Stórast í heimi

já, meira að segja ég sem hef ekki nokkurn áhuga né vit á íþróttum, gleðst yfir sigri íslendinga á spánverjum. Auðvitað miðað við hausatölu og í ljósi þess að við erum bara 300.000 hræður á skerinu. Veit ekki hvers vegna þessi mælistika er alltaf tekin fram þegar rætt er um árangur okkar í hinu eða þessu. Hvers vegna það skiptir máli í víðara samhengi.

Annars fannst mér forsetafrúin okkar álíka skemmtileg, Ísland stórast í heimi, það er ekki hægt að segja annað en hún rífi upp stemninguna. \u001fÞað eina jákvæða við ferð hjónanna til Kína. Annars kýs ég frekar að horfa á Taggart eða annað álíka á föstudagskvöldi og er orðin frekar leið á eilífum íþróttaþáttum sem mér virðist vera endalausir og búnir að vera á skjánum meira og minna í allt sumar. Hlakka til að geta skriðið undir eitt af mínum fögru bútasaumsteppum með kertaljós í rökkrinu og horft á eitthvað annað en íþróttir. Annars er ég frekar slöpp í sjónvarpsglápi svona yfirhöfuð. Er svoddan bókaormur og ef mér hefur tekist eitthvað vel í mínu uppeldi á dætrum mínum þá er það að yfirfæra þessa elsku mína á bókum, yfir til þeirra. Þegar þær voru litlar stelpur voru þessar stundir á kvöldin þegar ég las fyrir þær fyrir svefninn, oftar en ekki bestu stundir dagsins. Veit ekki hvernig ég byrjaði að skrifa um handbolta og endaði með nefið ofan í bók. Margt skrítið í kýrhausnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst reyndar gaman að horfa á landsleiki í handbolta. Þótt ég hafi alls ekki gaman af því að horfa á ólympíuleikana, fótbolta eða eitthvað álíka, þá finnst mér handboltinn skemmtilegur. Við erum með svo helvíti skemmtilegt lið.

 Já eitthvað náðirðu að kenna manni. Kannski þess vegna sem maður hefur t.d. lesið Ísfólksrununa þrisvar; tvisvar á íslensku og einu sinni á norsku. Man þegar maður var tólf ára og þið Dæsa að lána mér bækur eftir MaryHigginsClark og Agöthu og svona. Stephen King. Maður átti ekkert annað val - lestu og þegiðu! Haha.

Védís (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gastu ekki talið upp gáfulegri bækur stelpa. En allt var gott til að halda norskunni við og hana nú!

Rut Sumarliðadóttir, 23.8.2008 kl. 12:16

3 identicon

Okei fyrirgefðu, ég las Veröld Soffíu þegar ég bjó í Noregi? Hvað með það? 10 ára stúlka að lesa heimspekibók. Svo hvatti móður mín mig alltaf að lesa vitsaukandi bækur eftir merka höfunda eins og Paulo Coelho, Isabellu og annað gáfað fólk. (betra?)

Védís (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.