Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
23.4.2009 | 13:51
Gleðilegt sumar.
Gleðilegt sumar elskurnar mína! ekki það að það sé mjög sumarlegt hérna á Reykjanesskaganum, rigning og rok, aldrei þessu vant. Og snjóaði í nótt. Það ku vera forboði um gott sumar að vetur og sumar frjósi saman. Vonum að satt reynist.
Korter í kosningar, mikið svakalega er ég orðin spennt fyrir útkomunni. Er annars orðin svooooooooo leið á pólitík og spillingu og aðgerðarleysi að það hálfa væri nóg. Eins og sést á bloggleti minni. Kannski það lagist með hækkandi sól og vonandi betri ástandi hjá þjóðinni.
Ef ég fæ enn einn bæklinginn með brosandi frambjóðendum inn um lúguna held ég bara hreinlega að ég æli. Fer beint í ruslið. Segi eins og Davíð að það hefði mátt spara þessi yndisfögru tré mín vegna.
En..... gleðilegt sumar, ekki veitir af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.4.2009 | 13:57
Jasper, Kasper og Jónatan.
Eruð þið ekki að fíflast í mér! Krufning á Torbjörn Egner er einmitt það sem þjóðin þarf á að halda! Á þetta að hala inn atkvæði?
Ef þetta á að auka virðingu fyrir störfum Alþingis er ég hrædd um fólk vaði í villu og svíma. Á fólkið í landinu að setja traust sitt á ykkur? Það veitti ekki af nokkrum Soffíum á ykkur til að taka til hendinni eftir ræningjana og þá sem lögðu blessun sína yfir rányrkjuna. Bókstaflega.
Þessi skrif eru í boði borgara sem er ekki alveg að kaupa það að slíkt sé boðlegt.
Áfram Soffía frænka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.4.2009 | 14:49
Gleðilega páska.
Gleðilega páska elskhugar mínir til sjávar og sveita, nei, nei, gleðilega páska öll. Hafið það sem best um helgina og ekki eta á ykkur gat eftir föstuna. Eru ekki allir annars búnir af fasta fyrir páska?
Ég er svona Emma (Rutla) öfugsnúna og ætla að fasta eftir páska. Alltaf svo óþekk. Nei í alvöru þá ætla ég af fasta í 10 daga og bara drekka ýmsa góða vökva er að leita að uppskrift af slíkri föstu. Ef einhver á slíkt í fórum sínum væri það vel þegið.
Gleðilega páska og hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
4.4.2009 | 13:13
Dúddelídúddelídæ.
Það er komið svo illa fyrir mér að ég læðist að tölvunni á morgnana og bíð eftir hryllingi dagsins á síðum blaðanna. Hvað skyldi það vera í dag eða slepp ég í þetta skipti? Hvenær kemur aftur dagur þar sem það er hægt að drekka morgunkaffið án þess að fá æluna í kokið? Trúa því að lóan sé í alvöru komin og bráðum komi vor. Ég var ekki spurð álits þegar við vorum skráð sem hamingjusamasta þjóð heimsins. Augljóslega.
Það eru þó einstaka atvik sem lýsa upp daginn. Eitt slíkt er Árni eyjapeyi. Hann dúddelíast í pontu Alþingis og tekur lagið fyrir þjóðina. Það er auðvitað gert til þess að virðing fyrir hinu hávirðulega Alþingi aukist hjá landsmönnum.
Ég veit ekki með ykkur en virðing mín fyrir þessari stofnun er í miklum lægðum þessa dagana. Ekki tókst Árna að að hækka þröskuldinn né félögum hans í Flokknum. Þar kemur hver kjafturinn í pontu á eftir hinum og þvælir og þrasar um eitt mesta hagsmunamál íslendinga; breytingar á stjórnarskránni. Allir eru voða foj yfir að vera ekki spurðir álits. Að stjórnin ætli þessu máli í gegn með eða án samþykkis Flokksins er auðvitað helber dónaskapur við stjórnarandstöðuna. Öðruvísi mér áður brá. Mikið svakalega kann Flokkurinn illa að vera í stjónarandstöðu.
Mætti ekki fá Dodda til að vera með smá uppistand? Árni tekur lagið og Doddi segir brandara um einhvern sjúkdóm og allir klappa lof í lófa? Það gæti hugsanlega dregið þjóðina að sjónvarpinu til að horfa á háæruvert Alþingi. Og auðvitað aukið virðingu fyrir því í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar