8.4.2009 | 14:49
Gleðilega páska.
Gleðilega páska elskhugar mínir til sjávar og sveita, nei, nei, gleðilega páska öll. Hafið það sem best um helgina og ekki eta á ykkur gat eftir föstuna. Eru ekki allir annars búnir af fasta fyrir páska?
Ég er svona Emma (Rutla) öfugsnúna og ætla að fasta eftir páska. Alltaf svo óþekk. Nei í alvöru þá ætla ég af fasta í 10 daga og bara drekka ýmsa góða vökva er að leita að uppskrift af slíkri föstu. Ef einhver á slíkt í fórum sínum væri það vel þegið.
Gleðilega páska og hafið það sem best.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við, sem förum samviskusamlega eftir hinu kristilega tímatali, virðum að sjálfsögðu föstuna
Njótum síðan páskalambsins og liggjum alsæl í kjötsvima eftir páska
Meðan sumar þumbast við í þvermóðskufullu detoxi -á kolröngum tíma !
Rut, Ekki gera þetta; fer illa með efnaskiptin og þú verður ógeðslega svöng.
Svo gætir þú líka orðið mjórri en við hinar og það er harðbannað
Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 15:13
HH er nú þegar orðin mjórri en flestar mínar jafnöldrur! Enda með svona grönn gen og búin að farga aukakílóunum sem komu á breytingaraldrinum.Og aldrei verið tröstespiser. Enda ekki gert í þeim tilgangi.
Hef einmitt heyrt að þetta sé svo gott til að losna við öll e-efnin og önnur slík ullabjökk. Og fyrir gigtarkerlur eins og mig. Gerði þetta í gamla daga, svona í framhaldi af baunaréttum og öðru slíku hippastússi sem þá tíðkaðist og mig minnir bara að þetta hafi farið vel með mig.
Fólk af ýmsum trúarbrögðum gerir þetta sem hluta af því að rækta sína trú og hafa gert um þúsundir ára svo þetta er nú ekki runnið undan rifjum Jónínu Ben. Nú ef þetta gengur illa þá er bara að hætta föstunni, alveg laus við hræðslu við að skipta um skoðun. Og ríf þá bara í mig steikur.Og segi hí á mig.
Rut Sumarliðadóttir, 8.4.2009 kl. 15:35
Lucky Girl ! Er bara svona abbó út í ykkur sem skellið ykkur í heilsuátökin.
Veit líka að Jónína fann ekki upp detoxið.
Aths. hér að ofan var líka runnin undan rifjum konu, sem fer eftir ráðum Barböru Cartland sálugrar:
"When a woman gets to a certain age, she has to choose between a lovely face and a lovely behind. My advice has always been; Have a lovely face -and sit down"
Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 16:53
Ég veit að þú veist að ég veit eða veit ég það ekki svo gjörla!! Er nú mest að gera þetta vegna hel.... gigtarinnar, það gaukaði því einhver að mér um daginn að fasta væri góð vegna hennar. En er þakklát fyrir grönnu genin en fékk svo hin sem ég er ekki eins hamingjusöm með og það eru hrukkugenin, hún amma mín að vestan var eins og skorpinn leðurpungur. En það er líka bara kannski vegna þess að það vantar fitu undir húðina. Vandlifað.
Þetta eru trúlega bestu skrif Barböru!
Rut Sumarliðadóttir, 8.4.2009 kl. 17:18
Sko ég er alltaf að reyna að vera í fitun en gengur hægt, hef hérumbil fastað núna fyrir páskana=haft litla matarlyst vegna pesta sem hafa mjög gaman af að hrjá mig. Silla tók öll fitugenin, ég fékk engin(fá). Gleðilega páska og hafðu það gott.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 8.4.2009 kl. 23:47
Æ ætlarðu að fasta?
Þann fjanda reyndi ég einu sinni. Var orðin svo veik á þriðja degi að mér leist ekki á blikuna. Kannski var ég bara svona baneitruð.
En gangi þér allt í haginn og gleðilega páska!
Soffía Valdimarsdóttir, 9.4.2009 kl. 00:04
Sælar stúlkur mínar, held að það sé algengt hjá konum að bæta við sig með aldrinum, ég bætti á mig ca. 7-8 kílóum á breytingskeiðinu sem gerði auðvitað gigtina verri því skömmin sú er mest í hnjánum. Gigtarlæknirinn sagði mér að ég þyrfti að léttast sem ég og gerði með því að borða minna af öllu og hreyfa mig meira. Hef alltaf verið grönn frá barnsaldri og núna finnst mér ég þekkja kroppinn betur því hann er orðinn eins og mér finnst hann eiga að vera.
Ef ég verð veik af föstunni þá bara ríf ég í mig næstu steik! Ekki flóknara en það, er löngu hætt að taka sjálfa mig svo alvarlega að ég geti ekki skipt um skoðun.
Þið systur; misskipt mannanna gæðum, sumir fá fitugen og aðrir hrukkugen, munið þið hvað hún amma í Stíghúsum var hrukkótt? Ég fékk þau gen.
Rut Sumarliðadóttir, 9.4.2009 kl. 11:53
Rut ekki fasta það er stórhættulegt, í fúlustu alvöru.
Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 18:20
OMG nú eruð þið farin að hræða mig!
Rut Sumarliðadóttir, 10.4.2009 kl. 09:50
Rut, þú varst grönn þegar við kynntust og þú varst grönn þegar ég sá þig síðast. Gerðu bara það sem hugur þinn segir, ef fastan meiðir þig þá hættir þú..... ég hef fitnað eftir hverja föstu og hverja megrun, þannig að þú veist að það gæti hent þig líka þó svo þú hafir grönn gen
Ólöf de Bont, 10.4.2009 kl. 15:54
Gleðilega Páska
Kannastu við þetta:
http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/850089/#comments
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:02
Nú er ég orðin skíthrædd og eiginlega bara hætt við heilbrigðið! Held ég verði að endurskoða áætlun mína og lesa mig til um ágæti föstunnar!
Rut Sumarliðadóttir, 11.4.2009 kl. 12:42
Nýpressaður rauðrófusafi á tímanum frá 8:30 til 12:00
Grænt te frá 12:00 til 15:00
Tær grænmetissúpa frá kl. 15:00 til 20:00
Alíslenskt kranavatn frá átta á kvöldin til átta þrjátíu morgunin eftir. Rauðrófusafinn verður að vera a.m.k. 1 líter og sömuleiðis af grænu te og tvo íítra af súpunni. Þetta í þrjá daga og síðan alla þá ávaxtasafa sem þú getur belgt þig út af, en þeir verða að vera ferskir og án viðbætts sykurs. Og á ég þá einnig við gerfisykur. Kaffi verður þú að láta vera í tíu daga.
Þú munt líta út eins og nýútgefin Guðsgjafaþula eftir tíu daga. Og verða þá bæði menn og konur svo hugfangin af þér að þú munt verða að bera slæðu til að forðast óþægilegt áreiti.
Gleðilega páska elskan.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.4.2009 kl. 21:34
GLEÐILEGA PÁSKA!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.4.2009 kl. 04:10
Gleðilega páska....
Gulli litli, 12.4.2009 kl. 08:02
Gleðilega páska....með eða án ....föstunnar.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.4.2009 kl. 10:34
Gleðilega páska sæta og hafðu góðann dag, höfum það gott á Hótel mömmu á Húsavík bara gamann og mikið borðað.
Dóra kroppur (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:42
Gleðilega páska öll.
Dóra kroppur, ekkert meira hótel mamma hjá mér, ég er hótel mamma
Imba sæta, takk fyrir uppskriftina, fæ lánaða slæðu hjá mömmu þegar ég yndisfríð eftir föstuna læt sjá mig á götum úti. Ef ég hætti ekki við eftir margar viðvaranir.
Rut Sumarliðadóttir, 12.4.2009 kl. 12:14
Ég var nú einu sinni að vinna hjá manni sem fastaði alltaf á mánudögum og lét þá bara ofan í sig grænt te frá því hann vaknaði og þangað til hann sofnaði. Hann var mikið í lífrænum mat ( eða já, eingöngu) og alltaf á mánudagsmorgnum rölti hann um vinnustaðinn, með stóran bolla af grænu og þangað til maður stimplaði sig út. Hann var grannur og spengilegur sá. Farðu samt varlega í þetta mamma mín - þú verður að fá næringu, mér finnst þú alltaf sæt.
Védís (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:24
Ooo elsku ástarengillinn minn. Takk.
Fer varlega í þetta, ætti kannski að taka upp takta þessa manns og fasta bara einn dag í viku.
Rut Sumarliðadóttir, 15.4.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.