Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Rúni Júll látinn.

Rúni Júll er látinn. Það er mikill missir fyrir Keflvíkinga að hann er farinn úr mannlífsflórunni, hann var allt í öllu hér þegar kom að tónlist. Rúni lýsti því yfir á sínum tíma að hann kallaði Keflavík aldrei Reykjanesbæ og þar er ég sammála honum. Fáir hafa staðið jafn lengi á sviðinu og hann og einhvernveginn tókst honum alltaf að vera ferskur. Þau voru mörg meyjarhjörtun sem slógu hraðar þegar hann birtist á sviðinu. Ég var ein af þeim sem var svo fræg að sjá hann í gamla Glaumbæ (já, smyglaði mér inn) sveifla sér, ber að ofan. Ubertöffari. En eitt sinn verða allir menn að deyja.

Vil votta fjölskyldu hans og aðstandendum samúð mína.

 


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga og brosa.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, ætlar ekki að skýra viðskiptanefnd Alþingis frá vitneskju sinni um hvað varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann á sínum tíma. Ber Davíð fyrir sig bankaleynd.

Með öðrum orðum: Ykkur kemur það bara ekkert við að á ykkur eru sett hryðjuverkalög, þegið þið bara. Hér ræð ég. Pay and smile enda erum við hamingjusamasta þjóð í könnunum langt aftur í tímann. Hélt annars nokkur að Doddi hrykki úr gírnum? Enda tilheyrir Jarpur ekki halelújakór Dodda en mig grunar að Doddi hafi notað sömu aðferðarfræði og við landann. Skrítið að Jarpur skyldi bregðast svona við eða þannig.

Manninum er ekki viðbjargandi.


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarpið um rannsóknanefndina hverjir eru á bak við það?

Vil endilega benda fólki að lesa þessa færslu hjá spámanninum. Copy/pastaði hana hér. Verði ykkur að góðu!: 

Samkvæmt frumvarpinu um rannsóknarnefndina er það tilgangurinn.  Gott og vel. Skoðum samt aðeins hverjir ætla að leita sannleikans. Sturla Böðvarsson (xD) semur, ásamt aðstoðarmönnum (xD), frumvarpið. Birgir Ármannsson (xD) er fomaður allsherjarnefndar sem fjallar um frumvarpið, svo kemur rúsínan í pylsuendanum, liklegt er að Páll Sveinsson (xD) hæstarréttardómari muni leiða rannsóknarnefndina. Hafa ber í huga að Páll þessi Sveinsson er fyrrum skósvein Davíðs Oddsonar (xD) og Geir H. Haarde (xD). Hvernig haldið þið að hann hafi orðið hæstaréttardómari?

Það er nokkuð ljóst að undanfarnar vikur hafa bankamenn staðið vaktina við tætaranna og því er fáránlegt til þess að hugsa að þessi vinna á að taka ár. Mér er fyrirmunað að skilja hvaða sannleik þeir ætla að finna úr þessu annan en þann sem er þeim þóknanlegur. Þessi rannsókn mun aðeins fara fram EINU sinni. Munið það kæru landar, HÚN VERÐUR AÐ FARA FAGMANNLEGA FRAM.

Með þetta í huga veltir maður fyrir sér hvort það að „leita sannleikans“ sé í raun tilgangur nefndarinnar. Sjálfstæðismenn eru þarna allir í öllu. Ég held að flestir geti verið sammála um það að sú stefna sem hefur leitt okkur til glötunar sé frjálshyggjan. Ríkið á ekki að skipta sér að markaðnum, markaðurinn leiðréttir sig sjálfur, því meira frelsi því betra, það er gott að græða á daginn og grilla á kvöldin o.s.fr.v. Ég ásamt fleirum erum hrædd um að tilgangur „réttarrannsóknarinnar“ sé fyrst og fremst að finna einhverja einstaklinga til að skella sökinni á. Þar af leiðandi róast almenningur og við sitjum eftir með sama viðbjóðslega kerfið sem þessir háu herrar uppnefna lýðræði. Þið skuluð ekki gleyma því að hugtakið löglegt en siðlaust er ekki bara hugtak á Íslandi. Hvar er allt menntafólkið okkar? Af hverju eru þau ekki að mótmæla Þessum vinnubrögðum?  Eru háskólarnir á landinu bara heilaþvottastöðvar flokkanna?

Flokkurinn fyrst! Ekki gleyma því heldur.


Kjararáð til hvers?

Þar með fuku fögur orð um þögn og jólaundirbúning fjandans til. Eina fólkið sem fær launahækkun í þessu árferði eru æðstu menn þjóðarinn sem komu henni í gjaldþrot. Finnst þeim í raun og veru að þau eigi skilið að fá klapp á bakið? Fólki er sagt upp í hundruða tali eða tekur á sig launalækkun en ekki þau, nei, þeir hafa náttúrulega staðið sig svo vel að það þarf að umbuna þeim. Með eftirlaunum og launahækkun.

Hvað ætli kosti okkur að hafa slíkt ráð? Getur einhver sagt mér það? Hvers vegna sitja ekki allir ríkisstarfsmenn við sama borð og semja um sitt kaup og sín kjör? Er ekki tími sparnaðar og aðhalds og niðurskurðar? Útaf með þetta ráð, það hefur sýnt í gegnum tíðina að það er algerlega úr takti við allt annað í landinu. Varla er þetta ráð eyland sem þjóðarskútan getur ekki syglt upp að.

Eftirlaunaósóminn staðfestur með smávægilegum breytingum og núna úrskurður kjararáðs um launahækkun til þingmanna. Af hvaða þjóðflokki er þetta fólk?

Ég er alveg á leiðinni að kaupa rauða málningu og kasta henni á þingið.


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg um bloggleti og smá jólapælingar og framtíðarpælingar og já, Bing Crosby.

Hef verið afar löt við bloggið undanfarið. Eins og ég hafi farið úr gírnum þegar tölvan bilaði og netsambandið datt úr. Svosum ekki skrítið því lítið lætur maður í sér heyra í svoleiðis ástandi.

Er komin með upp í kok (afsakið meðan ég æli) í bili, af allri umræðu um hrun og fall og vexti og verðbætur. Þó það verði til þess að hinn sanni jólaandi fær áður óþekkt tækifæri til að sanna sig. Nú verða jólagjafir í smærri kantinum og það er bara allt í lagi svo lengi sem við fjölskyldan getum verið saman. Enda aldrei verið mjög kaupglöð manneskja og ein af fáum konum, skilst mér, sem finnst afar leiðinlegt að versla.

Nú tíðkast vöruskipti sem aldrei áður. Nonni frændi getur reddað hangikjötslæri og Gunna frænka bakar laufabrauð. Skipti út dúkum og jólamat. Örugglega ekkert sérstaklega gott fyrir hagkerfið að fólk stundi svona viðskipti en hvað skal gera?

Er að reyna að tala mig í jólastuð en það gengur hálf brösulega það er að segja að fara í þrif og skreytingar innan húss. Gigtin setur eðlilega strik í reikninginn en letin enn stærra strik. Hæst ber þó óttinn um hvað tekur við? Á ég yfirhöfuð heimili á næsta ári? Kannski tekur löggan mig við að ganga örna minni á Austurvelli? Verður það jólagjöfin frá stjórnvöldum á næsta ári? Er það framtíðarsýn okkar sem stólum á að ríkið greiði okkur örorkulífeyri sem hægt er að lifa af? Það hefur nú verið krukkað í hann áður. Jóhanna, við treystum á þig. Væri ekki í fyrsta sinn sem byrjað á að taka af þeim sem minnst hafa. Þeir sem stela mest ganga hins vega lausir. 

Gat nú verið að ég nefndi sjórnvöld og spillingu. Lofa að gera það ekki aftur í bili.

Þetta er hins vegar alltaf spilað heima hjá okkur við jólaundirbúninginn, vona að þið getið nota þetta við að komast í jólaskapið.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.