Krúttfærsla

Við nafna mín ætlum að eyða helginni saman. Hún kom í ömmuhús í gær með mömmu og fósturpabba og hakkaði í sig nýsoðna ýsu og hornfirskar kartöflur með rúgbrauði og mjólk. Og sagði auðvitað setninguna sem bræðir ömmuhjartað; "amma, þú ert besta amma í heimi".

Held nú að hún sé farin að skilja að þessi setning er góður gjaldmiðill til að spila út svona rétt áður en maður biður um einhvað gott!

Er eitthvað betra en að vakna við litla mjúka arma taka utan um hálsinn á manni og segja; "amma, vaknaðu, ég er svöng".

Er eitthvað fallegra í heiminum en lítil stelpa tiplandi á berum tánum í allt og stórum náttkjól af stóru systur? held bara ekki.

Er nokkur gjaldmiðill sterkari en eilífð mín á jörðinni í afkomendunum?

"Amma, ég kann alveg að baka. Getum við bakað í dag? Amma: Hvar lærðirðu að baka? Enginn kenndi mér það, bara heilinn!"

Ætla að drífa í að fela nýju saumavélina áður en hún ákveður að hanna fatnað á Baby Born og Barbí.

góða helgi dúllurnar mínar, veit að mín verður það.

Amma gamla. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það hlaut að vera!!

Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hún er yndisleg, Ömmubörnin veita manni ómælda ánægju og velllíðan

Sigrún Jónsdóttir, 27.9.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Gulli litli

Ég hlakka til að verða afi..

Gulli litli, 27.9.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sigrún, takk og já svo sannarlega,

Gulli, takk og það er frábært, annað tækifæri til að leiðrétta vitleysurnar.

Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 11:29

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Siggi er sko góður drengur. Alltaf mættur til að hjálpa og tekur ekki fyrir það. Fyrir nú utan hvað þetta er myndarlegt kvikindi.

Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skila því.

Rut Sumarliðadóttir, 28.9.2008 kl. 13:08

7 identicon

Sæt þessi ömmu stelpa þín. Ég man nú líka eftir þér úr Sandgerðinu.

Dúna (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:30

8 identicon

Fyrsta ballið sem ég fór á var í Sandgerði,það var árið 1965 og ég rétt að verða sextán. Sævar Guðbergs úr Garðinum var þá sætastur allra að mér fannst.

Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og sennilega mikil fita safnast bæði á mig og Sævar, hef ekki séð þann höfðingja síðan vor 1966

gaman að ömmupælingunum

kveðja frá sveppnum

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:22

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk svepurinn þinn! Rúnar bróðir minn var aðalgæinn á þessum tíma. Hann hefur greinilega ekki verið á þessu balli! Fita, pita, hvað er það?

Rut Sumarliðadóttir, 29.9.2008 kl. 13:35

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Dúna, bloggar öll familían?

Rut Sumarliðadóttir, 29.9.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.