arfavitlaus auglýsing

Já , ég veit að ég er alger röflari en sumar auglýsingar fara svo hrikalega í taugarnar á mér. Sú sem pirrar mig þessa dagana er auglýsing um skemmtistað bragðlaukanna!

Hvað er skemmtistaður bragðlaukanna? Hvaða húllumhæ eru þá kynkirtlarnir? Nú eða endaþarmurinn? Skemmtistaður streptokokkanna? Arg.

 

Íslenskan er allt of myndræn til að nauðga henni svona. Sé alltaf fyrir mér tunguna á mér í brjáluðu diskó þegar ég heyri þetta. Kenwood chef.

Hætt í bili. Meira seinna. No worrys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og sæl!

Sé hér fyrir neðan að þú ert á leið á bókasafnið í ákveðnum erindagjörðum, kíktu endilega í leiðinni eftir vísnabók Káins og skoðaðu vísuna þar. Hún heitir Ný vögguvísa held ég örugglega.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

www.skaldhus.akureyri.is/kn-I.html

Sæll Magnús


Farðu að sofa blessað barnið smáa,
Brúkaðu ekki nokkurn fjárans þráa,
Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.


Svona lítur hún út á þessari síðu. Kann ekki að setja inn hyperlink hérna. Hún heitir´Ný vögguvísa, alveg rétt. Þorði ekki annað en að fara inn á síðuna til að fara nú rétt með. En semsagt svona er hún á síðunni. Ætla nú samt að kíkja hvort Káinn er til á bókasafninu og athuga þar.

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Magnús,

hef hérna í höndunum Vísnabók Káinns og  vísan er rétt hér að ofan nema í stað "fjárans" hjá mér stendur fjandans í bókinni. Hún er því svona:

Farðu að sofa, blessað barni smáa.

brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.

Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!

Heiðra skaltu föður þinn og móður.

bestu kveðjur, Rutlaskutal

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl aftur Rut.

Strangt til tekið var þetta auðvitað ekki hjá þér, heldur inn á vefnum skaldhus.akureyri.is. En þetta var ég búin að tíunda við þig hér að ofan og inni hjá Gulla litla. Ég á þessa mjög svo merku bók í útgáfu frá 1993, þriðju prentun. Fleygar og frægar vísur sem þessi fara oftar og fóru á milli fólks í munnlegri geymd, því ekkert undarlegt að einstakar hendingar og orð skolist til.Hafði þó aldrei lesið þessa útgáfu sem þú fannst hjá Akureyrarvefnum og útgáfuna í bókinni tel ég næsta líklegast að sé sú rétta vegna þess að hún fer mun betur í framsögn. Reyndar var annað orð líka öðruvísi, minnsta fjandans þráa, en á vefnum stendur nokkurn fjárans.

Hef kunnað vísuna sem svo margar aðrar eftir sambæing minn í áratugi svo ég var viss í minni sök.

Góða skemmtun svo að lesa safn hins hagmælta snillings, ekki margir fleiri sem teljast geta jafn snjallir og ekki hvað síst skemmtilegir!

Bestu kveðjur.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Magnús, Káinn fer með mér í rúmið í kvöld.

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var og! Verður eflaust "hlý og góð" stund hjá ykkur báðum!?

Nú þegar steypist yfir haustsins húmið

held ég sé nú ekki út í bláin

Að velja sér já RÉTTAN mann í rúmið,

Rímnaskáld á borð við sjálfan Káin!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Frábært!!

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 23:02

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SEgi það nú kannski ekki, en takk sömuleiðis, tilgangnum náð ef fólki finnst gaman af hnoðinu hjá manni!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.