Blogg um bloggleti og smá jólapælingar og framtíðarpælingar og já, Bing Crosby.

Hef verið afar löt við bloggið undanfarið. Eins og ég hafi farið úr gírnum þegar tölvan bilaði og netsambandið datt úr. Svosum ekki skrítið því lítið lætur maður í sér heyra í svoleiðis ástandi.

Er komin með upp í kok (afsakið meðan ég æli) í bili, af allri umræðu um hrun og fall og vexti og verðbætur. Þó það verði til þess að hinn sanni jólaandi fær áður óþekkt tækifæri til að sanna sig. Nú verða jólagjafir í smærri kantinum og það er bara allt í lagi svo lengi sem við fjölskyldan getum verið saman. Enda aldrei verið mjög kaupglöð manneskja og ein af fáum konum, skilst mér, sem finnst afar leiðinlegt að versla.

Nú tíðkast vöruskipti sem aldrei áður. Nonni frændi getur reddað hangikjötslæri og Gunna frænka bakar laufabrauð. Skipti út dúkum og jólamat. Örugglega ekkert sérstaklega gott fyrir hagkerfið að fólk stundi svona viðskipti en hvað skal gera?

Er að reyna að tala mig í jólastuð en það gengur hálf brösulega það er að segja að fara í þrif og skreytingar innan húss. Gigtin setur eðlilega strik í reikninginn en letin enn stærra strik. Hæst ber þó óttinn um hvað tekur við? Á ég yfirhöfuð heimili á næsta ári? Kannski tekur löggan mig við að ganga örna minni á Austurvelli? Verður það jólagjöfin frá stjórnvöldum á næsta ári? Er það framtíðarsýn okkar sem stólum á að ríkið greiði okkur örorkulífeyri sem hægt er að lifa af? Það hefur nú verið krukkað í hann áður. Jóhanna, við treystum á þig. Væri ekki í fyrsta sinn sem byrjað á að taka af þeim sem minnst hafa. Þeir sem stela mest ganga hins vega lausir. 

Gat nú verið að ég nefndi sjórnvöld og spillingu. Lofa að gera það ekki aftur í bili.

Þetta er hins vegar alltaf spilað heima hjá okkur við jólaundirbúninginn, vona að þið getið nota þetta við að komast í jólaskapið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Dóra mín, þetta hefst allt á endanum, kann bara ekki að vinna svona smáverk í einu, er svona skorpumanneskja sem gerir allt í einu eða ekki neitt!!

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þar sem viljinn er þar eru verkin.

Átt þú dóðan dag vina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Fallegt er þetta lag Rut mín, vonandi kemstu í gírinn, það ætla ég að reina

Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir innlitin stelpur, jólin koma....

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

....já jólin koma og fara, hvernig sem staðan verður hjá okkur

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 18:12

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

jamm, og Bing gamli bregst ekki frekar en fyrri daginn.

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 18:38

7 Smámynd: Ólöf de Bont

Veistu hvað Rut, ég var einmitt að hugsa um þig um daginn þegar ég keyrði framhjá Kleppsveginum og leit upp til einnar þakíbúðar sem við deildum 1977 frekar en 1998... Við ættum nú eiginlega að hittast yfir kaffibolla þegar hentar.  Kv. Þín Ólöf

Ólöf de Bont, 1.12.2008 kl. 19:10

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, svo sannarlega, held það hafi verið 88. Ég bý í Keflavík sem er alveg tilvalið fyrir t.d. sunnudagsbíltúr?

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 19:41

9 identicon

veistu, ég fæ hreinlega tár í augun og fyllist af jólaanda þegar ég heyri í bing crosby. enda stend ég mig oft að því að dagdreyma í vinnunni. í dagdraumnum erum þú og ég og dæsa og co að baka og ilmurinn fyllir húsið. mikið hlakka ég til föndurhelgarinnar hjá okkur. þetta er alveg jólatónlistin okkar, jú og líka páll óskar og monica.

það endar kannski bara mamma mín að við förum að leigja saman eftir sumarið,haha, í einhverri kytru - ég háskólaneminn og þú búin að missa húsið í hendurnar á ljótu köllunum. það væri nú efni í sjónvarpsþátt held ég.

védís (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:40

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég hlakka sko líka til ástarengill, ekki skemma Páll Óskar og Mónika fyrir. Já, þetta er að verð aeins og sápuópera, elska þig spörfuglinn minn.

Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband