18.9.2008 | 14:01
kemur sér vel
Ja hérna, hér. Þetta kæmi sér vel fyrir okkur sem höfum ekki efni á því að deyja. Það veitti ekki af svona happdrætti hér þar sem það kostar minnst hálfa millu að deyja og vera grafinn í vígðri mold. Með tilheyrarndi kaffisamsæti á eftir sem enginn getur verið þekktur fyrir að hafa ekki svona í lokin.
Þetta er auðvitað fyrir utan krónurnar sem fara í kirkjubatteríið af skattpeningunum okkar.
Helst vildi ég verða sett á bátskænu og sleppt á haf út og svo má brenna allt draslið að hætti víkinga. En það yrði að vera á Stafnesinu. Afkomendurnir sætu ekki uppi með skuldir í ofanálag við að missa ástvin.
Held ég reyni að hugsa um lífið restina af deginum.
Vann ókeypis jarðarför í happdrætti - vinningurinn er ósóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú bærilega sloppið, ef maður kemst af með eins og hálfa millu.
Mér er sagt að útgangsmenn í Reykjavík séu farnir að stunda erfidrykkjurnar, svo það er best að auglýsa eftir á . Jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk greiðenda.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.9.2008 kl. 16:11
Ég er að miða við þegar pabbi dó fyrir fjórum árum. Þarf að framreikna þetta greinilega.
Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 16:23
Takk Silla mín.
Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 17:29
Takk fyrir flott ljóð, geimveran þín. ...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.9.2008 kl. 23:12
Hversu vel kemst ég frá þessu ef ég sleppi blesspartýinu ? Ég er búin að gefa svo mörgum kaffi í gegnum tíðina að mér yrði örugglega fyrirgefið þó ég hætti því um leið og ég gæfi upp öndina.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:27
Jóhanna
Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 23:33
Anna og ekki degi fyrr!!!
Rut Sumarliðadóttir, 18.9.2008 kl. 23:34
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.