20.9.2008 | 12:41
Dagurinn í dag
Ljón: Eyddu tíma í að líta geðveikt vel út. Útlitið skiptir miklu máli, ekki af því að öðrum er ekki sama, heldur líður þér best þegar þú ert ánægður með sjálfan þig.
Svona hljóðar sem sagt speki dagsins. Samkvæmt mbl. stjörnuspá. Velsnyrt er konan ánægð.
Kahlil Gibran segir um fötin að:"að miklu leyti hylja fötin fegurðina, en ekki ljótleikann.
Þið klæðist fötum til aða hylja nekt ykkar og verða óháð en þau geta orðið ykkur reiðingur og fjötrar.
Ég vildi, að þið köstuðuð oftar klæðum og gengjuð nakin í sól og sunnanþey, því að andardráttur lífsins er í sólskininu og hönd lífsins í blænum."
AA- fræðin segja okkur að lifa í deginum í dag og ekki hugsa um gærdaginn né morgundaginn. Það hefur oft komið sér vel að nota þetta motto. Ekki að ég sé að líkja AA-fræðum, Kahlil Gibran og stjörnuspeki saman. Sei,sei nei.
Er nú bara að pæla í hvernig samsuðan af þessu öllu væri, fyrirsagnir blaðanna verða eitthvað á þessa leið:" Nakin kona gekk um götur Keflavíkur í dag. Að spurð sagði konan að stjörnspá dagsins hafi sagt fyrir um að hún skyldi líta sem best út í dag. Hún sagðist taka orð Spámannsins bókstaflega og vilji láta sunnanvindinn leika við kroppinn. Þar sem hún tæki einnig orð AA-fræðanna til sín lifði hún bara í deginum í dag."
Nei, kjánarnir ykkar, ég er bara að bulla í ykkur. Get a life!!!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjúkkit.....sem betur fer er ég naut...
Gulli litli, 20.9.2008 kl. 14:25
Þeir segja að ef maður setur n aftan við naut þá sé komin lýsingin á nautinu!!
Rut Sumarliðadóttir, 20.9.2008 kl. 14:47
haha, þú ert alveg æðislegur bloggari mamma.
védís (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:12
Love you too baby.
Rut Sumarliðadóttir, 21.9.2008 kl. 00:47
Ekki fráleitt..
Gulli litli, 21.9.2008 kl. 05:47
Kannastu við þetta Gulli?
Rut Sumarliðadóttir, 21.9.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.