Fráskilin fyrrverandi stjórn.

Ekki fengum við utanþingsstjórn. Því miður.

Góð samlíking hjá ISG. Please, please ekki fara í bendileikinn, við erum búin að fá nóg að sandkassaleikjum.

Nú viljum við sjá að stærstu glæpamenn íslandssögunnar verði hnepptir í bönd og eigur frystar og teknar upp í skuldir. Erlenda rannsakendur takk, sem eru ekki frændur og frænkur og gera svo eitthvað þegar það er búið að lesa móðurborðin. Við viljum sjá stjórnarskrárbreytingar í þá veru að hér verði hinn almenni borgari í fyrirrúmi en ekki flokkar, vinir og vandamenn. 

Við viljum sjá afnám verðtryggingar. Við viljum hátekjuskatt og þrepaskipt skattakerfi, þeir sem eiga mest borga mest. Við viljum sjá breytingar á kvótakerfinu. Auðlindirnar séu okkar allra sama hvaða nafni þær nefnast. Við eigum öll þetta land, naglfesta það.

Við viljum sjá afnám hluta að skuldum okkar vegna húsnæðiskaupa áður en þjóðin fer á götuna.

Það verður vel fylgst með störfum nýrrar ríkistjórnar, það þarf enginn að velkjast í vafa um það. Eða ekki verkum.

Við erum þjóðin, valdið er okkar. Eins og það á að vera. Það höfum við séð undanfarnar vikur og mánuði.

Áfram nýja Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir þessar kröfur og vona að þær verði í nýjum stjórnarsáttmála.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Annars er sko mér að mæta ég kalla ekki allt ömmu mína þó amma sé!

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband