Að rannsaka sjálfan sig

Nú ætla ég að leggjast undir feld og rannsaka sjálfa mig. Og út frá því að rannsaka börnin mín. Ég er auðvitað afar hæf í þetta starf. Og algerlega óhlutdræg. Það segir sig sjálft.

Ef þau hafa verið óþekk þá fá þau kannski léttan skell á bossan en það þarf ekkert að vera að útvarpa því. Enda okkar prívat mál.

Ekki það að mínir krakkar eru eðlilega miklu betri krakkar en almennt gerist. Enda ól ég þau upp. Ég innprentaði þeim að við segjum alltaf satt. Og gerum alltaf rétt.

Það er alger óþarfi að vera að kalla til menn sem ekki eru í fjölskyldunni. Hvað kemur öðrum þetta við? All in the family.

Nú skyldi ég hlægja ef ég væri ekki dauð eins og kerlingin sagði.

Þetta er Ísland í dag.


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jamm mín börn eru fullkomin og algerlega gallalaus, rétt eins og ég. Þau geta ekki með neinu móti gert vitleysu, og allt eins þótt þau reyni, börnin mín eru til fyrirmyndar að öllu leyti, vel innrætt og með fallegt hjartalag, réttsýn og heiðarleg, enda erfðu þau takmarkalaust lítillæti og auðmýkt föðurs síns.

Haraldur Davíðsson, 30.10.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segðu Halli, eins og ég væri að lýsa mínum börnum. Þetta með auðmýktina og lítillætið er eins og talað út úr mínu eigin hjarta.

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, sömuleiðis.

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband