23.11.2008 | 13:15
Mótmælin á Austurvelli.
Var að fletta Fréttablaðinu í morgun og á forsíðu þess er stór frétt um hópinn sem gerði aðsúg að lögreglustöðinni. Mótmælafundinum var hins vega holað niður á annarri síðu og upp á örfáar setningar.
Er ég ein um að finnast þetta skrítin fréttamennska?
Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um atvikið við lögreglustöðina en skil hins vegar vel reiði fólksins sem var að mótmæla handtöku fánamannsins. Á föstudagskvöldi. Án þess að hann hafi verið boðaður til afplánunar. Eru yfirvöld svona hrædd? Er fánamaðurinn að ræna þá svefni? Í hvaða bakherbergi var þetta ákveðið? Litlu músarhjörtun farin að slá hraðar? Vonandi.
Ef það verður ekki farið að kröfum almennings, ekki bara þeirra sem mættu á fundinn því það er bara lítið brot, er ég ansi hrædd um að það dragi enn frekar til tíðinda. Er verið að bíða eftir Gúttóslag? Hvað þarf eiginlega að gerast til að á okkur verði hlustað? Óánægja og reiði fólksins verður ekki brotin á bak aftur með valdníðslu og heftingu á tjáningarfrelsi. Hvort sem það er bónusfáni eða friðsamleg mótmæli.
Mæli með því sem Hörður Torfa stakk uppá að fólk leggi niður vinnu 1. des. Og að tala þeirra sem koma saman næst laugardag verði enn hærri.
Burt með spillingarliðið.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fréttablaðinu stendur að Lögreglan beitti piparúða í átökum við mótmælendur við Hverfisgötu.
Það rétta var að lögreglan úðaði piparúða á mótmælendum sem hafði komið sér inn í fremri ganginn. Þá var úðað yfir hópnum úr hurðargættinni. Þá voru ekki orðið neinn átök við lögreglan. Ég for fljótlega á eftir og veit ekki hvað gerðist í kjölfarið.
Það er ekki hægt að taka mark af blöð sem eru í eigu aðila sem hlut eiga af máli sem eru að rústa íslenskt þjóðlífi.
Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 13:35
Heyrðu ég skal prufa að brjótast inn til þín með 200 manns með mér og við skulum sjá hvort þér finnist það skrýtin fréttamennska ef það birtist síðan á forsíðu blaðanna!
Kreppa Alkadóttir., 23.11.2008 kl. 13:37
Kreppa, það sem ég er að benda á er að það þyki fréttnæmara að fólk hafi haft uppi mótmæli við lögreglustöðina en fundurinn sjálfur. Þar sem var verið að mótmæla arðráni þjóðarinnar. sérðu muninn?
Rut Sumarliðadóttir, 23.11.2008 kl. 13:55
Einmitt það sem ég meina Heidi.
Rut Sumarliðadóttir, 23.11.2008 kl. 13:55
Fréttamatið er með hreinum ólíkindum. Svo er komið í ljós að lögreglan hefur viðurkennt mistök við fangelsun fánapiltsins.
Ég skimaði líka svæðið eftir þér....við höfum bara ekki þekkt hvor aðra svona augliti til auglits.
Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:59
Segðu svo að við getum ekki haft áhrif ef við mótmælum!
Nei við fórumst á mis, því miður, hefði verið gaman að hitta ykkur.
Rut Sumarliðadóttir, 24.11.2008 kl. 11:56
Takk Dóra mín.
Rut Sumarliðadóttir, 26.11.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.