thid borgid, vid eydum!
Gulli litli, 8.1.2009 kl. 23:08
það er orðið flókið tungumálið okkar. Það er ágætt að fá svona skýringar Rut og svo er það "við vorum kosin af almenningi"=helvítis fokking fokk.
Málsháttur Gulla er ansi táknrænn fyrir ástandið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2009 kl. 01:43
Gaman að snúa við orðum -og sólarhring...
Skammdegiskveðjur, HHS
Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 05:01
Gulli þú er óborganlegur!
Bíbí HFF-HFF-HFF
HH orðaleikir í miklu uppáhaldi hér á bæ sem og að kúra á morgnana.
Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 11:05
Þið fáið að kjósa á fjögurra ára frest, er það ekki nóg= hér víkur enginn þó allt sé komið í klósettið.
Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 11:07
Dóra mín, ég er að drepast úr andlegri leti.
Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.