testing 1 2 3


  Nú skil hvað er átt við þegar menn með ritstíflu segja að síðan argi á þá. Hvernig byrjar maður á svona bloggi? Eða veður maður bara af stað og tjáir skoðun sína á mönnum og málefnum? Nóg til af þeim. En hverjar eru prenthæfar? Vil síður enda eins og Agnes Bragadóttir og eiga yfir höfði mér málaferli. Ekki það að pólitík og hennar pótintátar séu endilega efst í huga mér akkúrat núna. Þó ég hafi líka fullt af skoðunum á slíkum fyribærum.

  Sit bara eins og kleina við eldhúsborðið og hlusta á Fisherman´s woman til að reyna að koma eitthverju skikki á hausinn. Og reyni að hugsa eitthvað gáfulegt en hvorki gengur né rekur. Svo ég ætla að segja ykkur sögu af afa mínum sem var hinn vænsti maður. Hún er prenthæf. Hann vann um tíma "upp á velli" og borðaði í "messanum" nema hvað að einn daginn var svokallaður bixímatur á boðstólum. Bixímatur er svona afgangar frá deginum áður ásamt fleiru miður lystilegu.Gamli maðurinn lítur á matinn og síðan á afgreiðslustúlkuna og segir: "Heyrðu fröken, hefur þessi matur verið borðaður áður?"

  Já, bý á suðurnesjunum, ykkur kemur bara ekkert við hvar. Er fædd hérna og ólst hér upp. Bjó í höfuðborginni um 25 ára skeið en hef annars búið erlendis ásamt því að vera dreifari til nokkurra ára. Suðurnesjabúar eru sem sagt ekki dreifarar. Þá vitið þið það. Hef starfað við allt mögulegt og ómögulegt í gegnum tíðina. Menntaður tækniteiknari sem ég hef aldrei unnið við þar sem það átti á sínum tíma að vera grunnur fyrir frekari menntun á svið hönnunar. Yngri dóttir mín, já, tvær dætur, breytti þeim plönum. Allt gott um það að segja. Var svo að dunda mér við nám í uppeldisfræðum með með hléum en það hlé er orðið endanlegt þó svo að lítið vanti uppá.

  Jæja, alltaf í boltanum? Held ég láti þetta bara duga í bili. Over and out

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin á bloggið Rut.  Kominn tími til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott að fá svona samantekningu á því sem gerst hefur hjá þér Rut mín síðustu áratugina. Velkomin á bloggið.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.8.2008 kl. 16:21

3 identicon

Takk, be still my heart.

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:31

4 identicon

Heyrðu, þetta þykir mér skemmtilegt. Mamma komin með blogg.

Þegar ég las söguna um afa þinn þá mundi ég að mig dreymdi Summa afa um daginn. Eins oft og ég tala nú við þig í símann (okei látlaust, ég veit, fyrirgefðu) þá gleymdi ég alltaf að segja þér frá því.

...já svo kann ég greinilega ekki að tímasetja hlutina. Haha.

Þá bæti ég mömmu við blogglestrarhringinn minn. 

Védís (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:59

5 identicon

annars er þessi saga af afa þínum margfalt betri þegar þú sjálf segir hana, því þú skrollar svo skemmtilega með og verður bara eins og gamall sjóari, eða hverju sem maður á að líkja þér við.

Védís (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 17:04

6 identicon

Takk ástarengill, eyru eru til að hlusta með svo þú hringir eftir þörfum. Já, sagan er betri sögð en skrifuð. Gaman að heyra í þér það er orðið svo langt síðan síðast.....

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband