2.3.2009 | 12:37
Hvað skal kjósa?
Það er að styttast í kosningar og bloggið ber þess merki. Menn ( og konur auðvitað, því konur eru líka menn ) opna bloggsíður og mæra sinn flokk og sjálfa sig í leiðinni.
Er ég ein um að vera hundleið á pólitík? Atvinnuleysið eykst og meira að segja meira en AGS gerði ráð fyrir. Ekki lækka stýrivextir fyrir það. En munu gera það fljótlega. Hvað er það langur tími? Á meðan við bíðum tapast heimili og atvinnutækifæri. Hvers vegna er ekki gripið til vaxtalækkunar eins og umheimurinn hefur gert? Erum við enn og aftur svona spes að önnur lögmál gildi hér en annars staðar?
ISg ætlar ekki að víkja. Frekar en aðrir sem eru búnir að gera upp á bak. Mikið svakalega er illt að horfa á eftir þessar áður frábæru konu, fara í sömu hjólför og örgustu íhaldsmenn og hanga á þingsetu eins og hundur á roði. Hennar tími er liðinn að mínu viti. Það þarf ný andlit í framvarðasveit Samfó.
Ég þarf varla að minnast á Sjálgræðgis- og Framasóknarflokkana. Fýluna leggur langa leið af rotnum stoðum og innmúrun í hin og þessi fyrirtæki og banka og olíufélög og kvótakerfið og.............
Eru frjálslyndir ekki enn að minnka? Jón farinn í fýlu og er memm með gömlum félögum. Kiddi sleggja farinn eina ferðina enn.
Ég veit ekkert hvað ég ætla að kjósa í vor. En ég skila aldrei auðu. Það er svo mikið ábyrgðarleysi og þeir stóru fitna mest af því. Vil ekki leggja í þann pott.
Vinstri grænir eru meira spennandi en nokkru sinnum áður.
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
....bara komin í áróðurinn mín kæra
Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 12:49
Haha, nei ekki alveg, en það er spurning um valið af því sem er í boði!
Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 12:57
Já hennar tími er liðin. Flott nyja nafnið sjálfgræðismenn
Kristín Gunnarsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:50
Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 17:00
Já - alltaf neyðist maður/kona til að gera allt sjálf! Reyndar var ég búin að stofna Mammamialistann fyrir einhverju síðan, eina kosningaloforðið var:
"Never a dull moment" ..
Eins og venjulega þegar mér sýnist enginn geta gert neitt almennilega, fyllist ég sjálfhverfu (kannski ISG syndrome?) og tel mig geta gert betur. Kann ekki mikið á efnahags-eitthvað, en veit um gott fólk sem kann það, ætli maður fái ekki bara kallinn í spara.is til liðs við sig? .. - og svo auðvitað einhverjar góðar konur til að halda köllunum niðri á jörðinni! ..
Svo er ég svo heppin að heita Jóhanna, þannig að Jóhanna fer bara í kosningabaráttu fyrir mig.
Váts hvað ég get bullað eftir langan vinnudag! .. Er annars ekki skilyrði að geta bullað til að komast á þing?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 19:38
haha Jóga, ekki spurning að maður þarf að kunna að bulla og tala í kring um hlutina en kannski ekki, erum við bara ekki orðin svo vön því í gegnum tíðina?
Mér sýnist þú hafa þá innsýn á sjálfa þig sem marga skortir. Mér líkar slagorðið vel!
Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 20:58
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 22:22
Þig vantar ekki orðin og mælgina. Innsýn inn í það sem er að gerast og fylgist vel með. Þú hefur ætíð verið kjarnyrt mín góða og kenndir mér að þrífa 24ja ára gamalli árið 1977 - þegar þú veist "laugardagshreingerningarnar" voru, þú mundaðir tuskuna og þvegillinn rétt eins og þú skrúbbar í gegnum pólítíkusarmeinið - hef nú rétt lokið yfirferð yfir mitt heimili og vona að ISG, DO, GH og fleiri geri slíkt hið sama. Svo allir á hnén og biðjast afsökunar á svínaríinu - ég hef gert það og þarf að gera daglega þegar ég fer út fyrir velsæmismörk hegðunarlega séð.
Ólöf de Bont, 3.3.2009 kl. 11:48
Takk Ólöf mín, það er mikið um Ajaxdrottingar í minni ætt. Allar kellur með tuskuæði meira og minna!
Já, það er gott fyrir sálina að játa á sig sök þegar manni verður á í messunni. Það mættu fleiri taka það til sín. Það er jú bara mannlegt. Ekki er ég barnanna best, hef gert nánast öll mistök undir sólinni. Hef vonandi lært af því.
Rut Sumarliðadóttir, 3.3.2009 kl. 14:17
Ég þekki þetta hreinlætið í þinni ætt. Sú sem við sólina er kennd, er einhver alduglegasta kona sem ég þekki. Hún gjörsamlega getur allt og líka haft hreint og velraðað í kring um sig. Dáist að henni og elska.
En, að pólitíkinni. Ég er búin að heita því að leggja ekki stein í götu neins sem hallar sér til vinstri.
Hlutverk okkar sem teljumst vera sæmilega góðar manneskjur er að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Þeir reyna núna að telja fólki trú um að það hafi bara verið fólk sem hafi brugðist, en stefnan sé sú besta.
Guð minn almáttugur, því miður eru margir sem trúa þessu, þannig að ég tel að við höfum þá skyldu að gagnrýna frekar frjálshyggjuna, einkavinavæðinguna og sérhagsmunagæsluna, frekar en að agnúast út í okkar fólk, hvort sem þeir tilheyra VG eða SF.
ÁFRAM, áfram ÍSLAND!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.3.2009 kl. 20:41
Get alveg tekið undir þitt sjónarmið Imba, (var líka að lesa GAT) Það voru fáir meiri stuðningsmenn sumra en einmitt ég. Það væri ekki í fyrsta sinn sem ég skipti um skoðun og áskil mér allan rétt til slíks.
Sammála að við þurfum að leggja saman til að Sjálgræðgisflokkurinn komist ekki að, hvort sem við kjósum Samfó eða VG.
Rut Sumarliðadóttir, 3.3.2009 kl. 21:06
Ég mun allavega kjósa Samfylkinguna, því þar er sú hugmyndafræði sem ég skil og styð. Fannst þér Mörður ekki góður í dag?
Það er svo ofboðslega gott þegar maður getur bakkað, reykspólað til hliðar, afturábak og út á hlið, skipt um skoðun og allt. Ef ég einn daginn finn það út að Davíð vissi hvar hann keypti ölið og hafði alltaf rétt fyrir sér og ég væri farin að selja jólakort frá í fyrra, þá skyldi ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Sko! bara ef ég finndi það út!!!!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.3.2009 kl. 21:57
Mörður var flottur! Hvar ætli Davíð hafi keypt ölið, ekki í kjörbúðinni! Þó það sé alveg sérstaklega þarf mál!!
Rut Sumarliðadóttir, 3.3.2009 kl. 23:28
Ég er líka orðin frekar leið á öllu þessu stjórnmálabrölti og brasi og þrasi, fram og til baka....mig langar mest til að sitja heima á kosningardaginn.
Og varðandi Davíð og ölið, þá hefur hann örugglega ekki borgað eina einustu krónu fyrir það...
TARA, 4.3.2009 kl. 20:17
Hæ stelpur, brýnasta málið á Íslandi er hvort selja eigi áfengi í kjörbúðum! Þeas. ef áfengið fæst ekki í bitlingum og bestuvinaveislum á kostnað borgaranna.
Rut Sumarliðadóttir, 5.3.2009 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.