3.9.2008 | 12:15
Bakari fyrir smið
Verkfall ljósmæðra að skella á. Væntanlega ganga hjúkrunarfræðingar í þeirra störf á meðan á því stendur.
Er að velta fyrir mér hvernig hlutirnir litu út ef við heimfærum þetta upp á aðrar stéttir:
Ef það lekur hjá þér, ekki hringja í pípara, fáðu leikskólakennara í jobbið.
Fáðu þér svo endilega rafvirkja til að segja þér til í uppeldismálum.
Ekki ráða viðskiptafræðing til að sjá um skattamálin og hlutabréfin, talaðu við konu sem vinnur við þrif í heimahúsum.
Ekki hleypa kokki inn í eldhúsið, fáðu frekar tölvunarfræðing í verkið.
Enga kennara í skólastofurnar, fiskvinnslufólkið inn þar.
Ég gæti auðvitað haldið endalaust áfram í þessari upptalningu. Margt gæti líka farið saman. En ætla að lát hér staðar numið. Má ég biðja um faglært fólk í sértækum málum. Löngu orðið tímabært að ljósmæður séu metnar til launa í samræmi við sína menntun. Þær (já þær) eiga minn stuðning vísan.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skrýtið að það sé ekki litið á þær með sömu augum og annað fólk sem er jafn menntað og ljósmæður. þessar konur eru nú að taka á móti framtíðinni - eigum við ekki að gefa þeim smá kredit fyrir það?
védís (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 17:12
Ég hefði að minnsta kosti ekki gefið í að ómenntað fólk tæki á móti þér ljúfan, og hjúkraði eftir það.
Rut Sumarliðadóttir, 3.9.2008 kl. 17:16
Sammála ljósmæður eiga að fá góð laun, þær vinna frábært starf. Kveðja frá ömmu sem býr á Kópaskeri.
Dúna (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:38
Takk Dúna. Kveðja til allra á Kópaskeri.
Rut Sumarliðadóttir, 3.9.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.