áfram Ísland, áfram Dorrit

Jæja, þá er það ljóst að silfrið er okkar en gullið eigi. Held að við megum vel við una allavega miðað við höfðatölu. Það er auðvitað miklu merkilegra að íslendingar vinni silfur en t.d. frakkar. Þeir eru svo miklu fleiri en við.Ekki þannig meint að ég sé ekki stolt af frammistöðu íslendinga. Það er ég. Þessi mælistika sem við tökum svo gjarnan fram finnst mér hins vegar doldið skondin.

Menn eru mikið að tala um Dorrit og hvernig henni beri að haga sér. Ég er persónulega hrifin af henni. Mér líkar að fólk sé ekki með skaftið af hjálpartækjum heimilisins upp í óæðri endanum. Stórast í heimi er orðið fast í minni orðabók. Hvort hún heimsæki nuddstofur eða missi belti er bara allt í lagi mín vegna. Hvernig á konan að komast í samband við pöpulinn ef ekki einmitt að hitta fólk á þeirra heimavelli. Ég bara spyr.

Þegar ég bjó í Noregi reyndi ég lengi framan af að tala norsku eins og norsararnir en hætti því svo á endanum og talaði hana eftir það með íslenskum framburði. Mín reynsla er sú að heimamenn taki viljann fyrir verkið og þyki það virðingarvert að fólk reyni að tala þeirra tungumál. Sama finnst mér um Dorrit, hún leggur sig greinilega fram við að læra málið og tala það, hversu bjagað sem það kann svo að vera. Það mættu margir útlendingar sem hér búa taka hana sér til fyrirmyndar og læra málið, reyndar finnst mér að það ætti að vera kvöð á því að þeir sem sækja um ríkisborgararétt geti bjargað sér á ástkæra ylhýra. Áfram Ísland. Áfram Dorrit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dorrit er flott kona. Þrátt fyrir að vera forsetafrú kæmi manni ekkert á óvart þótt hún skoppaði yfir í næsta fjós til að hjálpa til við skítamokstur. En mér finnst hún líka mjög þorin að tala íslensku; það hlýtur að vera erfitt að vera opinber persóna en samt að þora að tala íslensku þegar maður veit að maður gerir kannski skyssur fyrir framan alþjóð. Og séð og heyrt skellir því á forsíðuna eða þvíumlíkt. Margir mættu taka hana sér til fyrirmyndar.

Védís (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

takk ljúfan, sammála með að það þarf kjark til að gera vitleysur.

Rut Sumarliðadóttir, 24.8.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband