Mótmæli, mótmæli..........

Lögreglan handleggsbraut mann sem var að nota sinn lýðræðislega rétt: að mótmæla. Gera yfirmenn lögreglu sér ekki grein fyrir því að svona framferði er eins og bensín á eld? Lærðuð þið það ekki í aðferðafræðinni ykkar? Eru stuðbyssurnar sem BB er svo hrifinn af næsta stig? Unglingar teknir og þeim haldið í bílakjallara án þess að foreldrar þeirra séu látnir vita. Ein móðir sá mynd af dóttur sinni og komst þannig að því að henni var haldið af lögreglu. Er þetta það sem koma skal? Þarf lögreglan ekki líka að fara að lögum? Við eigum rétt samkvæmt stjórnarskrá á að mótmæla, veit BB þetta ekki?

Þið, sem ennþá sofið og eigið eftir að borga milljónirnar, talið um skrílslæti og að þetta sé ekki gert í ykkar nafni, megið fá millurnar sem falla á mig og mína. Ekki málið. Værsogú. Og stjórnina í eftirrétt.

Taka með sér sundgleraugu til mótmæla og senda myndir á fréttastofur erlendis og segja frá því hvernig dómsvaldið fer fram á Íslandi. Auglýsa framferðið.

Þið öll sem stóðuð vaktina í gær, takk fyrir mig. Ég er ykkur þakklát og  þið eruð mín þjóð.

Áfram nýja Ísland.


mbl.is Beittu kylfum á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf de Bont

Mér líst vel á þetta.  Karlinn á gömul sundgleraugu og svo íþróttagleraugu sem því miður gera mig nærsýna, en ætli ríkisstjórnin sé það ekki, nærsýn - sjá bara sinn eigin rann.

Ólöf de Bont, 21.1.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Ólöf, BB boðar að aðgerðir lögreglu verði hertar. Gaman hjá honum, alvöru byssuleikur!

Rut Sumarliðadóttir, 21.1.2009 kl. 12:29

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er lágmark að lögreglan sé ekki að ráðast á fólkið nogur er nu viðbjóðurinn sem viðgengst þarna á klakanum

Kristín Gunnarsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:14

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skils að maðurinn hafi bara staðið þarna og ekkert verið að ybba gogg.

Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.