Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
6.5.2009 | 14:02
Að borga eða borga ekki, það er spurningin.
Það er mikið rætt um það þessa dagana hvort beita eigi eina vopninu sem hinn almenni íslendingur á eftir; að borga ekki af lánum sínum. Held að flestir geri sér grein fyrir því að verði af því þá hrynur kerfið okkar, þarf ekki hagfræðimenntun til, ef ekkert kemur inn er ekki úr neinu að spila.
Okkur er boðið uppá frystingu, lengingu og annað í þeim dúr sem smá plástur. En það leysir engan vanda, frestar honum bara. Er sjálf að sækja um frystingu sem er gott eitt og sér en þegar henni lýkur verða afborganirnar hærri og til lengri tíma svo þá verð ég aftur komin í sömu spor og ég var í ef ekki verri. Ætli ég verði ekki komin hátt á tíræðisaldur til að klára dæmið. Það er einhver fúi í þessari skjaldborg.
Hvar er leiðréttingin okkar á "lánunum" sem við tókum? Ég vil afþakka alla ölmusu takk fyrir, ég vil leiðréttingu á stuldinum. Ég vil endilega fá aftur það sem af mér var tekið og ég vann hörðum höndum fyrir. Vil ekki fyrir náð og miskunn lengja í hengingarólinni sem auðvitað að lokum herðir að hálsinum og slekkur öll ljós.
Mér finnst það gleymast í umræðunni að það kemur að því að fólk borgar ekki, kannski ekki vegna borgaralegrar óhlýðni heldur einfaldlega vegna þess að það gengur fyrir að fæða sig og sína. Það er ekki spurning í mínum huga hvað er fremst í forgangsröðinni. Þetta er staðan sem allt of margir eru í núna. Fólk er fast í fátæktargildru. Það þarf heldur enga sérstaka hagfræðiþekkingu til að sjá þetta. Jafnvel svona meðaljóna eins og ég skilur þetta.
Í guðs og allra góðra vætta nafni, þið sem við vorum að kjósa til valda, vaknið og áttið ykkur á stöðunni. Við getum ekki borgað lengur, þið verðið að fara að fatta dæmið. Það duga engir plástrar á ástandið. Það ætti að vera forgangsmál ykkar allra að eyða öllu púðri í að finna leið til að leiðrétta óréttlætið sem við lifum við. ESB má setja í frost í einhvern X tíma. Það er ekki mál nr. 1 fyrir íslendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar