Landið brennur.

Fólk kveikti elda á Lækjatorgi í gær. Allir voða hneigslaðir sko. Rumpulýður sem veit ekki hverju það er að mótmæla. Sama með mótmælendur við Bleðlabankann. Tómur skríll.

Halló þið þarna á Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að hætta með frammíköll og málþóf og gera eitthvað af viti. Landið brennur! Hvar eru aðgerðirnar til að bjarga heimilunum? Hvar er niðurfelling af hluta af lánum vegna íbúðakaupa, hvort sem það er með því að ríkið eignist hlutann eða hreinlega afskriftir, sumir hafa nú fengið svoleiðis fyrirgreiðslu, er það ekki? 

Hvar er afnám verðbótanna sem er að ganga frá heimilunum á meðan þið rífist eins og krakkar á þingi? Skuldir heimilanna hefur margfaldast, bara ef þið vissuð það ekki. Og halda því áfram dag frá degi. Við eigum ekki 80 daga. Það eru ekki til peningar hjá Jóni og Gunnu til að borga þetta. Á þinginu heyrist bara hann sagði, hún sagði.

Í guð bænum farið nú að hysja upp um ykkur buxurnar og  bretta upp ermar og guð má vita hvað þarf til að þið farið nú að gera eitthvað fyrir okkur óbreytta borgara og sem við finnum á budduni okkar. Plís, gefið okkur von um að við höldum heimilinum okkar og gerið okkur kleyft að standa við skuldbindingar sem eru miklu hærri en við samþykktum í upphafi.

Koma svo.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir allt ofanskrifað.

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Við bíðum. Ennþá.

Rut Sumarliðadóttir, 15.2.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Áfram með smjörið. Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 15.2.2009 kl. 16:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það eru næg verkefni en á þingi eru menn í skrípaleik.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 00:53

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæla konur, verkin tala.

Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 11:40

7 Smámynd: Ólöf de Bont

Koma svo Rut - AB mjólkin hefur hækkað og tómatsósan líka.  Ég hef ekki efni á því að henda mat í stjórnarráðið eða alþingi (ég skrifa með litlum stöfum með ásetningi) .... en ennþá hef ég það betra en margir aðrir.

Ólöf de Bont, 16.2.2009 kl. 12:57

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hehe Ólöf. Þeir sletta skyrinu sem eiga fyrir því?

Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 13:14

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hveitið hefur hækkað 100%

Þetta er ekki skemmtilegt, en vonandi verður vel mætt á Grand Hótel í kvöld.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.2.2009 kl. 19:16

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ætli við værum ekki fljótari að telja upp það sem hefur ekki hækkað. ARG

Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband