19.12.2008 | 10:28
Jólagleði?
Jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur stendur nú yfir. Sendingar út á land eru farnar og fólk af höfuðborgarsvæðinu fær úthlutað í húsnæði Straums í Borgartúni 25. 44% aukning hefur orðið í umsóknum um aðstoð, um 2300 fjölskyldur um allt land fá aðstoð nú en voru 1597 í fyrra. Varlega áætlað má reikna með 2,5 einstaklingum á bak við hverja umsókn sem þýðir að 5.750 einstaklingar njóti aðstoðar, að því er segir í tilkynningu.
Ráðamenn Íslands, verða gleðileg jól hjá ykkur?
Sífellt fleiri leita aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rut þetta er óhuggulegt og ástandið á eftir að versna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:56
Því miður held ég að það sé rétt, sláandi aukning.
Rut Sumarliðadóttir, 19.12.2008 kl. 17:18
Þetta er svakalegt ástand. Kærleikur til þín Rut mín
Kristín Gunnarsdóttir, 20.12.2008 kl. 13:14
Takk og kæleikur til þín Kristín.
Rut Sumarliðadóttir, 20.12.2008 kl. 13:25
Sigrún Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:24
Þetta er auðvitað skelfileg staða. Ég held að ráðamenn þjóðarinnar finnt til sektar, ef ekki, þá eru þeir gjörsamlega siðblindir.
En ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Gaman væri að hitta nokkra valinkunna bloggara á kaffihúsi í janúar og skeggræða ástandið.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.12.2008 kl. 12:53
Sömuleiðis Imba mín, sjáumst á nýju ári, er sko alveg til í kaffihúsaspjall.
Rut Sumarliðadóttir, 21.12.2008 kl. 14:34
Með þessari framkomu sem þeir hafa sýnt þjóðinni á undanförnu, bendir allt til þess að það er ekki mikið til af siðfræði að þvælast fyrir þeim.
Heidi Strand, 21.12.2008 kl. 18:32
Siðferðið er ekkert að þvælast fyrir ráðamönnum, verða gleðileg jól hjá þeim á meðan tæplega 6.000 manns þyrfa að fá matargjafir. Ógeðslegt.
Rut Sumarliðadóttir, 22.12.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.