25.8.2008 | 11:00
Hannyrðakona var hún mikil...
Hannyrðakona var hún mikil. Aldrei féll henni verk úr hendi. Þetta verður grafskriftin mín þegar þar að kemur. Þetta var ákveðið fyrir löngu síðan. Og þetta var að sjálfsögðu sagt í gríni á sínum tíma þegar ég og vinkona mín vorum að fíflast með hvað yrði sagt um okkur að okkur gengnum.
Málið er bara það að þetta er allt að gerast í dag. Er gjörsamlega búin að ganga frá mér í bútasaumi þessa helgina. Runnið á mig jólaæði og dúkar og veggmyndir flæða undan fætinum á saumavélinni. Má hvurgi koma í hús og sjá efnistutlu án þess að sníkja hana út úr viðkomandi. Þetta er eins og hver önnur fíkn mér er eiður sær. Vakta efnaútsölur eins og fálki og hanna myndir og mynstur í huganum daginn út og inn.
Það versta er að ég gleymi því reglulega þegar ég er í þessum ham að ég er örlítið eldri en 18 og 10 tíma lotur við saumavélina taka sinn toll. Svo í dag skakklappast þessi stútungskerling á milli rúmsins og tölvunnar og dreymir um fagurlega skreytta jóladúka sem lýsa upp sparistellið og auka á yndislegheit hátíðar ljóssins. Gleðileg jól...
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha. gleðileg jól móðir kær. ég veit þá hvað verður í jólapakkanum í ár.
védís (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:16
já, enn eitt af þessum mjúku.......
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.