9.2.2009 | 12:35
Vinir vors og blóma. Öfugmæli.
Já, glöggt er gests augað.
Ekki nóg með að hriplek skútan (skipið, eina ferðina enn) sökk á vaktinni þeirra í Bleðalbankanum og alþjóð híar á okkur og er ekki tilbúin til að taka okkur alvarlega sem þjóð á meðan þessi menn sitja þá ekur starfsmaður bankans á mótmælanda. Fróðlegt að sjá hvað erlendir fjölmiðlar gera úr þeirri uppákomu.
Mér þykir arfavont að vera íslendingur sem er hæddur og híaður af hinum stóra heimi. Að við minnumst ekkert á hérna heima.
Vil ekki vera dæmi um siðleysi ráðamanna og hreina og klára heimsku þeirra sem ekki þekkja sinn vitjunartíma.
Ég vil vera dæmi um það hvernig þjóð sem hefur verið þrælað út til að hygla fáum, stendur upp með potta og pönnur og tekur aftur stjórnina í sínar hendur.
Ég vil vera dæmi um það að það er hægt að byggja upp samfélag sem hefur þarfir fjöldans að leiðarljósi. Ekki meira vina/frænda/sona/dætra bitlinga.
Ég vil vera dæmi um að hér ríki jafnt hlutfall kynja. Þar sem konur eru jú um helmingur heimsins.
Ég vil vera dæmi um að hægt er að snúa öfugþróun við og byggja upp á rjúkandi rústum. Af heilindum.
Ég vil vera dæmi um að hugvit, menning og saga verði það sem við presenterum okkur með ekki hroki og græðgi.
Ég vil............
Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæltu kvenna heilust, vinkona!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.2.2009 kl. 12:46
Takk fyrir það ljúfan, long time no read!
Rut Sumarliðadóttir, 9.2.2009 kl. 14:20
Ég held hann hljóti að vera mikið veikur manngreyið....sko DO
Sigrún Jónsdóttir, 9.2.2009 kl. 16:26
Maður er farinn að hallast að því eða þannig
Rut Sumarliðadóttir, 9.2.2009 kl. 18:09
Þú vilt og ég vil, en Dabbi vill ekki.
Það sem þessi maður og hans meðreiðarsveinar hafa gert þjóðinni, en við skulum ekki gleyma því að það var hún sem hefur kosið hann.
Fólk er fífl!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.2.2009 kl. 20:44
Þetta Davíðsmál er með ólíkindum. Og vekur athygli erlendis. Þar skilur enginn neitt þannig að það er ekki skrítið að við gerum það ekki heldur. Langavitleysa dauðana.
Rut Sumarliðadóttir, 9.2.2009 kl. 21:06
Já Rut ekki vil ég vera þegn í hálfvitalandi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:04
Ég held að Daví hafi alltaf verið veikur. Siðblindur ef ekki annað
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:05
Held að það sé enginn vafi á því, hann þekkir heldur ekki sinn vitjunartíma. Eins og ég sagði hér að ofan svíður að alþjóð híar á okkur og tekur okkur ekki alvarlega meðan þetta fólk situr enn.
Rut Sumarliðadóttir, 10.2.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.