25.10.2008 | 13:18
Allt mér að kenna
Ef ykkur vantar blóraböggul þá er hann hér lifandi kominn. Þetta var allt mér að kenna. Ég keyrði fjármálkerfi landsins fjandanst til með vöxtum og verðbólgu á meðan ég sat í Seðlabankanum. Strákarnir voru svo sætir við mig að þeir þeir smíðuð svona regluverk þannig að við gætum leikið okkur svoldið og farið í svona smá áhættufjárfestingar. Bara allt í góðu.
Svo héldu þeir svo skemmtilegar veislur strákarnir. Þar skemmti sko ekki Geiri Ólafs, bara svo þið vitið það. Þar var sko fína fólkið allt saman komið. Skutust þetta á einkaþotunni strákarnir.
Svo seldum við okkur nokkur bréf svona í mesta bróðerni og keyptum þau svo aftur, bara eins og þegar við skiptum myndum að fótboltahetjunum okkar. Eru ekki allir í stuði?
Svo er þetta lið úti í bæ að rífa kjaft. Eins og okkur sé ekki slétt sama! Þetta eru tómir aumingjar og öryrkjar og gamalmenni. Allt á fylleríi eða þaðan af verra. Ekki smart lið. Má ég biðja um fólk sem á að minnsta kosti eina snekkju eða svo.
Nú er veislan búin, hvar er þetta pakk sem vinnur við að þrífa? Örugglega allir á fylleríi. Enn eina ferðina. Það þekkir ekki sinn stað þetta fólk. Ég sver það. Eins og það þurfi ekki einhver að þrífa. Heldur þetta fólk að ég þrífi? Er ekki allt í lagi?
Nei, nú er kominn tími til að þetta lið átti sig á því hver er hver í þessu landi. Og byrji að skúra, skrúbba og bóna. Og steinhaldi kjafti.
Eru ekki allir í stuði?
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Rut auðvitað var þetta þér að kenna. Skil ekki hvað fólk er að beina sjónum að Davíð og Geir!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:25
Já, sæl Bíbí mín, hva þetta lá í augum upp allan tímann.
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 13:57
Ég seigi það nu líka, hvað er verið að kenna þessum elskum um (þessum helvítis skítseiðum) þegar að þú komst okkur á hausinn.
Kærleikur til þín dúllan mín
Kristín Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:04
Kristín, þetta var vitlaus misskilningur!!
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 14:18
Takk Dóra, þú líka.
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 14:18
"Breiðu bökin" finnast alltaf ef vel er leitað
Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:22
í bana stuði......Er þetta virkilega allt þér að kenna?
Gulli litli, 25.10.2008 kl. 14:28
Sigrún, ég er komin með smá vöðvabólgu. Verst í öxlum.
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 14:51
Já,já Gulli minn, segi eins og við Stínu; þetta var vitlaus misskilningur!!
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 14:52
Mikð var gott að þú sást sóma þinn í og viðurkenndir að allt væri þér að kenna. Við sem höfum verið að bölva ráðamönnum.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.10.2008 kl. 15:52
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 16:04
Jú, mar, hva!
Rut Sumarliðadóttir, 28.10.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.