Nöfn of nafnleysur

Ætli það skipti máli hvaða nafni við heitum? Hefur það á einhvern hátt áhrif á  það hvernig manneskjur við erum?

Það er auðvitað þekkt í mörgum fjölskyldum að sömu nöfn ganga í erfðir. Sólborgarnafnið er gegnumgangandi í föðurfjölskyldunni. Skondin saga af því er að mamma mín heitir Árnína Jenný eftir konu sem varð síðan tengdamóðir hennar. Og Jennýarnafnið er eftir mágkonu hennar sem dó sem lítið barn. Hún notar aldrei Árnínunafnið og er alltaf kölluð Jenný. Hagstofan er hins vegar búin að taka af henni Árnínunafnið þar sem hún notaði það ekki!

Ég ber nafn sem enginn annar á Íslandi heitir. Það er að segja fullt nafn. Ég var afskaplega ósátt við nafnið mitt sem krakki. Það hét enginn annar Rut sem ég þekkti. Svo settist mamma niður einn daginn og sagði mér hvernig það var ákveðið að ég héti þessu nafni: Elsti bróðir minn héti eftir ömmu og afa, sá næsti eftir föðurbróður mínum og eldri systir eftir föðursystur sem dó ung kona. Svo nú var komið að henni að velja nafn. Þetta var fallegasta nafn sem hún þekkti og þess vegna gaf hún mér það.

Þar sem nafnið er stutt er ómögulegt að stytta það í gælunafn en hún amma mín sá við því og kallaði mig Rutlu. Það nafn festist við mig og þegar ég hitti gamla skólafélaga þá kalla þeir mig gjarnan Rutlu.

Ég kaus sjálf að nefna dætur mínar valkyrjunöfnum. Sú eldri heitir reyndar eftir ömmu sinni en ég hefði ekki tekið það í mál nema vegna þess að mér þótti nafnið Valdís fallegt. Ég var ákeðin í því að ef ég ætti aðra dóttur ætti hún að heita Védís.

Hún var ekki alltaf sátt við nafnið sitt og verið köllu Véldís og guð má vita hvað. Hún Valdís mín er alger snilli að finna falleg nöfn á börnin sín; Hróar Þór, Esther Björg,  Embla Nótt og Elka Rut. Ekki amalegt það.

Einu sinni var ég stödd á Ólafsfirði ásamt Elku nöfnu minni. Við vorum að gefa fuglunum brauð. Hún var svo æst í fóðurgjöfinni að hún óð útí vatnið. Ég kallaði á hana;Elka komdu, ekki útí vatnið. Þá snéri sér að mér kona sem stóð við hliðina á mér og sagði mér að hún héti líka Elka, held þær séu fjórar á landinu. Skemmtileg tilviljun.

Jæja, þetta er bara að verða gott í bili. Ætla að skella mér í að undirbúa sunnudagsmatinn. Fyrir mína frábæru afkomendur. Með fallegu nöfnin sín.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nöfnin hafa sögu að segja

sem að eiga heimsins dróttir

Ritar um það ritfær meyja

Rutla Sumarliðadóttir

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

OoooooooSnúlli

Rut Sumarliðadóttir, 21.9.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Gulli litli

Þið ættuð að prófa að heita Guðlaugur í Danmörku...

Gulli litli, 21.9.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Úps....æi elskan.

Rut Sumarliðadóttir, 21.9.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

  • Þú ættir bara að vita hvernig, Sóldísar,  nafnið mitt er tilkomið, og þaðkom sko löngu seinna en það sem foreldrar mínir sáu um. En það er allt löglegt og fór í gegnum mannafnanefndina. Ég þori ekki að segja frá þessu öllu saman hérna inni, en það er sko dálítið skrautlegt.

Heyrumst,

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:52

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og heyrumst Sóldís

Rut Sumarliðadóttir, 22.9.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gaman að þessu. Frænka mín ein hefur alltaf verið kölluð Rutla og Rutlaskutla....

Haraldur Davíðsson, 23.9.2008 kl. 03:16

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hún hefur stolið þessu frá mér

Rut Sumarliðadóttir, 23.9.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband