..Ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju, með saltfisk í hjartastað...

Svo mælti Steinn Steinarr fyrir margt löngu síðan. Það er ekki að sjá að mikið hafi breyst á  þeim tíma sem liðinn er síðan skáldið reit þessi orð.

Lítið sést til stuðnings Sjálfgræðgisflokksins við öll góð mál á þingi, eins og Geir lofaði, burtséð frá því að þau séu í stjórnarandstöðu.  Ekki það ég hafi haldið niðri í mér andanum. Okkur berast myndir af skellihlæjandi þingmönnum við málþóf á meðan landið brennur.

"Stétt með stétt" er kosningaslagorð Guðlaugs Þórs, þetta væri fyndið ef það væri ekki grátlegt. Það er enn fólk sem kaupir þetta. Samkvæmt könnunum fær flokkurinn enn um 30% fylgi.  Hvað er þetta með blindu fólks á tengingu hrunsins og þeirra sem sátu í stjórn undanfarna áratugi? Það er víst rétt, að þeir sem halda áfram að kjósa þá sem halda á svipunni, séu ekki mikið að hugsa um stjórnmál eins og HHG sagði í frægu viðtali. Græða á daginn og grilla á kvöldin er svo sannarlega rétt lýsing á fylgismönnum flokksins.

Ekkert varð úr blysför að heimili JS.  Guði sé lof og dýrð. Konan er búin að frábiðja sér formennsku er það ekki nóg? Svona persónudýrkun er bara ekki í lagi í mínum kokkabókum. Þó ég hafi allt gott um JS að segja. 

 Ég fagna mjög aðkomu Joly að rannsókn á bankahruninu. Það þarf utanaðkomandi til að gera slíkt vegna tengsla og krosstengsla í okkar litla þjóðfélagi. Á ekki að fjölga fólki við þessa rannsókn? Samkvæmt henni þarf 20-30 manns í þetta verk. Koma svo, við eyðum örugglega pening í verri verkefni en það.

Bæjarstjóri Ísafjarðar vill að öll laun lækki niður í 500.000- kall. Þó það nú væri í þessu óæri sem hér ríkir. Ofurlaun og bitlingar ættu að tilheyra fortíðinni. 

Ekki líst mér á tillögu Framasóknar um flatan niðurskurð á skuldir. Það þurfa ekki allir á slíku að halda. Hér er enn fólk sem hefur það bara gott. Hér þarf að setja þak, launaþak eða hámark niðurfellingar eða bæði. Þar erum við AGS sammála.

Annars er það helst af mér að frétta að ég hef legið alla vikuna í flensu. Er að reyna að drullast á lappir og  gera eitthvað af viti. Eins og ofanritaða upptalningu. Það mætti halda að ég þyrfti að halda utanum register á því sem hefur verið að gerast. W00t

Hún dóttla mín ætlar að eyða helginni með mömmu. Hlakka svo til að fá hana, gefa henni gott að borða a la mamma og knúsa hana. Hún á það nú líka til að kúra í mömmubóli þá hún sé rétt skriðin á þrítugsaldurinn. 

Góða helgi elskurnar mínar allar saman. Já, og áfram Ísland!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Silla mín, geri það sko örugglega.

Rut Sumarliðadóttir, 13.3.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvar ætli þeir séu sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn, enginn á mínum vinnustað. þar sem eru a.m.k. 40 manns.  Það viðurkennir það enginn.

Spurning hver það er sem gerir kannanirnar.

Græða á daginn og grilla á kvöldin.  HHG er einn af aðal hugmyndasmiðum íhaldsins. og það lýsir ágætlega gáfnafari þeirra sem kjósa það.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.3.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nú eru þeir allir komnir í skápinn? Spyrjum að leikslokum þegar úrslit kosninganna koma í ljós. Það var þá hugmyndasmiðurinn, omg, ótrúlegt að fólk sé svona mikil fífl og hlusti á þennan mann! Enda fylgjendurnir fólk sem er ekkert að pæla í pólitík og eltir bara forystusauðinn. En frjálshyggjan er gengin sér til húðar eins og dæmin sanna.

Rut Sumarliðadóttir, 13.3.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég held að þeir ættu að sjá sóma sinn í að vera bara inn í skáp og koma ekki út fyrr en eftir kosningar og meina ég það bókstaflega.

Vonandi hristir þú flensuna úr þér á nóinu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.3.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ég kýs ekki  sjálfstæðið( haa) en það gera margir og það fullt af fólki sem mér þykir vænt um. Fólk verður að eiga það við sjálft sig og standa undir því. Knús og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.3.2009 kl. 01:01

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Njóttu helgarinnar með dóttur þinni - það eru verðmæti!

Soffía Valdimarsdóttir, 14.3.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dúna mín, það geri ég líka. En mér finnst það skortur á skynsemi að kjósa aftur og aftur yfir sig þá sem kúga mann. Og hana nú!

Fía lita, takk fyrir það. Þau eru mestu verðmætin fólkið okkar. Ekki spurning.

Rut Sumarliðadóttir, 14.3.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.