20.1.2009 | 10:50
Lýst eftir Roy og Trigger?
Mér líður eins og ég sé stödd í vestra af verstu gerð. Nema auðvitað í góðum vestra þá lenda vondu gæarnir í jeilinu. Roy Rogers kom og halaði þá inn í jeilið og sheriffinn góði sá til þess að lögunum væri framfylgt. En þetta er víst napra norðrið og enginn kominn í jeilið. Hvar eru Roy og Trigger?
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski Hrói Höttur sé við hæfi, vill einhver vera með í því að gera upptækar eigur hyskisins ? Sækja bílana þeirra, trén úr garðinum, hurðirnar af hjörunum, ræna uppgjörunum þeirra á leið í bankann.
Ég held að ef við eigum að eiga einhverja von um réttlæti, þá þurfum við að sækja réttlætið.
Haraldur Davíðsson, 20.1.2009 kl. 13:54
Já, seggðu, í þessum skrifuðu orðum eru hörkumótmæli við Alþingi, fólk með sundgleraugu og gasgrímur. Nú erum við að tala saman.
Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 14:35
Löggna var að úða á börn. Í hvert skipti sem gengið er fram verða viðbrögðin ofbeldisfyllri. Valdhörum er í mun að verja spillinguna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:24
Uss, þetta er svo ljótt að það tekur engu tali. Þurfa börnin að mæta með sundgleraugu? Ef löggan skyldi úða?
Hitti þingmann áðan sem var fölur og fár. Segjum ekki meira.
Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 17:27
Sérstaklega hress með kröftug mótmæli í dag.
Hundurinn er að koma til, kemur einn og einn dagur sem hann er stilltur og gerir ekki þarfir sínar innandyra. Guði sé lof fyrir það. Svakaleg vinna að ala upp hund alveg frá grunni, held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því, er samt ekkert að gefast upp, er svo þrjósk.
Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.