5.12.2008 | 10:47
Rúni Júll látinn.
Rúni Júll er látinn. Það er mikill missir fyrir Keflvíkinga að hann er farinn úr mannlífsflórunni, hann var allt í öllu hér þegar kom að tónlist. Rúni lýsti því yfir á sínum tíma að hann kallaði Keflavík aldrei Reykjanesbæ og þar er ég sammála honum. Fáir hafa staðið jafn lengi á sviðinu og hann og einhvernveginn tókst honum alltaf að vera ferskur. Þau voru mörg meyjarhjörtun sem slógu hraðar þegar hann birtist á sviðinu. Ég var ein af þeim sem var svo fræg að sjá hann í gamla Glaumbæ (já, smyglaði mér inn) sveifla sér, ber að ofan. Ubertöffari. En eitt sinn verða allir menn að deyja.
Vil votta fjölskyldu hans og aðstandendum samúð mína.
![]() |
Rúnar Júlíusson látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:57
Já, hann var flottur, missir af honum.
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 11:08
Blessuð sé minníng hans
Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:50
Já, hann setti svip sinn á samtímann.
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 11:58
Já hann setti svip sinn á Keflavík. Blessuð sé minning hans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 13:44
Það gerði hann, við munum það Bíbí frá okkar sokkabandsárum.
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 13:50
Já ætli það ekki bara
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:39
Einu sinni vorum við ungar og fallegar en núna erum við bara fallegar!
Rut Sumarliðadóttir, 6.12.2008 kl. 12:13
Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.12.2008 kl. 20:35
Hann lifði lifið lifandi og hann mun alltaf lífa með okkur.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 11:38
Takk fyrir innlitin stelpur, mikill missir af honum, hann var áberandi persóna hér á suðurnesjunum.
Rut Sumarliðadóttir, 8.12.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.