Færsluflokkur: Bloggar

Partý, ég bíð!

Og sendi svo reikninginn til sveitafélagsins. Ég ætla að bjóða öllum þeim sem sammála mér eru í pólitík í flott partý! Léttvín og smáréttir í boði. Við ætlum að ræða aðhald og sparnað á krepputímum. Svo getum við mært hvort annað í svona einn, tvo tíma og að partýinu loknu sendi ég reikninginn á sveitarfélagið.

Það getur varla nokkur maður sagt að það sé eitthvað athugavert við þetta, er það? Þetta er ekki nema svona 90.000 kall, það er enginn peningur. Eins og framfærsla á einum aumingja hjá Féló í mánuð. Ekkert til að vera með fuml og faml um, er það? 

Ég er sko búin að fá nóg af þessum skríl sem skilur ekki að maður lifir ekki á brauði einu saman. Það þarf að lyfta upp andanum líka.  Ekkert gerir það eins vel og ærlegt partý með skoðanasystkinum. Þið eruð hér með boðin! Partýið verður haldið í Leikhúsi fáránleikans, Lísa í Undralandi verður skemmtanastjóri. Vær só gúð:

 

 

 


Landið brennur.

Fólk kveikti elda á Lækjatorgi í gær. Allir voða hneigslaðir sko. Rumpulýður sem veit ekki hverju það er að mótmæla. Sama með mótmælendur við Bleðlabankann. Tómur skríll.

Halló þið þarna á Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að hætta með frammíköll og málþóf og gera eitthvað af viti. Landið brennur! Hvar eru aðgerðirnar til að bjarga heimilunum? Hvar er niðurfelling af hluta af lánum vegna íbúðakaupa, hvort sem það er með því að ríkið eignist hlutann eða hreinlega afskriftir, sumir hafa nú fengið svoleiðis fyrirgreiðslu, er það ekki? 

Hvar er afnám verðbótanna sem er að ganga frá heimilunum á meðan þið rífist eins og krakkar á þingi? Skuldir heimilanna hefur margfaldast, bara ef þið vissuð það ekki. Og halda því áfram dag frá degi. Við eigum ekki 80 daga. Það eru ekki til peningar hjá Jóni og Gunnu til að borga þetta. Á þinginu heyrist bara hann sagði, hún sagði.

Í guð bænum farið nú að hysja upp um ykkur buxurnar og  bretta upp ermar og guð má vita hvað þarf til að þið farið nú að gera eitthvað fyrir okkur óbreytta borgara og sem við finnum á budduni okkar. Plís, gefið okkur von um að við höldum heimilinum okkar og gerið okkur kleyft að standa við skuldbindingar sem eru miklu hærri en við samþykktum í upphafi.

Koma svo.

 

 

 


I told you so.

Framasókn er ekki viss um að hún styðji frumvarp til breytinga á starfssemi Bleðalabankans. Ætla að athuga málið. Ætli hnífasettið sé komið upp á borð? Var búin að spá því að Framasókn væri memm bara til að sprengja stjórnina þegar þeim hentar. Þeir eru jú, fyrrverandi bestu vinir Sjálfgræðgisflokksins í fyrrverandi stjón. Og kannski ekki svo mikið fyrrverandi eða hvað. Vona svo sannarlega að ég hafi ekki verið sannspá. Ekki gott pr fyrir þá flokksómynd.

Sjálfgræðgismenn tala sig bláa í framan um að aflétta leynd af bréfi AGS, þó sjóðurinn vilji ekki gera innihaldið ljóst. Þrátt fyrir beiðni Jóhönnu um slíkt. Voru það ekki þeir sem sömdu og vita þar af leiðandi allt um samninga vora við sjóðinn.

Vona svo sannarlega að allar upplýsingar komi upp á borð þegar sjóðurinn kemur hingað um miðjan mánuðinn. Sjálfgræðgisflokkurinn vill að hlutirnir séu uppi á borði!! Þeir vilja hins vegar ekki gefa uppi hvernig bréf til forsætisráðherra barst þeim í hendur! Hvernig er slíkt hægt, eru þeir með hakkara á sínum snærum? Heitir þetta ekki að vera beggja vegna borðs? Í beinu framhaldi hlýtur Doddi að segja okkur frá því sem honum og Jarpi fór á milli þegar hryðjuverkalögnin voru sett á okkur. Er það ekki?

The show must go on.

 

 

 

 


Vinir vors og blóma. Öfugmæli.

Já, glöggt er gests augað.

Ekki nóg með að hriplek skútan (skipið, eina ferðina enn) sökk á vaktinni þeirra í Bleðalbankanum og alþjóð híar á okkur og er ekki tilbúin til að taka okkur alvarlega sem þjóð á meðan þessi menn sitja þá ekur starfsmaður bankans á mótmælanda. Fróðlegt að sjá hvað erlendir fjölmiðlar gera úr þeirri uppákomu.

Mér þykir arfavont að vera íslendingur sem er hæddur og híaður af hinum stóra heimi. Að við minnumst ekkert á hérna heima. 

Vil ekki vera dæmi um siðleysi ráðamanna og hreina og klára heimsku þeirra sem ekki þekkja sinn vitjunartíma.

Ég vil vera dæmi um það hvernig þjóð sem hefur verið þrælað út til að hygla fáum, stendur upp með potta og pönnur og tekur aftur stjórnina í sínar hendur.

Ég vil vera dæmi um það að það er hægt að byggja upp samfélag sem hefur þarfir fjöldans að leiðarljósi. Ekki meira vina/frænda/sona/dætra bitlinga.

Ég vil vera dæmi um að hér ríki jafnt hlutfall kynja. Þar sem konur eru jú um helmingur heimsins.

Ég vil vera dæmi um að hægt er að snúa öfugþróun við og byggja upp á rjúkandi rústum. Af heilindum.

Ég vil vera dæmi um að hugvit, menning og saga verði það sem við presenterum okkur með ekki hroki og græðgi.

Ég vil............

 


mbl.is Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að njótaToyota.

Nú er það ljóst að forstjórinn hjá Toyota vill ekki að alþjóð viti að hann fékk 14 milljón króna bíl á kostnað fyrirtækisins. Dettur nokkrum í hug að þessa 14 millur verði lagðar ofan á verð bíla frá Toyota? Of course, my horse, hvað annað? Lægra settir starfsmenn tóku á sig kreppuna. Hljómar þetta kunnuglega?

Hvað skyldi, svona almennt, vera stór hluti vöruverðs í svona bílabitlingum, eða bitlingum almennt? Eru topparnir með svona lág laun að þeir hafi ekki efni á bíl? Hér greiðum við oft margfalt verð á vörum miðað við nágrannaþjóðir okkar sem ekki skýrist af flutningum og tollum. 

En að kjarna málsins. Varðar það ekki við lög að reka starfsmenn vegna skrifa þeirra? Ríkir ekki skoðana- og tjáningarfrelsi hér á landi? Skrifa starfsmenn undir trúnað hjá bílaumboðunum? Hvar er nýendurkjörinn formaður VR? Nú hlýtur hann að bretta upp ermar og sýna að félagsmenn eiga gott bakland við svona aðstæður, haggi? Vanir menn.

Ansi hreint erum við komin út af sporinu ef þetta er það sem koma skal. Fólk missir vinnuna fyrir að tjá sig á sínu bloggi. Það er ekki hægt að reka mig, ég er opinber aumingi eins og ég segi stundum. Verð það að öllum líkindum áfram, hef amsk. ekki heyrt um neinn sem hefur batnað af gigt. 

Boykotta þetta fyrirtæki. Við höfum sýnt og sannað að við getum ýmislegt með samstöðu. Við skulum njóta þess að kaupa ekki Toyota og gefa svona fyrirtækjum langt nef. Vona að Halldór fái aðra og betri vinnu og fari í mál við þetta fyrirtæki því svona framkoma má ekki líðast. 



mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námskeið takk.

Svona gerir fólk úti í hinum stóra heimi. Getum við ekki fengið manninn hingað til að halda námskeið? Frummælendur gætu verið þeir pólitíkusar sem hafa klúðrað sínum málum. Mér detta nokkrir í hug sem gætu haft gott af svona námskeiði sko. 

Obama sagði; "I fucked up" eða eitthvað í þá veruna og maðurinn vék eins og hendi væri veifað.  Ótrúlegt en satt. Svona getum við líka haft hlutina, bara ef við viljum. Segi það og skrifa. Vilji er allt sem þarf. Það hafa greinilega orðið stjórnarskipti í BNA. Nú er að sjá hvort það sama gerist í okkar stjórnarskiptum.

Össur mætti taka t.d. spara okkur p.r. manninn sinn og senda hann heim. Er ekki annars kreppa? Erum við ekki að sparar í ríkisútgjöldum?

Sjálfgræðismennirnir þyggja allir biðlaun, þann fjandans ósóma (hvorki bin Laden eða BarakSmile). Og stefnuskrá nýju stjórnarinnar var öll runnin undan rifjum þeirra sko, segir ÞKG, það var bara ekki búið að framkvæma neitt af þessu. Sigurður Kári talar sig bláan í framan um pínu almúgans. Ef þetta væri ekki grafalvarlegt mál þá væri þetta sprenghlægilegt. 

Leiðrétting; þetta er sprenghlægilegt. 

Annars bara góð á því. 


mbl.is Daschle dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju íslenskar konur.

Loksins stelpur. Okkar tími er kominn. Jafnt hlutfall kynja í nýrri ríkisstjórn auk þess að Jóhanna er orðin forsætisráðherra.

Mikið svakalega erum við búnar að bíða lengi. Hjúkkit maður, loksins. 

Ég er sannfærð um að þetta kynjahlutfall muni breyta áherslum í stjórnun landsins. Kannski "mýkri" málin verði ofar eins og verkefnalisti stjórnarinnar ber merki. 

Að ég best veit eru þetta allar hæfar konur.

Ég er stolt að ykkur kynsystur mínar og í dag er ég stolt af því að vera íslensk kona. 

Þið sem túlkið þetta sem kvenrembu megið fara á aðrar síður.

 


 

 


Löng fæðing.

Loksins virðist ný stjórn vera í burðarliðnum. Búin að vera ansi löng fæðing með sóttarhléum og jafnvel svona einu og einu útspili til að gera klárt í kosningar.

Heilög Jóhanna verður fyrsti kvenforsætisráðherrann okkar og er það vel. Treysti henni til allra góðra verka.  En hún kemur ekki til með að vera ein um stjórnina. Á afar erfitt með að horfa á að menn sem legið hafa undir ámælum vegna peningabrasks séu á þessum lista. Ekki alveg viss um að raddir fólksins um hreinsanir hafi náð eyrum allra.

Mér líst arfailla á að fara í samkrull með Framsókn. Get varla skrifað orðið án þess að langur listi af alls kyns ógeði rúlli í gegnum heilann. Kokgleypir fólk við nýju framvarðasveitinni? Fylgið hefur aukist þó að flokkurinn hafi ekki gert neitt af viti bara með því að skipta um andlit. Hélt að það þyrfti meira til að öðlast traust og x-in hjá kjósendum. Sbr. endurkjör Gunnars í Versló eða þannig. En svona virðist flokkhollustan rótgróin, kannski ekki skrítið að þetta flokkakerfi sé svona naglfast hér. 

Sjálfgræðgismenn þyggja allir biðlaunin. Sést vel á því hversu tilbúin þau eru til að taka á sig hluta af kreppunni prívat og persónulega. Af því að þeim er nú málið skylt eða er það ekki? 

Við erum álíka stór og hverfi í stórborg, t.d. New York. Þar er einn borgarstjóri.  Hér höfum við 63 þingmenn.

Við erum með kirkjur sem eru nánst tómar nema á stórhátíðum og tyllidögum og hún kostar okkur aldeilis aurinn fyrir utan ansi hugguleg laun presta. Í þessa kirkju eru öllum holað sem líta dagsins ljós. Allt í anda Krists.

Við erum með forsetaembætti sem er okkur líka dýrt og að mínu viti óþarft. Nóg borgum við í utanríkisþjónustuna þar sem bara það flottasta og dýrasta er nógu gott. Nýta hana í störf forseta.

Óteljandi bitlingar, biðlaun, bílafloti, eftirlaun, ofurlaun og annar hégómi virðist rótgróinn. 

Við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum pínulítil þjóð, flottræfilsháttur er okkur ekki til framdráttar á nokkra enda né kanta. Við þurfum að láta af þessari minnimáttarkennd og átta okkur á því að við erum bara góð eins og við komum af skepnunni. Presentera okkur sem þjóð sem er smá en þó rík af menningu og hugviti. 

Helst vildi ég að sjoppunni væri stjórnað eins og fyrirtæki. Færarsta fólkið í þau störf sem það kann best. Umsóknir um störf undir dulnefni til að fyrirbyggja að frændsemi stjórni.

Útópían alveg að fara með mig í dag.

En maður verður að láta sig dreyma líka. 

 


Eruð þið ekki að grínast í mér?

Verði ykkur að góðu. Þarf ekki að telja aftur, hvað var í sjónvarpinu það kvöldið?
mbl.is Gunnar Páll fékk þorra atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The devil made me do it?/ Litla gula hænan?

Og hvað, komu svo geimverurnar og millifærðu? Eða kannski strumparnir?

Hvers konar hálfvitar heldur maðurinn að við séum? Kannski ekki skrítið eins lengi og þessir menn fengu að leika sér með fjöregg þjóðarinnar.

Þetta er erfitt þegar bréf detta svona alveg óvart í hendur annarra en þeirra sem áttu að fá þau.

Þvílíkt sjónarspil.

 


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.