Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Engin veiði?

Nýi Kaupþing banki hefur ekki keypt nein veiðileyfi fyrir næsta sumar og tók heldur ekki við neinum veiðileyfum af forvera sínum. Bankinn hefur engar fyrirætlanir um að kaupa veiðileyfi næsta sumar.

Svo mörg voru þau orð. Greyi strákarnir komast ekki í veiði á okkar kostnað, þetta er mikil fórn, getum við ekki slegið saman og boðið þeim í eitthverja sprænu?  


mbl.is Kaupa engin veiðileyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð ekki mín stjónvöld!

Stal þessari setningu frá Jenný Önnu (vona að þú fyrirgefir mér stuldinn) en hún er svo frábær að það verður að endurtaka hana.

Nú er utanríkisráðherra á leið í geislameðferð og óska ég henni alls hins besta. Það hefði verið lag að slíta stjórnmálasambandi við morðingjana í Ísrael áður en út var haldið, þá meina ég ekki persónulega heldur opinberlega því ég lýsi persónulega yfir andúð minni á framkomu þeirra en það kemur ekki að miklum notum.

Skattstjóri reynir að rekja sundur auðmannaspillinguna og finna út hverjir eiga hvaða aura í spillingarsukkinu sem hér hefur viðgengist. Talandi um það, hvernig er hægt að fólk sem gefur upp lágmarkstekjur getur átt eignir upp á tugi milljóna. Hér í bæ eru verslunareigendur sem eiga hús og bíl og sumarbústað osfrv. en gefa upp lægstu laun verkamanns. Þau eru oft notuð sem dæmi um undanskot frá skatti. Mættum við svo ganga í það verk þegar þessari rannsókn er lokið. Þetta er gat sem mætti stoppa í á þessu gatslitna sokki sem skattakerfið er.

Eitthverra hluta vegna náði ég að tengja við frétt Mb. af atburðunum þegar Víkingasveit Seðlabankans mætti í hóp mótmælenda, áður en því var hætt. Ef að orðbragðið við kommentin var svona slæmt þá held ég að það mætti bara loka sjoppunni. Annað eins hefur nú sést hér á blogginu. En það er kannski ekki um rétta menn eða atburði? Fuss og svei og skammist ykkar. Haldi þetta áfram er ég ansi hrædd um að bloggarar flytji sig af þessu bloggsamfélagi hér. Spurning hvort bloggarar leigi sér sér lén sem heldur eingöngu út bloggi? Tíkall á mánuði  á kjaft?

Fyrirsögnin segir allt sem býr í mínu brjóst gagnvart ríkisvaldinu. Þið eruð ekki mín stjórn.

 


Kommonistadrullusokkur!

Já, halló Hafnarfjörður, ætlar þú að reka okkur heim fasistadrullusokkur? Ekki víkur þú þó þú vinnir í ríkisstofnun sem hefur tekið fullan þátt í að setja þjóðina á hausinn. Líttu þér nær félagi.

Er kannski málið að það er farið að senda fólk inn í mótmælendahópinn til að skapa sundrung. Það skyldi þó aldrei vera. Þá er hægt að kalla okkur skríl ekki satt.

Drullaðu þér sjálfur heim, hvað ert þú og þínir samstarfsmenn ekki búnir að skemma. Farið hefur fé betra.

Kommonistadrullusokkakerlingin. 


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, guði sé lof og dýrð..eða hausinn af sagði spaðadrottningin!

2009. Hvað skyldi það ár bera í skauti sér. Eftir mærðarræðu forsætisráðherra um að axla ábyrgð ( vinsæll frasi ) og hertar reglur og eftirlit með fjármálamörkuðum, axlar samt enginn ábyrgð og allir sitja enn, Geir hvar á að byrja? Nú vil ég sjá þig og þína ganga fram og standa við orðin og byrja í ykkar heimaranni. Þar sem þú ætlar greinilega að sitja " í meðvindi sem mótvindi" eins og það hét í ræðunni. Eða eitthvað álíka gáfulegt um það að þú víkjir ekki sjálfur, æðsti ráðamaður þjóðarinnar, sem berð mesta ábyrgð sem slíkur.

Sjálfsagt full vongóð um að orð mín nái eyrum Geirs eða hans meðreiðarsveina. Eða það sé yfirhöfuð hlustað á venjulegan borgara sem er löngu búinn  að fá nóg af orðum og vill sjá hausa fjúka og óhæft fólk látið fara. 

Engin áramótaheit þetta árið enda ekki nokkur leið að vita hvað það ber í skauti sér. Verð ég orðin heimililaus betlarakerling áður en árið er á enda? Áramótaheit um að hætta að reykja eða fara í líkamsrækt eru bara svo lítilsgild miðað við stærð vandans sem við þurfum að takast á við.  

Við íslendingar erum engir aumingjar og seinþreytt til vandræða þegar það kemur að því að mótmæla stjórnvöldum.  Við höfum látið allt of mikið yfir okkur ganga undanfarin ár með því að greiða óheyrilega háa vexti og verðbætur (séríslenskt fyrribæri, af hverju skyldi það vera?) sem hafa gert útráðsarvíkingunum og þeirra pótentátum kleyft að safna auði sem er tekinn úr okkar buddum og settur í einkaþotur, skútur og fyrirtæki í útlandinu sem örfáir fá arðinn af. Nú held ég að við séum búin að fá nóg og látum ekki bjóða okkur þetta lengur. 

Gott og gleðilegt nýtt byltingarár! Megi sem flesti hausar fjúka á árinu.

P.s. þetta er full nafn samkvæmt Þjóðskrá, á enga alnöfnu. Bara svo það sé á hreinu. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.