9.12.2008 | 13:31
Friðsamleg mótmæli, vænleg til árangurs?
Það er hiti í mönnum eins og sést á fréttum s.l. sólarhring. Verkalýðsforkólfar með margföld laun félagsmanna sinna sátu fyrir svörum á fjölmennum borgarafundi. Ofurlaunastefnan lifir góðu lífi þar sem annars staðar, þar er ekki samið um sömu laun fyrir sig og aðra. Hljómar þetta kunnuglega? RÚV, sjónvarp allra landsmanna sjónvarpaði ekki frá fundinum. Þar voru fréttamenn frá útlandinu, verður fróðlegt að sjá og heyra hvað þeir segja um fundinn því glöggt er gests augað.
Ungt fólk sem búið er að binda á skuldaklafa til framtíðar mótmælir svo eftir er tekið. Ég verð að segja að ég samsama mig þessu fólki miðaldra kerlingin. Það er ekki hlustað þegar við mótmælum friðsamlega eins og dæmin sanna undanfarnar vikur og mánuði. Allir sitja sem fastast og glæpamennirnir/þjófarnir sem komu okkur á hausinn ganga allir lausir. Enginn pólitíkus hefur sagt af sér. Mér segir svo hugur að mótmælin eigi eftir að versna og meiri harka verði í þeim. Vonandi eru ráðamenn að skilja að við látum ekki leiða okkur til slátrunar án þess að í okkur heyrist. Má ég frekar biðja um ungt reitt fólk sem er óhrætt við að mótmæla en sinnuleysi yfir því sem er að gerast á landi íss og elda. Það er svo alltaf spurning um aðferðafræðina.
Nú hefur fólk mætt á Austurvelli margar vikur í röð, en enginn heyrir, við erum búin að tala á borgarafundum en erum ekki rödd þjóðarinnar. Er þetta svona hvar er Villi leikur?
Við erum rödd þjóðarinnar og ef þið heyrið ekki í okkur verðum við að taka til okkar ráða. Hvort sem það er að hætta að borga eða mótmæla af meiri þunga en hingað til. Við látum ekki þagga niður í okkur lengur.
Burt með spillingarliðið.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástandið á eftir að versna er ég hrædd um og það á eftir að koma við pyngjuna hjá fólki og margir búnir að missa vinnu og enginn lifir góðu lífi af tómum bótum.
Rut Sumarliðadóttir, 9.12.2008 kl. 21:59
Við verðum bara að mæta alls staðar þar sem mótmæli eru. Ríkisvaldið hefur gengið fram af okkur. það þarf að stoppa þetta áður en allt fer til fjandans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:35
Svooooo sammála
Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:49
Goð!
Myndbandið er líka gott, en mér liður illa af að sjá andlitunum á fjárglæframönnunum.
Við höfum fulla ástæðu til að vera reið og höfum leyfi til þess.
Ég bara þori ekki að koma nálægt þessum mótmælum eins og þeir tvö síðustu vegna heilsu minnar. Ég má alls ekki lenda í neinu hnjaski, er búin með þann kvóta eftir slysum í 1995 og í 2005
Ég hef mætt öll skiptin á Austurvelli og á fleira stöðum.
Við gefumst aldrei upp fyrir en þjófapakkið eru komnir á bak við rimlanna.
Heidi Strand, 10.12.2008 kl. 00:11
Takk fyrir innlitin, við gefumst ekki upp, finnum aðra og áhrifaríkari aðferð, það er nú seigt í okkur kerlunum.
Rut Sumarliðadóttir, 10.12.2008 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.