Húmorslaust fólk

Eitt af því sem einkennir greindar og vel gerðar manneskjur er húmor. Held meira að segja að hann sé lífsbjörg þegar illa árar. Væri berrössuð úti á túni ef húmorinnn væri tekinn af mér af einhverjum ástæðum.

Það er sagt að við löðumst að fólki sem er líkt okkur sjálfum. Held að það sé nokkuð rétt. Að minnsta kosti laðast ég að fólki sem hefur húmor. Fyrir lífinu sjálfu og ekki síst fyrir sjálfum sér.

Ofangreind greining á augljóslega við mig. Það vita allir sem mig þekkja.

Ég á það til að gantast með hluti við afgreiðslufólki í kauffélaginu og pósthúsinu og þannig. Oftast við góðar undirtektir. En inn á milli eru pappakassarnir. Ég læði út úr mér djúpri visku með húmorísku ívafi. Ekkert svar, munnvikin lyftast ekki millimetir.

Ég þoli ekki húmorslaust fólk!

Hef margoft sagt að þegar ég hætti að hlægja að öðrum og sjálfir mér er kominn tími til að panta far til Amsterdam. One way.

Lifi húmorinn. Eða deyji ella.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já takk Dóra, guði sé lof fyrir svona vinkvennahlátur. Lengir lífið.

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

hehe, takk Silla mín.

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 21:39

3 identicon

Það sem einum finnst skemmtilegt, finnst öðrum leiðinlegt.  Allavega þola ekki allir aulahúmorinn minn.  Ég hef margoft fengið á baukinn fyrir hvatvísina, ekki síst þegar ég ætla virkilega að láta ljós mitt skína.

Ég viðurkenni það vel að minn húmor er ekki í ljósu litunum, en mér finnst hann ógeðslega skemmtilegur, enda fíla ég bæði nett klám og smá rætni. 

Hvað um það, ég hef ákaflega gaman að svokölluðu húmorslausu fólki, því það gefur svo mikið færi á sér til að hafa gaman af.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk, verst þegar þetta fólk tekur mann alvarlega!

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Húmorinn fleytir manni yfir flesta erfiðleika

Sigrún Jónsdóttir, 1.10.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Sigrún. Væri dauð annars svei mér þá.

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband