Nú er ég hissa ( eða Grandalaus).

Svei mér þá ef að það er ekki líf í verkablýshreyfingunni, litlu félögin mótmæla siðlausu framferði eigenda Granda. Það eina sem heyrðist hins vegar í formanni ASÍ var að hann var voða hissa! Ég er mest hissa á að hann sé hissa!

Það leiðréttir ekki frestun á launahækkunum að vera hissa Gylfi Arnbjörnsson. Launafólk sem er ekki með milljón á mánuði getur ekki endalaust tekið á sig  launaskerðingu, því ég þykist vita að fólkið sem vinnu við fiskvinnslu hjá Granda sé ekki með slík laun. 

Það þarf ekki að reyna að höfða til samvisku þeirra sem þiggja arðinn því það er augljóst að þau hafa ekki slíka. Enginn þokkalega innréttaður maður gæti tekið við slíkum arði og sofið á nóttinni. Vitandi það að arðurinn kemur frá þessu fólki sem skóp hann. 

Mikið fagna ég því að það er enn fólk sem ekki er alveg í vasa atvinnurekenda.  Því ég hef haldið því fram að hreyfingin væri steindauð fyrir löngu síðan. Tek það hér með til baka. Það leynist líf þarna. Komið fagnandi.

Mjúku sætin eru svæfandi, ofurlaun eru svæfandi, hvernig væri að árangurstengja launin hjá toppunum og sjá hvort það vakni ekki einhver. Nei, segi nú svona. Hvernig geta menn með ofurlaun sett sig í spor þeirra sem þeir vinna fyrir, sem þiggja einungis brot fyrir sitt strit? Held að bilið sé orðið allt of stórt á milli toppanna og verkamanna. Ég er ekki að tala um að fólk með mikla ábyrgð sé ekki launuð slíkt störf en fyrr má nú rota en dauðrota.

Er ekki kominn tími til að skoða vel styttingu vinnuvikunnar í þessu árferði sem hér ríkir? Þó fyrr hefði verið. Nágrannaþjóðir okkar hafa gert það fyrir margt löngu síðan. Og eru þó langtum betur launuð en við hér á klakanum. 

Vil þakka þessu fólki sem er að rísa upp og mótmæla þessu. Vona að fleiri sjái sóma sinn í að sitja ekki hljóðlega á meðan verkafólk er að taka á sig launaskerðingu hjá fyrirtækjum sem samkvæmt arðgreiðslum er ekki svo ill sett eftir allt saman. 

Ég er alveg að fara að syngja Nallan. Nei, segi nú svona. Koma svo!

 

 


mbl.is Vill rifta samkomulagi um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála þér Silla mín með mætinguna. Við erum allt of löt við að taka beinan þátt í félagsmálum yfirhöfuð.

Nú tökum við lagið.

Rut Sumarliðadóttir, 17.3.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já það styttist svo sannarlega í Nallann!

Soffía Valdimarsdóttir, 17.3.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fía litla, nú hefjum við upp raust! og syngjum Nallann, ekki veitir af!

Rut Sumarliðadóttir, 17.3.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr!

Vel mælt Rut  Fram þjáðir menn ....nú stöndum við saman!

Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Hlédís

Heyr!

Hlédís, 17.3.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk góa mín, gott að vita að það er líf í verkalýðshreyfingunni, ekki veitir af. Þvílíka ógeðið framkoma þessa eigenda.

Rut Sumarliðadóttir, 17.3.2009 kl. 15:24

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Hlédís, við vorum greinileg á sama rólinu.

Rut Sumarliðadóttir, 17.3.2009 kl. 15:25

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað skyldi hann Stefán heitinn á löppinni vera að hugsa núna ef hann væri á lífi.  Ég man ennþá tillögu hans sem mér fannst býsna sanngjörn, en því miður voru  mjög fáir sammála en tillagan hans var að enginn skyldi hafa lægri laun en helming af þeim hæstu.

Segjum að hæstu laun væru ein milljón, þá væri pizzasendillinn með hálfa milljón.  Nei það gengur ekki.  Segjum að Forsetinn væri með 600.000,- og búðarstúlkan 300.000,-

Nei það gengur ekki heldur.  En ég gæti sætt mig við 700.000.- fyrir forseta, hæstaréttardómara og ráðherra. 500.000,- fyrir alþingismenn, og háskólamenntað fólk í fullri vinnu. 400.000.- fyrir iðnmenntað fólk (þeir hafa laun á námstíma) og 300.000,- væru lægstu laun.  Atvinnuleysistryggingasjóðir væru nýttir til atvinnuuppbyggingar og námskeiðahalda.  Þannig að átvinnulaust fólk gætu fengið laun fyrir svokallaða atvinnubótavinnu eða að sitja námskeið sem kæmi þjóðfélaginu til góða.

Finnst þér ég ekki mikill kommúnisti Rut?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.3.2009 kl. 20:38

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut það er nú komin tími á að fólkið skipi sér á bak við sitt verkalýðsfélag og sína menn ekki bara kvarta og kveina er búið er að semja.
Er sammála Sillu, enda töluðum við um það í dag.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 21:27

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Imba, góð mælistika!

Milla, sama hér, við eru allt of löt við að mæta á félagsfundi. 

Rut Sumarliðadóttir, 17.3.2009 kl. 23:37

11 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er 100% sammála Sigurbjörgu....það eru bara örfáir sem mæta á fundi yfirleitt. Ernema von að það sé valtað yfir mannskapinn.....að þeirra mati. (Sem ekki mæta.) Það eru 49 íbúðir í blokkinni þar sem ég bý og á Aðalfundi mæta örfáir og alltaf sama fólkið.

Við verðum að vera ábyrg og taka á málunum ekki bara að þusa í eigin horni.

Og mér finnst þessi skerðing á launum þess fólks sem heldur öllu gangandi og vinnur alla vinnuna, til fyrirmyndar til að bjarga íslendingum úr ógöngunum sem við erum komin í, en hegðun þeirra sem þiggja arðinn og njóta góðs af starfsfólkinu er fyrir neðan allar hellur.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.3.2009 kl. 10:16

12 Smámynd: Hlédís

Veit Ingibjörg Fríðust að "Stefán heitinn á löppinni " var faðir Kára í EI ? 

Hlédís, 18.3.2009 kl. 13:23

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sóldís, svo sammála, við þurfum líka að taka ábyrg. En fólk er á launum við að gæta hagsmuna okkar og það er til þess ætlast að það vinni vinnuna sína. Það er ekki ósanngjörn krafa.

Hlédís, veit ekki, vísa spurningunni áfram til þín fríðust allra fljóða og hræðilega kommúnista. 

Rut Sumarliðadóttir, 18.3.2009 kl. 13:31

14 Smámynd: Hlédís

Var auda að meina K. Stefáns í ÍE  ekki EI !

Hlédís, 18.3.2009 kl. 13:44

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já, já Hlédís mín.  Auðvitað veit ég það og get sagt þér að ég hef dansað við hann á þingballi, þar sem ég var kynnt af Guðmundi heitnum Jaka sem best ættaðasta stúlkan í veislunni, og þess vegna vildi Stebbi dansa við mig.

Ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað fylgisveinninn var spældur.  Segi samt ekki hver hann er eða var, því ég fæ ennþá skömmustutilfinningu í magann þegar ég hugsa til þess að ég þekktist boðið. (Hann er nefnilega rammasta íhald með meiru)

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.3.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.