Hættum að borga, núna!

Ég fjárfesti í íbúð í september 2006. Hún var keypt á 7,2 millur sem þykir ekki mikið en hún var í þannig ástandi að það þurfti að skipta öllu út nema þaki og gluggum. Tók lán hjá Íbúðarlánasjóði uppá 6 millur. Borgaði 20% í útborgun og varð svo að taka aukalán í banka uppá milljón, hluti yfirdráttur og hluti lán, til að geta klárað að gera íbúðina íbúðarhæfa. Ein og staðan var þá gat ég borgað af þessu með aðhaldi sem ég var svo sem ekki óvön. Engir jeppar og flatskjáir, bara þak yfir höfuðið.

Á þessum tíma var ég á launum hjá sveitarfélagi, þó að heilsan væri ekki uppá það besta drattaðist ég þó í vinnuna í 10 mánuði en kom því að heilsan leyfði það ekki lengur og hófst þá langdregið ferli sem tók nokkra mánuði að fá mig dæmda öryrkja Þannig að ári eftir kaupin var ég í þeirri stöðu að geta ekki unnið lengur og sjá ekki fram á að geta aukið tekjurnar. Stökk með 135.000 á mánuði það sem eftir lifir.

Tveim árum seinna er lánið hjá Íbúðalánsjóði komið uppí 7.500.000 þó ég sé búin að greiða af því í tvö ár uþb. 750.000.  Sama gildir um bankalánið, það haggast ekki og hækkar að sama skapi. Yfirdrátturinn með 24% vöxtum eins og alþjóð veit. Fæ undanþágu frá afborgun af námslánum þar sem ég er öryrki, lánið hljóðaði á sinum tíma uppá 3 millur en er núna í 6 millum.

Afborganirnar hafa hækkað yfir árið sem nemur tæpum mánaðarlaunum hjá mér. Öll vinnan fyrir bí. Allar afborganir fyrir bí, hækkunin á íbúðinni sjálfri farin; útborgun, ómæld vinna, afborganirnar til einskis. Ég skulda meira núna en ég gerði þegar ég keypti eignina og núna dekkar hún ekki lengur lánin sem hvíla á henni, ef ég seldi.

Það þarf engan að undra að fólk á Íslandi sé reitt. Mitt dæmi er bara pínulítið brot af því sem aðrar eru með, tala nú ekki um um fólk sem keypti húsnæði uppá tugi milljóna.

Við erum búin að reyna  að mótmæla friðsamlega í margar vikur. Ekkert gerist. Enginn segir af sér. Áfram rúllar boltinn og bætir á sig við hverja byltu, lánin hækka, afborganir hækka en samt sést ekki högg á vatni.

Ástandið er orðið þannig að eina leiðin sem mér sýnist fær úr þessu er að allir taki sig saman og hætti að borga af lánunum. Friðsamleg mótmæli er ekki nóg eins og dæmin sanna, það hefur ekkert verið gert þrátt fyrir þau. Allir sitja sem fastast og hía á okkur vitleysingana sem höldum að við getum talað okkur út úr þessu. Og að á okkur sé hlustað.

Tillaga dagsins; nú hættum við að borga, við erum búin að fá nóg að því að láta taka okkur í þurran rass............. kominn tími til aðgerða, orðin duga greinilega ekki.

Við erum hvort sem er á hausnum, höfum engu að tapa lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er skelfilegt árstand Rut og takk fyrir þitt einlæga innlegg í umræðuna

Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er svakalegt, hvursu lengi á að fara með fólk eins og asna þarna á klakanum, ég bara spyr. Kærleikur til þín kæra Rut

Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:20

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er ekkert einsdæmi því miður, mín saga er saga margra annarra. Hvað gerist þegar fólk missir vinnuna og getur ekki borgað? Ég ákvað að taka mína sem dæmi og margir eru miklu skuldugri en ég.

Mér finnst líka að ráðamenn séu ekkert að hlusta þegar við mótmælum og sýnist það vopn vera orðið ansi deigt. Núna er kominn tími til að gera eitthvað annað en að tala, við þurfum að taka okkur saman og sýna það að okkur er alvara með að taka ekki á okkur skuldir annarra, flestir hafa nóg með sínar sem þeir komu sér í sjálfir.

Takk fyrir innlitið og kommentin.

Rut Sumarliðadóttir, 8.12.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, það er vandlifað Dóra, margir sem sitja uppi með íbúðir sem þeir geta ekki selt, enn verra úti á landi.

Rut Sumarliðadóttir, 8.12.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég var að setja þetta á bloggið hjá mér:

Er það ekki nokkuð mikill tepruskapur að vera að gagnrýna nokkur ungmenni fyrir að segja það sem aðrir hugsa og trufla alþingi sem hefur ekki lengur umboð þjóðarinnar.

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda þessum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Þetta sem gerðist í þinginu er smámál.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Einhverjir verða jú að borga veisluna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við verðum að efla mótmæli eftir áramót. það þarf að koma þessu liði í burt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, það verður að herða aðgerðirnar því það er ekki verið að hlusta á það sem hingað til hefur verið gert og sagt. Spurning hvað dugar til að við,  lýðurinn sem kaus þetta fólk, fáum aftur lýðræðið í okkar hendur. Ég er alla vega búin að fá nóg af því að borga okurvexti og verðbætur sem engann enda tekur, maður sekkur bara lengra ofan í skuldafenið. Búin að fá nóg af því að hver króna sem ég nurla saman sé tekin og svo er mér sagt að þetta sé bara mér að kenna. Og er ekki til í að börnin/barnabörnin mín erfi sömu framtíð.

Rut Sumarliðadóttir, 9.12.2008 kl. 01:42

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Rut

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:16

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er slæmt.

Bestu kveðjur til þín.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:56

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Gréta, saga margra, því miður og við erum bara rétt að byrja...

Rut Sumarliðadóttir, 9.12.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband