16.1.2009 | 17:57
Ómögulega takk.
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2009 | 12:07
jahá.
Ætla ekki að gera lítið úr því að laun forseta séu lækkuð. Þau lækka um tæplega tvenn mánaðarlaun öryrkja, áfram er hann með um áttföld laun fyrrnefndra.
Er eitthvað skakkt við þetta dæmi?
Laun forseta verða lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.1.2009 | 11:56
Veikindafrí og foringjahollusta.
Það er mikið rætt um veikindafrí ISG þessa dagana á blogginu. Einnig hvort hún hafi fengið sérmeðferð umfram aðra þegna landsins.
Ég þekki ekki til þess hvernig málum er háttað með að senda fólk utan til geislameðferðar. Ég þekki hins vegar að senda börn til aðgerða erlendis sem ekki eru framkvæmdar hér. Guði sé lof fyrir að við gerum það, ekki víst að dóttir mín væri hér ef við hefðum ekki slíkt kerfi hér. Þetta var löngu fyrir tíð Guðlaugs sem svei mér þá, vill reka heilbrigðiskerfið eins og gróðastofnun en ekki sjálfsagða þjónustu í velferðarík. Ég fékk mjög góða þjónustu og eftirfylgni á þessum tíma.
Svo er það málið með ISG. Ég óska henni góðs bata og held því fram að hún hafi fyrir löngu átt að taka sér veikindafrí, hún var ekki heil heilsu. Vona að meðferðin gangi vel og að hún nái sér að fullu. En það er enginn svona ómissandi. Það hefur ekkert að gera með það að hún hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Ég vil ennfremur að hún ásamt allri ríkisstjórninni segi af sér, en það hefur ekkert með heilsu hennar að gera né það hvort ég óski henni góðs bata, það er bara allt önnur ella.
Ég sagði mig í SF á sínum tíma til að tryggja það að hún kæmist að sem formaður flokksins. Ég sem rekst illa í flokkum allskonar og aldrei áður sett mig á slíka lista. Leit upp til hennar og setti xið mitt við SF. Kaus hana þar á undan í Kvennalistnum. Var viss um að þarna væri á ferð kona sem ekki væri föl fyrir sæti. En því miður hafði ég rangt fyrir mér. Í fyrsta lagi að fara í stjórn með Alræðisflokknum. Í öðru lagi að sitja enn eftir hrunið og boða ekki til kosninga. Nú er ég farin að hljóma eins og Jón Baldvin. Ég vil bara að það sé á hreinu að um leið og ég óska henni góðs bata þá vil ég að stjórnin segi af sér. Hvort sem ISG er innanborðs eða í veikindafríi.
Ég er trúlega ekki mjög foringjaholl manneskja og eins og ég sagði áðan þá rekst ég illa í hópum. En ég fylgi ekki foringja sem ekki stendur við það sem hann lofar mér þegar ég kýs hann. Burtséð frá því hver á í hlut.
Kapíss?
Bloggar | Breytt 20.1.2009 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 12:41
Banna þá sem banna dýr!
Horfði á myndbandið með frétt af 88 ára gömlum bónda sem ekki fær að eiga dýr, á sínu eigin heimili, held það ætti frekar að banna þá sem banna slíkt.
Það hafa verið gerðar lærðar rannsóknir á því að gæludýr er frábær meðul við t.d. þunglyndi, það er líka þekkt að aldraðir þjást margir hverjir af þunglyndi. Þvílík forsjárhyggja að leyfa ekki fólki að hafa heimilisdýr á sínu eigin heimili. Auðvitað er ég að tala um að aðrir íbúar séu ekki truflaðir af slíku dýrahaldi. Að þeir þrífi sjálfir upp eftir þau. Og svo framvegis.....
Mér finnst það mannvonska að banna þetta. Og hana nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
13.1.2009 | 10:39
Hitt og þetta, aðallega þetta.
Geir harði hefur áhyggjur af unga fólkinu. Að það fari og bíti gras í grænni högum en hér er að hafa. Eins og ástandið er með verðtryggingu lána (líka námslána) er hætt við að margt ungt fólk treysti sér ekki í nám sem bindur það á klafa þeirrar hringavitleysu. Það verður kannski þannig aftur að aðeins börn ríkra foreldra geti gengið menntaveginn. Eða gangi eins og Þórbergur í götóttum skóm með pappa í stað sóla.
Ég á sjálf unga dóttur sem einmitt þannig er ástatt fyrir. Frábær námsmaður, ósérhlífin og hörkudugleg en sér sér ekki fært að fara í háskóla eins og staðan er. Ekki getur öryrkinn hún móðir hennar styrkt hana fjárhagslega. ( hún er líka nánast eingetin en það er allt önnur Ella ) Hvað skyldi margt ungt fólk ekki vilja fara þessa leið? Bókvitið verður ekki í askana látið er gömul klysja sem hefur stungið sér á höfuðið og skipt um merkingu. Mesti auður okkar er í unga fólkinu með fersku hugmyndirnar og útfærslur á þeim sem við steintröllin sjáum kannski ekki af ýmsum ástæðum.
Borgarafundur í gærkveldi var mjög vel sóttur. Enginn mætti frá X-D. Me-me. Heilbrigðisráðherra talaði við einn ræðumanninn áður en fundur hófst til að athuga hvort hún talaði ekki varlega! Ef að þetta segir okkur ekki að það sé farið að fara um suma, þá veit ég ekki hvað.
RÚV var ekkert að sjónvarpa frá þessum fundi en mun víst gera það á miðvikudagskvöld. Er ekki hægt að spara Derrikk í eina viku og senda beint, er ekki stofnunin á kúpunni? Horfi sjálf nánast eingöngu á fréttir þar svo ég veit þetta ekki. Er annars eitthvað annað aktúelt?
Annars er ég komin með harðan skráp eftir allt sem hefur gengið á undanfarna mánuði. Það kemur ekkert á óvart lengur. Hver spillingin rekur aðra, enginn settur í fangelsi, engar eignir frystar, allir sitja sem fastast. Ræningjar og landráðsmenn sitja í stólum æðstu ráðamanna. Sérsveitir efldar en ekki fjármálaeftirlit.
Ég legg svo á og mæli um að þetta á eftir að breytast. Við fólkið eigum eftir að fá landið okkar til baka með breyttri stjórnarskrá og breyttum stjórnarháttum. Fyrir slíkt þjóðfélag er ég tilbúin að berjast. Kannski verðum við eins og kynslóð foreldra okkar sem erum á "miðjum" aldri og viljum Íslandi allt. Hættum að svamla í eigin nafla. Græða á daginn og grilla á kvöldin verður gömul klisja sem menn hlægja að og hugsa meira til heildarinnar. Kannski verður það það eina góða sem kemur út úr þessu öllu saman.
Áfram nýja Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.1.2009 | 11:08
Fundur í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.1.2009 | 11:57
Morðin á Gaza, haulocost taka 2.
Ætlar utanríkisnefnd að þegja mikið lengur. Er ekki nóg að við þurfum enn að skammast okkar fyrir að reka gyðinga úr landi í seinni heimsstyrjöldinni. Á að þegja líka núna? Eruð þið algerlega fyrrt réttlætiskennd þarna í nefndinni, bara að þyggja laun? Þegja þunnu hljóði og bíða eftir að aðrir geri eitthvað? Þorið þið ekki að standa upp og mótmæla morðum á óbreyttum borgurum og slíta stjórnmálasambandi við Ísraelska morðinga sem eru orðnir verri en nastistar ef eitthvað er?
Auðvitað eruð þið grútmáttlaus þar eins og annars staðar í ríkisbákninu, hvernig sofið þið á nóttunni?
Sprengdu hús fullt af fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.1.2009 | 12:35
Að sitja í meðvindi og mótvindi.
Ný íslensk orðabók:
Að segja ekki af sér=sitja í meðvindi og mótvindi.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfi=hreppaflutningar gamlingjanna og klípa meira af ellistyrknum en nú þegar er gert. Ekki gleyma öryrkjum sem þurfa að leita lækninga fram yfir þá heilsubetri.
Táknræn launakækkun hátekjufólks=við verndum þá ríku á kostnað þeirra fátæku.
Slítum ekki stjórnmálasambandi við morðinga=bara ef hinir gera það líka. Þorum ekki ein.
Þið eruð ekki þjóðin=ég bý hér ein.
Fjármáleftirlit=ekki meiri pening þangað, eflum sérsveitir til að berja á mótmælendum. Það á eftir að tæta smá meira.
Bankamenn=fjölnota fólk fyrir og eftir hrun.
Ég á ekki fleiri orð í bili. Framhald í næsta bloggi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.1.2009 | 12:13
Engin veiði?
Nýi Kaupþing banki hefur ekki keypt nein veiðileyfi fyrir næsta sumar og tók heldur ekki við neinum veiðileyfum af forvera sínum. Bankinn hefur engar fyrirætlanir um að kaupa veiðileyfi næsta sumar.
Svo mörg voru þau orð. Greyi strákarnir komast ekki í veiði á okkar kostnað, þetta er mikil fórn, getum við ekki slegið saman og boðið þeim í eitthverja sprænu?
Kaupa engin veiðileyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.1.2009 | 12:52
Þið eruð ekki mín stjónvöld!
Stal þessari setningu frá Jenný Önnu (vona að þú fyrirgefir mér stuldinn) en hún er svo frábær að það verður að endurtaka hana.
Nú er utanríkisráðherra á leið í geislameðferð og óska ég henni alls hins besta. Það hefði verið lag að slíta stjórnmálasambandi við morðingjana í Ísrael áður en út var haldið, þá meina ég ekki persónulega heldur opinberlega því ég lýsi persónulega yfir andúð minni á framkomu þeirra en það kemur ekki að miklum notum.
Skattstjóri reynir að rekja sundur auðmannaspillinguna og finna út hverjir eiga hvaða aura í spillingarsukkinu sem hér hefur viðgengist. Talandi um það, hvernig er hægt að fólk sem gefur upp lágmarkstekjur getur átt eignir upp á tugi milljóna. Hér í bæ eru verslunareigendur sem eiga hús og bíl og sumarbústað osfrv. en gefa upp lægstu laun verkamanns. Þau eru oft notuð sem dæmi um undanskot frá skatti. Mættum við svo ganga í það verk þegar þessari rannsókn er lokið. Þetta er gat sem mætti stoppa í á þessu gatslitna sokki sem skattakerfið er.
Eitthverra hluta vegna náði ég að tengja við frétt Mb. af atburðunum þegar Víkingasveit Seðlabankans mætti í hóp mótmælenda, áður en því var hætt. Ef að orðbragðið við kommentin var svona slæmt þá held ég að það mætti bara loka sjoppunni. Annað eins hefur nú sést hér á blogginu. En það er kannski ekki um rétta menn eða atburði? Fuss og svei og skammist ykkar. Haldi þetta áfram er ég ansi hrædd um að bloggarar flytji sig af þessu bloggsamfélagi hér. Spurning hvort bloggarar leigi sér sér lén sem heldur eingöngu út bloggi? Tíkall á mánuði á kjaft?
Fyrirsögnin segir allt sem býr í mínu brjóst gagnvart ríkisvaldinu. Þið eruð ekki mín stjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar