Að njótaToyota.

Nú er það ljóst að forstjórinn hjá Toyota vill ekki að alþjóð viti að hann fékk 14 milljón króna bíl á kostnað fyrirtækisins. Dettur nokkrum í hug að þessa 14 millur verði lagðar ofan á verð bíla frá Toyota? Of course, my horse, hvað annað? Lægra settir starfsmenn tóku á sig kreppuna. Hljómar þetta kunnuglega?

Hvað skyldi, svona almennt, vera stór hluti vöruverðs í svona bílabitlingum, eða bitlingum almennt? Eru topparnir með svona lág laun að þeir hafi ekki efni á bíl? Hér greiðum við oft margfalt verð á vörum miðað við nágrannaþjóðir okkar sem ekki skýrist af flutningum og tollum. 

En að kjarna málsins. Varðar það ekki við lög að reka starfsmenn vegna skrifa þeirra? Ríkir ekki skoðana- og tjáningarfrelsi hér á landi? Skrifa starfsmenn undir trúnað hjá bílaumboðunum? Hvar er nýendurkjörinn formaður VR? Nú hlýtur hann að bretta upp ermar og sýna að félagsmenn eiga gott bakland við svona aðstæður, haggi? Vanir menn.

Ansi hreint erum við komin út af sporinu ef þetta er það sem koma skal. Fólk missir vinnuna fyrir að tjá sig á sínu bloggi. Það er ekki hægt að reka mig, ég er opinber aumingi eins og ég segi stundum. Verð það að öllum líkindum áfram, hef amsk. ekki heyrt um neinn sem hefur batnað af gigt. 

Boykotta þetta fyrirtæki. Við höfum sýnt og sannað að við getum ýmislegt með samstöðu. Við skulum njóta þess að kaupa ekki Toyota og gefa svona fyrirtækjum langt nef. Vona að Halldór fái aðra og betri vinnu og fari í mál við þetta fyrirtæki því svona framkoma má ekki líðast. 



mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði einhver frétt frá BBC í morgun um ástandið hjá Toyota fyrirtækinu í Japan?

Hvað ætli aðalumboð Toyota í Evrópu segði um þessi viðskipti framkvæmdastjórans í umboðinu á Íslandi.

Íslendingar voru fljótir að tileinka sér ofurfrjálsa hugmyndafræði ný frjálshyggjunnar

Regína Stefnisdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr

Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyrði ekki í BBC, við mættum taka Barak Obama til fyrirmyndar og gera atlögu að græðinni sem tröllríður heiminum.

Sigrún,

Rut Sumarliðadóttir, 6.2.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Eygló

Get ekki stillt mig um að njóta slettunnar "Boykotta" svo skemmtilega skelfilega líkt "Toyotta".

Spyr líka. Tjáningafrelsi?

Eygló, 6.2.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góð Eygló!

Rut Sumarliðadóttir, 6.2.2009 kl. 13:43

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Við vitum að þetta hefur viðgengst lengi.  Auðvitað ríkir ekki tjáningarfrelsi, ég fékk minn vegna ummæla sem ég lét falla og beiðni um að fara í veikindarfrí.  Þegar menn verða valdamiklir finnst þeim gaman að traðka á flugunum sem nærast á skítnum (tilneyddar) sem kemur frá stjórnendum.  Hvað ef allir risu upp og tæku ekki þátt í því að gefa toppunum eftir rjómann?  Ef hver og einn þyrðu að opna munninn ekki bara á Austurvelli heldur á vinnustöðum og krefjast réttlætis? - Myndi það ganga upp? Er hrædd um að svo sé ekki, það er búið að lama litla manninn.

Ólöf de Bont, 7.2.2009 kl. 09:49

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég held að við höfum sýnt það að með samstöðu getum við gert hluti sem við getum ekki ein.

Ef vara hækkar of mikið t.d. í Danmörku þá hættir fólk að kaupa hana, þeir standa saman um almenna velferð, sé ekki að við getum það ekki líka, ekki gleyma því að við erum notendurnir og ef við verslum ekki, púff, búið.

Á vinnustöðum er annað mál, samanber þetta dæmi hér. En það á ekki að fela svona framferði eins og þarna, heldur einmitt að segja frá því. Mér finnst þetta hugrakkur maður.

Rut Sumarliðadóttir, 7.2.2009 kl. 11:26

8 identicon

Rut

Það fer þér best að hafa bara hljóð. 

Jónas (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:31

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Æi, Jónas, gleymdi að ég þarf að biðja þig um leyfi!

Rut Sumarliðadóttir, 7.2.2009 kl. 15:22

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, maður spyr sig.

Kveðja til þín og þinna Silla og á nesið.

Rut Sumarliðadóttir, 8.2.2009 kl. 00:08

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara yndisleg Rut min

Kristín Gunnarsdóttir, 8.2.2009 kl. 09:08

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Kristín mín, þú líka

Rut Sumarliðadóttir, 8.2.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.