4.2.2009 | 12:43
Námskeið takk.
Svona gerir fólk úti í hinum stóra heimi. Getum við ekki fengið manninn hingað til að halda námskeið? Frummælendur gætu verið þeir pólitíkusar sem hafa klúðrað sínum málum. Mér detta nokkrir í hug sem gætu haft gott af svona námskeiði sko.
Obama sagði; "I fucked up" eða eitthvað í þá veruna og maðurinn vék eins og hendi væri veifað. Ótrúlegt en satt. Svona getum við líka haft hlutina, bara ef við viljum. Segi það og skrifa. Vilji er allt sem þarf. Það hafa greinilega orðið stjórnarskipti í BNA. Nú er að sjá hvort það sama gerist í okkar stjórnarskiptum.
Össur mætti taka t.d. spara okkur p.r. manninn sinn og senda hann heim. Er ekki annars kreppa? Erum við ekki að sparar í ríkisútgjöldum?
Sjálfgræðismennirnir þyggja allir biðlaun, þann fjandans ósóma (hvorki bin Laden eða Barak). Og stefnuskrá nýju stjórnarinnar var öll runnin undan rifjum þeirra sko, segir ÞKG, það var bara ekki búið að framkvæma neitt af þessu. Sigurður Kári talar sig bláan í framan um pínu almúgans. Ef þetta væri ekki grafalvarlegt mál þá væri þetta sprenghlægilegt.
Leiðrétting; þetta er sprenghlægilegt.
Annars bara góð á því.
Daschle dregur sig í hlé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eina almennilega við þessa fjandans kreppu er að maður getur hlegið vel stundum í þessu leikhúsi fáránleikans. Svo fékk ég mér kaffi með Sigrúnu og Hólmdísi eftir síðustu mótmæli. Þannig að þetta er heilmikið fjör að vera í kreppu. En kvíði sam því sem er framundan.
Það var eins og kómedía að horfa á þingið í kvöld og ég ætlaði varla að geta slitið mér frá því.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:30
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:31
Held að mótmælin hafi bjargað geðheilsu og sjálfsvirðingu þjóðarinnar.
Það er svo annað mál, að allt sem nýja stjórnin er að gera núna, er nákvæmlega það sem sú fráfarandi "var alveg að fara að gera" -en bara gerði ekki. Nennum við að ræða þetta frekar ?
Halda fókus núna !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 07:04
Já, sælar þið flottu konur.
Það er táp og fjör og frískir menn og konur, sammála held að geðheilsu og sjálfsvirðingu þjóðarinn hafi verið bjargað.
Fókus, yessssss.
Rut Sumarliðadóttir, 5.2.2009 kl. 11:28
Kvitt og knús í kuldanum.Ekki hafa áhyggjur af þessu við komumst hvort er ekki lifandi frá þessu
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 11:11
Haha, nei við gerum það víst ekki ljúfan, ylurinn frá góðu fólki yljar best!
Rut Sumarliðadóttir, 6.2.2009 kl. 11:40
Satt er það
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.