Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvað skal kjósa?

Það er að styttast í kosningar og bloggið ber þess merki. Menn ( og konur auðvitað, því konur eru líka menn ) opna bloggsíður og mæra sinn flokk og sjálfa sig í leiðinni.

Er ég ein um að vera hundleið á pólitík? Atvinnuleysið eykst og meira að segja meira en AGS gerði  ráð fyrir. Ekki lækka stýrivextir fyrir það. En munu gera það fljótlega. Hvað er það langur tími? Á meðan við bíðum tapast heimili og atvinnutækifæri. Hvers vegna er ekki gripið til vaxtalækkunar eins og umheimurinn hefur gert? Erum við enn og aftur svona spes að önnur lögmál gildi hér en annars staðar?

ISg ætlar ekki að víkja. Frekar en aðrir sem eru búnir að gera upp á bak. Mikið svakalega er illt að horfa á eftir þessar áður frábæru konu, fara í sömu hjólför og örgustu íhaldsmenn og hanga á þingsetu eins og hundur á roði. Hennar tími er liðinn að mínu viti. Það þarf ný andlit í framvarðasveit Samfó.

Ég þarf varla að minnast á Sjálgræðgis- og Framasóknarflokkana. Fýluna leggur langa leið af rotnum stoðum og innmúrun í hin og þessi fyrirtæki og banka og olíufélög og kvótakerfið og.............

Eru frjálslyndir ekki enn að minnka? Jón farinn í fýlu og er memm með gömlum félögum. Kiddi sleggja farinn eina ferðina enn. 

Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa í vor. En ég skila aldrei auðu. Það er svo mikið ábyrgðarleysi og þeir stóru fitna mest af því. Vil ekki leggja í þann pott. 

Vinstri grænir eru meira spennandi en nokkru sinnum áður. 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.