Þreyta og doði eða éttan sjálfur.

Við fáum fréttir af spillingu og valdagræði á nánast hverjum degi á síðustu og verstu tímum. Það er ekki ofsögum sagt að vald spilli. Núna síðast um Framsóknarflokkinn. Það læðist að mér sá grunur að sá flokkur sé ekki einn um það. Hemmhemm.

 Þegar maður er bomberderaður svona daginn út og inn er ekki laust við að þreyta og doði taki völdin. Þetta ástand er að verða normið.

Enginn hefur verið sóttur til saka fyrir þjóðargjaldþrotið. Engar eignir frystar.

Svo koma menn eins og Steingrímur J. og láta flakka setningar eins og éttan sjálfur Björn. Menn grípa andann á lofti í hneikslan. Má ég frekar biðja um éttan sjálfur en hrokafull svör æðstu ráðamanna okkar. Kærar þakkir Steingrímur og orð í tíma töluð.

Mótmælafundir og borgarafundir eru rödd þjóðarinnar sem enginn á Alþingi virðist heyra og orð okkar eru dæmt dauð og ómerk þó við tölum í hundraða og þúsunda tali. Hvar ætlið þið ráðamenn að heyra rödd þjóðarinnar ef ekki þar? Hvar er púlsinn tekinn?

Þegi þú Þórður skögultönn er frasi sem við vinkonurnar notum. Má ég frekar biðja um þennan frasa en útúrsnúninga og niðurtal. Éttan sjálfur er kominn í mína orðabók. Til að vera.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er margt gott sem flýgur þessa daganna innan um þvaðrið í stjórnmálamönnum. Ég er búin að ákveða að standa vaktina á hverju sem gengur. Svo koma gullmolarnir innan um, vara að fá nýja bloggvinkonu í dag

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér.

Í tvennum skilningi.

Rut Sumarliðadóttir, 26.11.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála, mikið betra að hlusta á kjarnyrta íslensku en undirlægju og útúrsnúninga

Sigrún Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það er einmitt það sem ég meina. Andsk.........

Rut Sumarliðadóttir, 26.11.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú ert ekki ein um það.

Hafðu það gott í sveitinni.

Rut Sumarliðadóttir, 26.11.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, veistu það Rut, ég tel viðbrögð Steingríms bara mjög skiljanleg, í ljósi alls sem á undan er gengið. Þó svo þetta étt´ann hafið hljómað harkalega, þá er það skárra en doðinn sem ríkt hefur. Ég er alveg tilbúin að fyrirgefa Steingrími að hafa misst svolítið stjórn á sér við þessar aðstæður. Ég þekki það of vel á eigin skinni að stökkva upp á nef sér til að geta dæmt aðra. Þó viðbrögðin sem ég nefni í færslu á blogginu mínu hefðu verið æskilegri, og sennilega árangursríkari.

Svo lengi sem menn taka ekki upp á því að slást í þinginu, eins og stundum hefur sést í sjónvarpsfréttum austan frá, (er það ekki frá úkraínska þinginu?) þar sem stundum hefur þurft að ganga á milli og stilla til friðar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hann hefur eflaust ekki farið að "ettik" þingsins með þessum orðum en skil hann svo vel. Það er heldur ekki hægt að vera alltaf skynsamur þar sem við erum jú tilfinningaverur. Ég fyrirgef honum lika.

Rut Sumarliðadóttir, 27.11.2008 kl. 14:52

8 Smámynd: Gulli litli

Steingrímur er að norðan og talar norðlensku eins og aðrir norðlendingar!

Gulli litli, 30.11.2008 kl. 14:12

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, ekkert rósamál þar!

Rut Sumarliðadóttir, 30.11.2008 kl. 15:43

10 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já Steingrímur er nú efni í margar bækur, menn geta nú misst sig. Og ég hitti auðvitað dóttir þína í gær. Kvitt og kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 30.11.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.