5.12.2008 | 10:47
Rúni Júll látinn.
Rúni Júll er látinn. Það er mikill missir fyrir Keflvíkinga að hann er farinn úr mannlífsflórunni, hann var allt í öllu hér þegar kom að tónlist. Rúni lýsti því yfir á sínum tíma að hann kallaði Keflavík aldrei Reykjanesbæ og þar er ég sammála honum. Fáir hafa staðið jafn lengi á sviðinu og hann og einhvernveginn tókst honum alltaf að vera ferskur. Þau voru mörg meyjarhjörtun sem slógu hraðar þegar hann birtist á sviðinu. Ég var ein af þeim sem var svo fræg að sjá hann í gamla Glaumbæ (já, smyglaði mér inn) sveifla sér, ber að ofan. Ubertöffari. En eitt sinn verða allir menn að deyja.
Vil votta fjölskyldu hans og aðstandendum samúð mína.
Rúnar Júlíusson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:57
Já, hann var flottur, missir af honum.
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 11:08
Blessuð sé minníng hans
Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:50
Já, hann setti svip sinn á samtímann.
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 11:58
Já hann setti svip sinn á Keflavík. Blessuð sé minning hans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 13:44
Það gerði hann, við munum það Bíbí frá okkar sokkabandsárum.
Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 13:50
Já ætli það ekki bara
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:39
Einu sinni vorum við ungar og fallegar en núna erum við bara fallegar!
Rut Sumarliðadóttir, 6.12.2008 kl. 12:13
Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.12.2008 kl. 20:35
Hann lifði lifið lifandi og hann mun alltaf lífa með okkur.
Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 11:38
Takk fyrir innlitin stelpur, mikill missir af honum, hann var áberandi persóna hér á suðurnesjunum.
Rut Sumarliðadóttir, 8.12.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.