Jésú bróðir besti.

Davíð og Jesú voru ranglæti beittir. Allir voru voða vondir við þá sko. Að lokum voru þeir krossfestir, Jesú á krossinum og Davíð með sleifum og pottum sem vinstri stjórnin sigaði á hann.

Eini munurinn á Davíð og Jesú er sá að Davíð talar um verkamannflokksmann af lítilsvirðingu. Jesú bauð hins vegar alls konar minni máttar til sín. Allir sem þjóna Davíð er hins vegar í heldri manna flokki og ekki í neinum skítaverkamannaflokki.

Þessi vinstri stjórn er svo að ráða einhverja útlendinga til starfa, það kann ekki góðri lukku að stýra. Við íslendingar erum miklu betri í þessum málum eins og dæmin sanna. 

Svo leynast líka vondir menn í flokki Davíðs sem eru að koma með tillögur sem eru arfavitlausar. Þeir áttu auðvitað að fá blessun foringjans áður en þeir felldu yndisfögur tré til að dreifa þessum skrifum.

Þessi skrif eru í boði Sjálgræðgisflokksins sem vill ekki missa auðlindirnar úr höndum sér. 

 

 

 

 


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að Davíð sé skelfilega veikur maður

Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég held ekkert um það.

Rut Sumarliðadóttir, 28.3.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kvöldið er fagurt og sól er sest.  Í dag er ég glaður en vil ekki deyja.........

Í allt of góðu skapit til að hugsa meira um Dabba drusl.

til hamingju með Jóhönnu, Dag og okkur ölllllllllllllllllllllll!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og sömuleiðis Imba mín, flott úrslit.

Rut Sumarliðadóttir, 28.3.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Davíð varð fyrir miklu áföllum, fyrst þegar hann hætti að vera valdamesti maður landsins og svo aftur þegar hann hætti að vera valdamesti maður landsins bak við tjöldin.

Við þessi áföll þróaðist í honum sjúkdómur sem kallað er píslavættis heilkennið. 

Rætu þess eru vanmáttartilfinning, ótrú á eigin verðleika og skömm á sjálfum sér.

Einkenni þess eru örvæntingarfullar og oft ómarkvissar árásir á annað fólk eða umhverfi sitt, sjálfsmeðaumkun í tali og sjálfs einangrun.

If the glove fits, wear it

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2009 kl. 21:25

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóka, Sirkus Geira Smart. 

Einmitt Svanur, ekki gleyma Messíasarkomplexum í bland 

Rut Sumarliðadóttir, 28.3.2009 kl. 21:54

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svanur: Mætti nefna orð eins og kleyfhugasýki ?

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 22:03

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

HAhA Davíð er stórt barn sem fékk ekki nógu mikla athygli þegar hann var lítið barn. Góð skyl greining hjá mér.

 Annars kveðja til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 01:02

10 Smámynd: Eygló

Nú keyrði um þverbak. Veit ekki hvort ég hlæ að Davíð eftir þetta, þótt ég hlæi að því sem hann hefur sagt. Maðurinn hlýtur að vera drullulasinn.

Eygló, 29.3.2009 kl. 02:01

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Hérna er ræðan hans í fullri lengd skipt í 4 parta þar sem hann gat bullað í næstum 37 mín ! svo er þarna smá áramótaglens úr 1985 skaupinu

Sævar Einarsson, 29.3.2009 kl. 02:15

12 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það er rétta orðið yfir hegðun Davíðs píslavættis heilkenni,(Svanur Gísli) mikið skelfing vorkenni ég honum það hlýtur að vera erfitt að vera hann. Eins og Eygló sagði þá hlýtur hann að vera drullu lasinn.

Sigurveig Eysteins, 29.3.2009 kl. 04:20

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góðan og blessaðan daginn öll, takk fyrir innlitin. Sævarinn takk fyrir myndbandið, verst hvað það er langt í næsta skaup! Af nógu er að taka. Held bara að ég sé búin að tæma tankinn í bili og ætla að láta þetta duga og vona að einhver verði til þess að opna augu þeirra sem standa manninum nálægt svo hann geti fengið þá hjálp sem hann sárlega þarf.

Rut Sumarliðadóttir, 29.3.2009 kl. 12:36

14 Smámynd: Gulli litli

Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann.....

Gulli litli, 3.4.2009 kl. 09:18

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað með allt fólkið sem hyllti hann og hló að Alzheimerbröndurunum osfrv.  Þarf það ekki hjálp líka ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 09:22

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gulli, Steinn var forspár eða hvað?

HH, það finnst mér, fór um mig þegar fólkið reis úr sætum með lófataki.

Annars er ég pirruð á því að hann Doddi skuli valda svona miklu fjaðrafoki þó hann sé farinn af sjónarsviðinu. Líka hjá mér. Maðurinn er auðvitað allsber en enginn þorir að segja honum það.

Rut Sumarliðadóttir, 3.4.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband